Vera - 01.03.1988, Side 2
í þessu tölublaði er Vera aðfjalla um hlutverk karla í kvenfrelsisbar-
áttunni. Þessi umfjöllun er í framhaldi af umfjöllun Veru í síðasta tölu-
blaði, um niðurstöður könnunar Share Hite í Bandaríkjunum, um af-
stöðu kvenna til karla og um stöðu kvenfrelsisbaráttunnar í dag. Ef
marka má niðurstöður Share Hite og þær konur sem Vera ræddi við
eru þær orðnar þreyttar á körlunum sínum, segja þá skorta tilfinning-
ar og vera haldna valdafíkn. Allt bendir til þess að nú þegar konur eru
að víkka út sjóndeildarhring sinn og starfsvettvang að þær sitji uppi
með gamaldags karla sem ekki hafa áhuga á að gera slíkt hið sama.
Þeir virðast ekki hafa áhuga á að kynnast störfum kvenna á sama hátt
og þær hafa á störfum þeirra.
Ef viðhorf ráðamanna í íslensku þjóðfélagi í dag endurspegla við-
horf allra karla til kvenna og baráttu þeirra, má vel skilja óánægju
kvenna. Ráðamönnum í dag finnst vænlegra að eyöa peningum okkar
í að byggja ráðhús, veitingastað sem snýst upp á hitaveitutönkum og
leka flugstöðvarbyggingu en að nota þá til uppbyggingar dagvistar-
heimila eða í að hækka lágu launin sem hvortveggja myndu styrkja
stöðu kvenna í þessu þjóðfélagi. Ef tekið er mið af þróun síðustu ára
hefur viðnám karlanna við kvenfrelsisbaráttu aukist og staða kvenna
hefur versnað. Samt er markmið kvenfrelsisbaráttunnar betra þjóðfé-
lag, þar sem konur og karlar standa jafnfætis og vinna að umönnun
fjölskyldunnar og mótun þjóðmála samhliða og jafnábyrg. Kvenfrels-
isbaráttan er því ekki einkamál kvenna heldur líka barátta sem varðar
karla og ætti að skipta þá máli. Þannig snýst kvenfrelsisbaráttan ekki
um konur einvörðungu. Hún fjallar um samskipti, samskipti kvenna
og karla. Hún hefst í persónulegu sambandi karls og konu og ef kona
og karl geta ekki veriö jafningjar í einkalífinu er vafamál hvort þau geti
það úti í þjóðfélaginu. Vegna þessa telur Vera tímabært að spyrja karla
um viðhorf þeirra til kvenfrelsisbaráttunnar og til þessara óánægju-
radda sem heyrast meðal kvenna.
Vera kom að máli við nokkra karla á mismunandi aldri og fékk þá til
að ræða um kvenfrelsisbaráttuna og efni síðustu Veru. Hvað finnst
þeim um óánægjuraddir kvenna? Eru konur að gefast upp á þeim?
Sitja konur uppi með gamaldags karla sem ekki vilja koma á móts við
þær í kvenfrelsisbaráttunni? Eru þeir lokaðir tilfinningalega? Vilja
þeir ekkert gefa eftir af stöðu sinni? Hafa þeir ekki áhuga á að sinna
börnum sínum? Þetta eru m.a. þær spurningar sem Vera spyr í þessu
töiublaði.
bb
VERA
1/1988 - 7. árg.
Útgefendur:
Kvennaframboðið í Reykjavík
og samtök um Kvennalista.
Sími: 22188
í VERU NÚNA:
3— 4 Lesendabréf
5 Hvað get ég gert?
6— 8 Verið fullkomnir Helga Sigurjónsdóttir skrifar
8 Konan og kvenímyndin Ljóö eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur
9—15 Hlutverk karla í kvenfrelsis- baráttu Rætt viö fjóra karlmenn
16—20 Kvennasam/and/staðan Valgeröur Bjarnadóttir skrifar
22—23 Héðan og þaðan
24—26 Hafði ekki meiri áhuga á rokki en hver annar Rætt viö Andreu Gylfadóttur
27 Konur og eyöni
28—30 Ég var komin til aö skemmta mér Smásaga eftir Stellu Hauksdóttur
29—30 Héðan og þaðan
31—32 Heimsókn hjá Ms.
33 Ljóð
34—37 Borgarmál
38—41 Þingmál
42—46 Um bækur
47 Myndasaga
Mynd á forsíöu:
Anna Gunnlaugs.,
Úr myndaröðinni „7 dagar".
Akryl á masonit.
Anna Gunnlaugsdóttir stundaöi nám
í Myndlista og handíðaskóla íslands
1974—1978. Nám I myndlistaskóla í
Paris 1978—1979, og M.H.i. 1981 —
1983. Einkasýning I Galleri Borg I
september 1987. Sýning á myndröö-
inni ,,7 dagar", stóð yfir í 7 daga í Gall-
erí Borg, janúar 1988.
Ritnefnd:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristín Blöndal
Guðrún Ögmundsdóttir
Ragnhildur Eggertsdóttir
Brynhildur Flóvenz
Elin Garðarsdóttir
Bergljót Baldursdóttir
Sigrún Hjartardóttir
Starfsmaður Veru:
G. Halla Jónsdóttir
Útlit:
Kicki
Ábyrgð:
Elin Garöarsdóttir
Fjármál:
Ragnhildur Eggertsdóttir
Dreifing og auglýsingar:
Stella Hauksdóttir
Setning og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Prentberg
Bókband:
Félagsbókbandið
Ath. Greinar I Veru eru birtar á
ábyrgð höfunda sinna og eru
ekki endilega stefna útgefenda.
2