Vera - 01.03.1988, Page 10

Vera - 01.03.1988, Page 10
I „Þið verðið einfaldlega að halda áfram“ Birgir Sigurjónsson Ljósmynd: Eggert Birgisson Vera ræddi viö Birgi Sigurjónsson yfirdeildar- stjóra hjá Sambandadeild Pósts og síma. Birgir er fimmtíu ára, hefur veriö giftur í þrjátíu og tvö ár og á fjögur börn á aldrinum fimmtán til þrjátíu og eins árs. Hvað fínnst þér um efni sídasta tölublaðs Veru, lylgja karlar konum ekki eftir í jafnréttisbaráttunni? Ég er viss um aö þetta er aö sumu leyti rétt og mér finnst þaö í raun og veru alls ekki óeðlilegt. Þiö ætlist til mikilla breytinga á skömmum tíma. Hvorki þjóöfélagiö né við karlmennirnir erum til- búnir aö fylgja ykkur svona hratt. Sitja konur þá uppi með úrelta karla? Nei, bíddu nú aðeins, þaö sagöi ég ekki. Málið er einfaldlega ekki eins einfalt og þiö viljiö vera láta, heldur þú aö þiö konur heföuð snúið þróuninni eins fljótt við og þið viljið aö við karlar gerum, ef þiö hefðuð veriö í okkar aðstöðu? Karlar vinna aö jafnaöi lengri vinnudag Nú varð fátt um svör hjá fyrirspyrjanda Veru, hún hafði hrein- lega ekki hugleitt málið frá þessari hlið og álitið um að ræða sjálf- sögð mannréttindi. Heldurðu þá að karlar vilji ekki breyta þessu og séu þess vegna ekki samsíða konum íþessum málum? Almennt eru karlar vafalaust sammála ykkur í aö þetta séu rétt- mætar kröfur, en eins og málum er háttaö í dag þá vinna karlar aö jafnaði lengri vinnudag utan heimilis og finnst því eðlilegt aö ábyrgö á börnum og heimilisverkum hvíli meir á konunni. Þetta kemur auðvitað til af því aö konur hafa í flestum tilfellum lægri laun en karlar og þess vegna er eðlilegt aö þær verju meira af sín- um tíma við vinnu á heimilinu. Okkur körlum er innrætt aö sjá vel fyrir fjölskyldunni En efþetta eru réttmætar kröfur sem aðallega stranda á ójöfn- um launum kvenna ogkarla, hvers vegna hjálpið þið okkurþá ekki í baráttunni fyrir betri launum kvenna? Þó viö sjáum að þaö sem þiö farið fram á er réttmætt erum viö örugglega nokkuð margir sem ekki erum tilbúnir til aö stofna stööu okkarf hættu til aö hækka laun kvenna. Þaðer nú einu sinni svo aö ef viö eigum aö standast þær kröfur sem til okkar eru gerö- ar af samfélaginu þurfum viö aö sjá vel fyrir fjölskyldu okkar. Þaö er eitt af því sem hefur verið innrætt í okkur karla mun lengur en konur hafa veriö aö gera kröfur um jafnrétti. Hver er þá lausnin? Áframhaldandi barátta kvenna fyrir jafnrétti og þaö erekki nóg að aðeins hluti kvenna taki þátt í þessari baráttu þiö verðið að fjöl- menna í henni. Við sjáum öll að ýmislegt hefur áunnist nú þegar, en ef ykkur finnst þetta ganga hægt veröa konur almennt að taka þátt og sýna samstöðu. Þiö ættuð ekki aö reikna meö aö karlar vinni þetta fyrir ykkur en þiö getið vafalaust smátt og smátt fengið okkur meö. Mun erfiðara að sinna ungum börnum... Hvaða fjölskyldulif finnst þér ákjósanlegast? Vinnutími foreldra þyrfti að styttast að mun, ég sé ekki betur en að börnin f dag fari varhluta af fjölskyldulífinu og tel það slæma þróun. Best væri aö foreldrarnir hefðu raunhæft val um hvort þeirra veröi meiri tfma á heimilinu, persónulega tel ég konuna hæfari til aö sinna þörfum barnanna. En þjóðfélagið yröi auövitaö aö auðvelda þvf foreldrinu sem sinnti heimilinu aðgang aö at- vinnulífinu eftir á og meta starfsreynslu þess inn á heimilinu til launa. Ég vil gjarnan taka þaö fram aö ég álít þaö mun erfiðara starf aö sinna ungum börnum en aö vinna starf eins og mitt sem þó gerir töluverðar kröfur. Hvernig er þitt fjölskyldumynstur í dag? Viö hjónin vinnum allt of mikið, en þaö er sennilega með okkur 10

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.