Vera - 01.03.1988, Qupperneq 3

Vera - 01.03.1988, Qupperneq 3
Ljósmynd: Susan Opton Asnaleg sálfrœðiskýring Kópavogi 30. jan. 1988 Agætu útgefendur Veru. Fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum gerðist ®9 áskrifandi aö blaði ykkar. Því miður varð ég fyrir skelfilegum vonbrigðum Þegar ég fékk blaðið síðan í hendur 6/1987, desemberhefti. Með fylgdi leið- 'nda skrípamynd af nakinni stúlku e.þ.h. svo að sonur minn (sem tók blaðið upp undan póstrifunni) sagði í hneykslunar- lón: „Pabbil! Ertu farinn að kaupa klámblaö!!!“ Það var ein grein þarna sem mér þótti ágæt — grein um „Mæðrasamfélög" sem Helga Sigurjónsdóttir lagði til blaös- ins. En næstu síður riðu algjörlega að fullu áhuga mínum á blaðinu. Einhvern tímann las ég „sálfræði- iega“ útlistun á þvi hvílík skelfileg lífs- teynsla það væri fyrir smámeyjar þegar Það rynni upp fyrir þeim að það vantaði á Þ*r ákveðinn sepa. Ég tók þetta eins og Þverja aðra glórulausa dellu í stil við það aö kirkjuturnar og símastaurar væru ..fallísk tákn“ en — þessi fræði rifjuðust einhvern veginn upp fyrir mér þegar ég las greinarnar sem komu á eftir ágætri 9rein Helgu. Sambúðarvandamál kvenna við karla á heimili stafa ekki af einhverri inn- Þyggðri illmennsku karlmanna. Karl- nenn eru ekki síður en konur neyddir inn ‘ líf sem þjakar þá. Það má rétt eins áraga það inn í umræðuna. Eru karl- menn alltaf öfundsverðir? Það má nefna dæmi: Finnst ykkur í rauninni athyglis- verðara og merkilegra starf að skipta um loftsíu á vél en bleyju á barni? Heitir það ’.að axla ábyrgð út á við“ að skipta um loftsíuna? Þið eruð alltaf að tala um það eð kvenfólk sé neytt að eldavélinni, bundið yfir börnunum o.s.frv. Hefur ykkur aldrei dottiö í hug að við karlmenn gsetum sagt: Við erum reknir að heiman III þess að selja líf okkar hinum og Þessum leiðinda ,,vinnuveitendum“ sem við höfum enga löngun til þess að sinna; störf okkar krefjast alls tíma okkar ef við eigum að ,,vinna okkur upp“, sem m.a. konan okkar heimtar samkvæmt patent- skoðun þeirri sem okkur hefur verið innrætt frá blautu barnsbeini. Mér finnst það furðuleg þröngsýni að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll að ,,hefð- bundin karlastörf“ séu merkilegri en „hefðbundin kvennastörf' en það virðist vera skilningur ritstjórnar blaðsins að öllu skipti fyrir konur að losna úr „hefð- bundnum kvennastörfum", þær séu að „klífa metorðastiga“ og „axla ábyrgð í atvinnulífinu“ með því að „fara inn á verksviö karla“. Ef „karlastörf" eru svona miklu merkilegri getur það ekki stafað af öðru en því að karlar séu merkilegri — eða hvað? Mér finndist allt eins eðlilegt að spyrja: „Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?“ En tónninn í blaðinu er því miður helst í þá áttina að hann rifjar upp asnalega „sálfræöiskýringuna“ sem ég vitnaöi til áðan. Og slíkt blað nenni ég ekki að kaupa. Látið mig vinsamlegast vita hvern- ig ég get komið til ykkar greiðslu fyrir þetta eina tölublað sem ég fékk. Aðalsteinn Davíðsson Löngubrekku 11 Kópavogi Ágæti Aðalsteinn. Þakka þér fyrir bréfið. Eins og þú sérð á þessu tölublaði leituðum við einmitt eftir skoðunum fólks á efni Veru 6/1987 og þykir fengur í, að ein rödd enn bætist við þann hóp. Bréf þitt er athyglisvert innlegg I þá umræðu, sem við vildum hefja meö megin efni umræddrar Veru, þ.e. sambúð kynjanna. í umræddu blaði var sagt frá bók, sem m.a. heldur þvi fram að 98% bandariskra kvenna óski sér betri tjáskipta við maka/sambýlismann og að ,,hann hlustar aldrei“ sé þeirra helsta umkvörtunarefni. I þessu blaói var einnig viðtal vió starfsmann Kvennaráðgjafar- innar þar sem hún segir m.a. um skiln- aðarorsakir: ,,í mörgum tilfellum er um að ræða konur, sem hafa reynt og reynt að fá manninn sinn til að taka á sam- eiginlegum vandamátum, reynt aö vinna úr hinu og þessu með því að tala um það, taka á þvi, en þær hafa ekki fengið karlinn með sér. Um leið og þær hefja máls á einhverju viðkvæmu, einhverju tilfinningalegu, er þeim ýtt burt . . . dyr- unum lokað." (Bls. 14) Með frásögninni af bókinni og með þessu viðtali, er verið að hefja umræðu um viðkvæmt mál, sem að mati Veru, verður að ræðast af konum og körlum i sameiningu. Sá vandi, sem lýst er, verður ekki leystur með því að karlar haldi áfram að „loka dyrunum“ — eða segi upp áskrift að tímaritum þar sem konur segja sinn hug. Hann verður því aðeins leystur að karlar hlusti á konur og lesi það sem þær skrifa jafnframt því sem konur hlusti á sjónarmið karla. Bréf þitt sýnist okkur staðfesta sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar bandarísku kvenn- anna í bók Share Hite að ,,hann hlustar aldrei". Þetta staðfestist enn frekar i þvi, sem þú telur þá kvennahreyfingu, sem stend- ur að Veru, vinna að. Augljóslega koma grundvallarhugmyndir þeirrar hreyfingar ekki allar fram i umræddu eintaki Veru og því ekki réttlátt að ætlast til þess af lesenda eins tölublaðs að hann eða hún þekki þær að þeim lestri einum saman loknum, enda hefur Vera nú komið út í á sjötta ár. Þó má telja víst, að lesandi leiðara Veru 6/1987 þurfi ekki að fara í grafgötur um svar við spurningunni: „Finnst ykkur i rauninni athyglisverðara og merkilegra starf að skipta um loftsiu á vél en bleyju á barni?“ í leiðaranum stendur: ,,I heimilisstörfunum felst sköpun tilfinningatengsla, umönnun og ábyrgðartilfinning gagnvart velferð þeirra sem á heimilinu búa. Og það er þessi ábyrgðartilfinning, sem konur i fyrr- nefndri bók (þ.e. bók Share Hite, sem sagt er frá i blaðinu) eru að væna karla um að vilja ekki kynnast og bera með þeim.“ Um þetta ábyrgðarleysi karla er fjallað i blaðinu en þar er illmennsku karlmanna aldrei um kennt. Spurningin, 3

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.