Vera - 01.03.1988, Síða 7

Vera - 01.03.1988, Síða 7
módeli hans. Hvaö vitsmunina snertir er æðsta stigið abstrakt eða sértæk hugsun sem fullorðið fólk á að hafa vald á. Að dómi Piaget ogsamkvæmtgáfna-ogvitsmunamælingumannarrasálfræðinga nær nokkur hópur fólks aldrei þessu vitsmunastigi. Tegundin maður er því eðlisólík innbyrðis. Kenningin gerir ráð fyrir því að ekki sé einungis um að ræða meira ,,magn gáfna“ ef svo má segja frá einu stigi til annars heldur eru vitsmunirnir eðlisólíkir eftir stigum. Sá maður sem ekki kemst upp allan stigann hlýtur því að vera talsvert frábrugðinn þeim sem trónir á toppnum. Ég hef með sjálfri mér nefnt þetta ,,gáfnafasisma“, jafn vondan og skaðlegan og annan fasisma. Konur með nýjan kvarða Svipað er að segja um siðgæðiskenningar Kohlbergs. Þar kom- ast ekki allir upp á æðsta stigið sem kannski er ekki von og mun skiljanlegra en hugmyndin um eðlisólíka vitsmuni. Hins vegar hlýtur manni að þykja eitthvað bogið við mælingarnar eða mæli- tækið bæði hjá Freud og Piaget þegar I Ijós kemur að konur skora hjá báðum afar lágt þegar mældur er persónuleikaþroski og sið- gæðisþroski. Konur i sálfræðingastétt hafa fyrir löngu tekið þessa kalla i gegn og bent á veilurnar í módeli þeirra. Þær hafa meira aö segja búið til annan kvarða til aö mæla siðgæðisþroskann, kvarða sem miðar við reynslu og menningu kvenna. Þá snýst dæmið við körlum í óhag. (Sjá má bækurnar In a different Voice, Towards a new þsychology and women og Gyn/Ecology.) Þessar kenningar um þróun neðan frá og ugp á við bæði hvað varðar lífið ájörðinni og hvern einstakling eru meiraen varasamar °9 gagnrýni verðar. Hvað réttlætir það að ein tegund teljist annarri æðri eða fullkomnari? Hvaða rétt hefur maðurinn til að telja sig kórónu sköpunarverksins? Gefur kannski stærð heilabúsins hon- um slíkan rétt? Ætli ekki sé sanni nær að hver tegund er fullkomin eins og hún er og engin annarri æðri. Eins trúi ég að það sé með hvern ein- stakling innan tegundarinnar, hann er fullkominn nýfæddur. Auð- vitað þarf ungviðið að læra margt til að komast af þ.á.m. að lifa í samfélagi við aðra. Yfirleitt hefur öðrum tegundum en manninum tekist það betur en honum og hefði því þroskaðri persónuleika en maðurinn á mælikvarða Freuds að ekki sé talað um siðferðisskala Kohlbergs. Ef litið er fordómalaust á líf manna og dýra lifa hin síð- arnefndu í mörgu tilliti göfugraog fullkomnara lífi en menn. A.m.k. sé miðað við nútímamenningu. Aðeins menn drepa sér til gam- ans. Aðeins menn eyðileggja svo umhverfi sitt að til vandræða horfir. Aðeins menn sækjast eftir að drottna yfir öðrum af sinni teg- und og brjóta vilja þeirra á bak aftur. Og einungis menn lifa óhófs- sömu kynlífi og spilla sjálfum sér I mat og drykk. Hvað er dýrsleg hegðun? í Ijósi þessa fer að verða óljós merking orðanna dýrslegur og mannlegur. Hvers vegna segjum við að menn hagi sér dýrslega þegar hegðunin hefur gengið út yfir allt velsæmi? Er ekki þá verið að Ijúga upp á dýrin, gera þeim upp hegðun og eiginleika sem þau hafa ekki? Það er einmitt megineinkenni þessarar þróunarhugs- unar; að skilgreina aðra, bæði tegundir og einstaklinga af sömu tegund niður á við. Af hroka eru dýrin þannig skilgreind og hið sama á við um þróunarmælingar hvers konar sem gerðar eru á mönnum. Vísinda- og fræðimenn búa til kenningu út frá eigin áhuga, þekkingu og menningu, smíða síðan mælitæki út frá sömu forsendum og prófa kenninguna á lifandi mönnum, ákvarða sjálfir skalann og gefa einkunnir. Allt er þannig úr garði gert að ein- ungis sumir einstaklingar komast á toppinn eða teljast fullþroska samkvæmt mælingum þessum. Þar með eru aðrir dæmdir úr leik sem fullgildir í mannlegu samfélagi, hvað skýrast kemur þetta 7

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.