Vera - 01.12.1987, Page 35

Vera - 01.12.1987, Page 35
Áhersla á umhverfismál Umhverfismál hafa verið og eru meðal þeirra mála sem Kvennalistinn hefur lagt mikla áherslu á. Þrjú þeirra mála sem þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram á nýbyrjuðu þingi snerta beint umhverfismál. Þar er um að ræða þingsályktunartillögur um endurvinnslu og fullnýtingu úrgangsefna, um einnota umbúðir og sú þriðja er um umhverfisfræðslu. Tillagan um endurvinnslu og fullnýtingu úrgangsefna hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stuðla að endurvinnsluiðnaði sem nýti meiri hluta þess sem til fellur af endurvinnanlegum og fullnýtanlegum úrgangsefnum. Samhliða því verði leitað leiða til að styrkja endurvinnsluiðnað sem fyrir er í landinu.1' Það eru eingöngu þingkonur Kvennalistans sem flytja þessa tillögu. Tillagan um einnota umbúðir sem flutt er af Kristínu Einarsdóttur, Hjörleifi Guttormssyni, Árna Gunnarssyni, Valgerði Sverrisdóttur og Salome Þorkelsdóttur er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að und- irbúa frumvarp til laga um framleiðslu, innflutning og notkun einnota umbúða hér á landi." Eins og sjá má eru þingmenn úr öllum flokkum nema Borgaraflokknum meðfluttningsmenn tillögunnar og eykur það von til þess að hún verði samþykkt í þinginu. Að síðustu er það þingsályktunartillaga um umhverf- isfræðslu sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að efla og samræma fræðslu um umhverfismál í grunnskólum og framhaldsskólum landsins og á meðal almennings" Kvennalistakonur standa einar að þessari tillögu. í umræðum um hana sagði Kristín Halldórsdóttir m.a.: „Umhverfisfræðsla er að okkar dómi brýnasta viðfangs- efnið í umhverfismálum nú og sá grunnur sem allt bygg- ist á. Þess vegna er þessi tillaga okkar borin fram. Þrátt fyrir ákvæði um umhverfisfræðslu í grunnskólalögum og í lögum um náttúruvernd er mála sannast að slík fræðsla er ákaflega tilviljanakennd og af skornum skammti og má ýmsu um kenna. Fyrst og fremst er þó sökin stjórnvalda. Það er nefnilega ekki nóg að setja ákvæði í lög; það verður einnig að skapa skilyrði til að framkvæma þau.“ Síðar í ræðu sinni sagði Kristín: „Markmið umhverfis- fræðslu eiga að vera að auka fólki skilning á náttúrunni, eðli hennar, takmörkunum og gæðum og samhengi þeirrar lífkeðju þar sem maðurinn er aðeins einn hlekk- urinn. Maðurinn getur aldrei sigrað náttúruna og brotið undir vald sitt. Hann er hluti af náttúrunni og verður að viðurkenna það og vinna með henni í takt við þau lög- mál og þau takmörk sem hún býður honum. Aukinn skilningur og um leið viðring fyrir náttúrunni og áhugi á verndun hennar er ekki aðeins nauðsynlegur vegna hefðbundinnar nýtingar auðlinda til lands og sjávar, heldur einnig til þess fallinn aö auka ánægju fólks af úti- vist og bæta umgengi þess.“ Tillögunni var vísað til fé- lagsmálanefndar sameinaða þings. Rétt er að nefna einnig hér fyrirspurn sem segja má að tengist umhverfismálum, en það er fyrirspurn til menntamálaráðherra og ráöningu Náttúruverndarráðs í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þarna er um að ræða ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, en sú ráðning hefur vakið furðu og hneykslun margra. Þegar þetta er skrifað hefur ráðherra ekki enn svarað þar sem hann hefur ver- ið erlendis um tíma. Frysting kjarnorkuvopna Eitt af fyrstu málunum sem komu á dagskrá Alþingis var þingsályktunartillaga Kvennalistans um frystingu kjarnorkuvopna. Tillagan er nefnilega samhljóða tillögu sem flutt hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á undanförnum árum. Þessi sama tillaga var flutt fjórum sinnum á síðasta kjörtímabili af þingkonum Kvennalist- ans. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að alþjóðavettvangi að Sovétríkin og Bandaríkin lýsi yfir tafarlausri frystingu kjarnorkuvopna, annaðhvort með samtíma, einhliða yf- irlýsingum eða meö sameiginlegri yfirlýsingu. Slik yfir- lýsing yrði fyrsta skref í átt að yfirgripsmikilli afvopnun- aráætlun sem felur í sér: 1. Allsherjarbann við tilraunum með, framleiðslu á og uppsetningu kjarnorkuvopna og skotbúnaðar þeirra. Enn fremur algjöra stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna til vopnanotkunar. 2. Fyrstingu sem er háð öllum þeim aðferðum til sönn- unar og eftirlits sem þegar hafa verið samþykktar af málsaðilum í SALT I og SALT II samningunum, auk þeirra aðferða sem þeir hafa samþykkt í grundvallarat- riðum í þríhliða undirbúningsviðræðum í Genf um al- gjört bann við kjarnorkuvopnatilraunum. 3. Frystingu sem gildir í fimm ár til að byrja með en gæti orðið lengri ef önnur kjarnorkuveldi slást i hópinn eins og vonir standa til.“ Guðrún Agnarsdóttir fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði þá m.a.: „Augu æ fleiri stjórnmálamanna eru að opnast fyrir þeirri staðreynd að kjarnorkuvopn eru ekki nothæf til að ná skynsamlegum pólitískum markmiðum né heldur er hægt að nota þau til að öðlast hernaðarlega yfirburði vegna þess að það er ekki hægt að nýta þau til hernaðarsigurs. Eyðileggingarmáttur þeirra vopna- birgðasem Bandaríkin og Sovétríkin eiga nú er langtum meiri en mögulegur fjöldi skotmarka beggja aðila. Því er það blekking að fleiri kjarnorkuvopn af hvaða gerð sem er gefi nokkra hernaðarlega eða pólitíska yfirburði. í þessu efni eru hagsmunir og velferð íslands og alls heimins sameiginleg, þ.e. að kjarnorkuvopnum verði aldrei beitt. Jafnframt er það skylda íslands eins og allra annarra þjóða að leggja sitt af mörkum til að draga úr vígbúnaði og tryggja lausn þessa ógnarlega vanda.“ Síðar í ræðu sinni sagði Guðrún: ,,Á síðasta hausti sáu allar Norðurlandaþjóðirnar aðrar en íslendingar sér fært að styðja áðurnefnda tillögu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Hæstv. utanrrh. hefur með ummælum sínum utan þings gefið góð fyrirheit um að nú verði breyting gerö i þessum efnum og fagna því margir. Ég vil því biðja hæstv. ráðherra um að staðfesta þessi um- mæli hér og lýsafyrirætlunum sínum í þessum efnum.“ Utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson tók næstur til máls og sagði þá m.a. „Ég hef lýst því opin- berlega og mér er Ijúft að staðfesta það að við munum greiða atkvæði með þessari tillögu ef hún kemur fram aftur. Ég tel að þannig séum við að framkvæma það sem lagt er til í tillögunni, sýna okkar vilja i verki. Við gerum það best með því að greiða þannig atkvæði.“ Þar höfum við það, stefnubreyting í utanríkisráðu- neytinu hvað varðar afstöðuna til Mexíkó og Svíþjóðartil- lögunnar, eins og hún er gjarnan nefnd. Það er vel og fögnum við Kvennalistakonur þvi að sjálfsögðu. Tillög- unni var vísað til utanríkismálanefndar. 35

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.