Vera - 01.03.1988, Síða 5
Við Verukonur höfum fengiö
spurningar víös vegar að, um hin
margvíslegustu málefni, t.d. lög-
fræðileg og félagsfræðileg vanda-
mál og ákváðum því að tími væri til
kominn, að taka aftur upp þá þjón-
ustu að leita svara fyrir lesendur við
spurningum sem upp kunna að
koma. Hægt er að hringja í okkur
með spurningar í síma: 22188 eða
senda bréf til Veru, Vesturgötu 3
(Hlaðvarpa) 101, eða box 1685
Reykjavík.
Fyrri spurningunni svaraði Vil-
borg Hauksdóttlr hjá Trygginga-
stofnun ríkisins en hinni svöruðu
Stella Jóhannsdóttir hjá Félagi ein-
stæðra foreldra og Áslaug Þórar-
insdóttir hjá Kvennaráðgjöfinni.
Kæra Vera!
Um leið og ég þakka frábært blað langar mig að spyrja ykkur
hvernig þetta er hugsað með nýju fæðingarlöggjöfina, lenda
þessar greiðslur á atvinnurekendum? Ég spyr vegna þess að
ég er ófrisk og var rekin á þeim forsendum að yfirmaður minn
taldi sig ekki getastaðið undir þessum greiðslum. Með von um
góð svör.
Bestu kveðjur. S.G.
Svarið frá Vilborgu er svo hljóðandi:
Ekki er heimilt að segja barnshafandi konu upp störfum, ein-
göngu á þeim forsendum að hún sé ófrísk. Samkvæmt al-
mannatryggingalöggjöfinni sem var i gildi til 31. des. 1987 var
ákvæöi um að óheimilt væri að segja konum upp á þessum for-
sendum nema ,,gildar og knýjandi ástæður“ væru fyrir hendi
og sama klásúla er í nýjum lögum um fæðingarorlof, nema
hvað þar heitir þaö ,,nema gildar ástæður“ séu fyrir hendi.
Hægt er að höfða mál á hendur atvinnurekendum, ef öruggt
er að ástæða uppsagnar sé sú að kona er barnshafandi eða
vegna fæðingarorlofs foreldra og skal við ákvörðun bóta af
þeim sökum taka mið af ráðningartíma starfsmanns. Rikis-
starfsmenn og bankamenn fá laun á meðan á fæðingarorlofi
stendur, en aðrirfá greitt úrlífeyristryggingum sem Ríkissjóður
og atvinnurekendur bera sameiginlegan kostnað af, sam-
kvæmt 20 gr. laga um almannatryggingar.
Vera vonar að þetta svar hjálpi þér eitthvað, en ef ekki þá er
þér guðvelkomið að hafa samband aftur. Með bestu kveðjum.
Ritnefnd Veru.
Elsku besta Vera!
Ég er einstæð móðir með 3 börn á
framfæri og langar að leita upplýsinga
um hvort fyrrverandi eiginmaður minn
hafi engar framfærsluskyldur viö
börnin fyrir utan meðlag?
Ég er með barn í menntaskóla (16
ára) annað í grunnskóla (11 ára) og eitt
á dagheimili (5 ára).
Öll þurfa þau sitt, en endar hjá mér
ná ekki saman, þrátt fyrir tvöfalda vinnu
og þarf ég því oft að neita börnunum
mínum um eitt og annað sem sjálfsagt
Þykir að veita börnum sínum. Sem
dæmi má nefna: tónlistarnám, skíði,
skautar, danskennsla, tískufatnaður og
fleira.
Á honum að líðast að spóka sig
ábyrgðarlaus á meðan?
Þakka gott blað.
Einstæð og þreytt.
Svarið frá Stellu var svo hljóðandi:
Það er heimild i barnalögum sem þér
gæti nýst i þessu sambandi, sem hljóð-
ar svona: 19. gr. Barnalaga. Heimilt er
að úrskurða framfærsluskyldan (með-
lagsskyldan) aðilja til að inna af hendi
sérstök framlög vegna útgjalda við
skírn barns, fermingu, vegna sjúkdóms
eða greftrunar eða aföðru sérstöku til-
efni.
Framlög samkvæmt 1. málsgrein
verða því aðeins úrskurðuð, að krafa
um það sé uppi höfð við valdsmann
innan þriggja mánaða frá þvi, að svara
varð til útgjalda, nema eðlileg ástæða
hafi verið til að biða með slíka kröfu.
Síðan sagði Stella,: En við verðum að
horfast i augu við það að löggjafarvald-
iö ræður ekki siðferði fólks og i flestum
tilfellum verða foreldrar sem forræöi
hafa að reyna að höfða til hins betri
manns þess sem við er að eiga og
gengur það auðvitað misjafnlega. Ég
veit þó aö þessi lagagrein er mikið not-
uð I sambandi við fermingar, dýrar
tannviögeröir og þess háttar. Leita skal
til Dómsmálaráðuneytis með slikar
kröfur.
Og Áslaug bætti við:
Þú getur jafnframt farið fram á að
meðlagsúrskurði verði breytt, eða stað-
festum samningi um framfærslueyri ef
rökstudd beiðni kemur fram þar um.
Þetta kemur fram i 20. og 22. gr. barna-
laga og hljóðar svo: 20. gr. Valdsmaður
getur breytt meðlagsúrskurði, ef rök-
studd beiðni kemur fram um það, enda
sé sýnt fram á, að hagir foreldra eða
barns hafi breyst sbr. og 24. gr.
Ákvörðun um framfærslueyri, sem
eindagaður er, áður en beiðni er uppi
höfð verður þó ekki breytt, nema alveg
sérstakar ástæður leiði til þess, og al-
mennt ekki lengra aftur i timann en eitt
ár, frá því að beiðni var sett fram.
22. gr. Staðfestur samningur um
framfærslueyri, sbr. 21. gr. er því ekki til
fyrirstöðu, að valdsmaður skipi máli
annan veg en samningur kveður á um,
enda telji hann að aðstæður hafi breyst
verulega eða samningur gangi i ber-
högg við þarfir barns.
Þessar kröfur má leggja fram í Dóms-
málaráðuneyti og vona ég að þú hafir
erindi sem erfiði.
Það vonum við lika og sendum þér
okkar bestu kveðjur með von um að úr
rætist.
Ritnefnd Veru.
5