Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 34
Prjónauppskrift ríkisstjórnarinnar Gengur ekki upp Alþingi okkar íslendinga var sett þann 10. október sl. eins og lög gera ráð fyrir. Nú eiga þrettán konur sæti á Alþingi og hafa þær aldrei verið fleiri. Þar af eru sex kvennalistakonur. Hvaða áhrif fjölgun kvenna innan Alþingis mun hafa á þing- starfið er ekki gott að segja, en fjölgun kvennalistakvenna lofar svo sannarlega góðu. Vonandi munu konurnar í þinginu sýnasamstöðu hvar íflokki sem þæreru og koma fram sem ein heild í sem flestum málum sem varða bættan hag kvenna og barna. Það hefur oft verið reynt að fá konur úr öðrum flokkum til samstarfs og þær hafa oft viljað en ekki getað vegna ákvarðanna eigin þingflokka. Eina formannsembættið sem er til innan Kvennalist- ans og það af illri nauðsyn er formennska I þingflokkn- um. Þingkonurnar okkar sl. fjögur ár tóku upp þann góða sið að skiptast á um að gegna þessu embætti. Guðrún Agnarsdóttir var formaður þingflokksins sl. vet- ur og nú hefur verið ákveðið að Þórhildur Þorleifsdóttir fari með formennsku I þingflokknum I vetur. Þar sem þingflokkurinn hefur stækkað var ákveðið að skipa einnig varaformann þingflokksins og kom það í hlut Danfríðar Skarphéðinsdóttur að gegna því embætti í vetur. Skipt verður um formann og varaformann þing- flokks að ári. Deildir og nefndir í upphafi hvers kjörtímabils er þinginu skipt I efri og neðri deild. Nú eru þingmenn alls 63 og eru því 21 í efri deild og 42 í þeirri neðri. Kvennalistinn fær tvo þing- menn í efri deild og þar sitja Danfríður Skarphéðinsdótt- ir og Guðrún Agnarsdóttir. í neðri deild eru því Kristín Einarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Málmfríður Sigurðar- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Þær Danfríður og Guðrún tóku að sér hvor sitt em- bættið innan þingsins, en Danfríður er skrifari í samein- uðu þingi og Guðrún er varaforseti efri deildar. Þess má geta að Danfríður er eini stjórnarandstöðuþingmaður- inn sem skipar skrifaraembætti því Borgaraflokkurinn og Alþýðubandalagið vildu ekki taka skrifaraembættin að sér. Eins og fram hefur komið í þessum pistlum gegna fastanefndir þingsins mikilvægu hlutverki í störfum Al- þingis. Sá háttur er venjulega hafður á að stjórnarand- staðan hafi samvinnu við kjör í nefndir, en stjórnarflokk- arnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Nú fær stjórnarandstaðan tvo nefndarmenn af sjö í fastanefnd- um þingsins. Allir flokkar fá fulltrúa í fjárveitinganefnd sem er skipuð níu þingmönnum. Þegar upp var staðið tókst okkur kvennalistakonum að fá fulltrúa í þeim nefndum sem við höfðum lagt áherslu á og unum því nokkuð vel við okkar hlut. Af níu fastanefndum efri deildar fékk Kvennalistinn fulltrúa I sex nefndum. í neðri deild fengum við fulltrúa I fimm fastanefndum af níu mögulegum. í sameinuðu þingi fengum við fulltrúa í fjárveitinganefnd, félags- málanefnd og allsherjarnefnd. Hvað varðar utanríkis- málanefnd þá varð það samkomulag meðal stjórnar- andstöðuflokkanna að nú í vetur myndu Alþýðubanda- lag og Borgaraflokkur fá fastafulltrúa þar, en næsta ár yrðu það Kvennalisti og Alþýðubandalag. Þriðja árið Kvennalisti og Borgaraflokkur og fjórða og síðasta ár kjörtímabilsins verður dregið um það hvaða flokkar fá fastafulltrúa I þessari eftirsóttu nefnd. Yfirleitt er auðsótt mál að fá áheyrnarfulltrúa I öllum nefndum og notfærðu kvennalistakonur sér það töluvert á síðasta kjörtímabili sem þær munu væntanlega einnig gera nú. Ákveðið hefur verið að Kristín Einarsdóttir verði áheyrnarfulltrúi okkar í utanríkismálanefnd í vetur og Guðrún Agnars- dóttir til vara. Hér á eftir fer listi yfir þær nefndir sem við fengum að- ild að og hverjar eru fulltrúar okkar í þeim nefndum. Ennfremur fylgja þær nefndir sem við fengum ekki full- trúa I að þessu sinni. Sameinað þing: Fjárveitinganefnd — Málmfríður Sigurðardóttir, alls- herjarnefnd — Kristín Halldórsdóttir og félagsmála- nefnd — Þórhildur Þorleifsdóttir. Aðrar nefndir í sameinuðu þingi eru; Atvinnumála- nefnd og Utanríkismálanefnd — Kristín Einarsdóttir, áheyrn og Guðrún Agnarsdóttir til vara. Efri deild: Landbúnaðarnefnd — Danfríður Skarphéðinsdóttir, heilbrigðis — og trygginganefnd — Guðrún Agnarsdótt- ir, menntamálanefnd — Danfríður Skarphéðinsdóttir, sjávarútvegsnefnd — Danfríður Skarphéðinsdóttir, alls- herjarnefnd — Guðrún Agnarsdóttir og félagsmála- nefnd — Guðrún Agnarsdóttir. Aðrar riefndir í efri deild eru; Samgöngunefnd, fjár- hags- og viðskiptanefnd og iðnaðarnefnd. Neðri deiid: Samgöngunefnd — Málmfríður Sigurðardóttir, fjár- hags — og viðskiptanefnd — Kristín Halldórsdóttir, iðn- aðarnefnd — Kristín Einarsdóttir, félagsmálanefnd — Kristín Einarsdóttir og menntamálanefnd — Þórhildur Þorleifsdóttir. Aðrar nefndir i neðri deild; Allsherjarnefnd, sjávarút- vegsnefnd, heilbrigðis — og trygginganefnd og land- búnaðarnefnd. 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.