Vera - 01.03.1988, Side 11
eins og aöra að kröfurnar til lífsgæðanna eru ef til vill of miklar eða
öllu heldur lífsgæðamatið er ekki rétt.
Þeir látast vera þaö
Ræða karlar jaínréCCismál sín á milli?
Nei, alla vega ekki af neinni alvöru.
Hvers vegna ekki?
Lang flestum finnst það ekki áhugavert umræðuefni.
Eru karlar tilFinningalega kaldari en konur?
Nei það held ég ekki, en þeir látast ef til vill vera það. Það að láta
í Ijós tilfinningar sfnar er eitt af því sem okkur hefur veriö innrætt
að ekki sé karlmannlegt.
Heldur þú ad samband Fedra og sona sé svipad sambandi
mæðra og dætra?
Ég held að samband mæðra við börn sfn sé almennt nánara en
feöra að minnsta kosti á meðan börnin eru ung. Þegar börnin
verða fullorðin held ég aö um meira jafnræði sé að ræða. Sam-
band feðra við syni sína er þó sennilega meira mótað af því sem
ég sagöi áðan um að ekki væri karlmannlegt að sýna um of tilfinn-
ingar sfnar.
R.S.
„Karlar
veröa
að taka
• ii
sig a
Ljósmynd: K.BI.
Páll Valdimarsson
Páll Valdimarsson er 33 ára, giftur og á 4 ára
dóttur. Hann vinnur hjá Rafveitunni og er yfir-
trúnaöarmaöur hjá borginni.
Hvað Finnstþér um könnunina sem sagt er Frá í Veru um aFstöðu
kvenna til karla?
Ég held að þessar niðurstöðurgeti ekki átt við hérá íslandi, ekki
fyllilega, ekki vegna þess að vandamálið sé ekki til staðar hér held-
ur erum við ekki komin eins langt á þessu sviði. Það er ekki svo
langtsíöan hlutirnir fóru að breytasthér. Þegarégvaraðalastupp
var yfirleitt bara ein fyrirvinna þannig að þetta er stuttur tími.
Nú haFa konur Farið töluvert inn á karlasvið og áróðurinn heFur
verið í þá átt að konur tileinki sér karlastörF en ekki öFugt. HeFur
þú einhverja skýringu á þessu?
Já ég held að það sé alveg rétt að karlar geri lítiö af því aö fara
f kvennastörf og séu almennt frekar óvirkir í heimilisstörfunum.
Það er eins og þessi hefðbundnu kvennastörf verði láglaunastörf.
Vinnutími í kvennastörfum er oft sveigður að þörfum kvenna og
miðaður við að þær hugsi um börnin, komi þeim á dagheimili og
Þess háttar. Þær hafa líka meiri möguleika á hlutastörfum en karl-
ar.
Hversvegna Fara þá karlarekki íkvennastörFþar sem þeirgætu
lagað vinnutímann Frekar að þörFum barnanna?
Ég hugsa að skýringin á því sé fyrst og fremst launin.
Það kemur Fram í umræddri könnun að konur telja karla tilFinn-
ingakalda eða vanhæFa til að tjá tilFinningar sinar. Ertu sammála
þessari staðhæFingu?
Ég get nú ekki annað en veriö sammála þessu. Ég held að þetta
sé alveg rétt. Hinsvegar held ég að skýringin liggi kannski hjá
kvenfólkinu sjálfu, þ.e. í uppeldinu. Maður hefur verið alinn upp
til að vera karlmaður. Auðvitað taka strákar feður sína til fyrir-
myndar og karlmenn eiga ekki að sýna tilfinningar samkvæmt
hefðinni.
Hvernig Finnst þér að Fjölskyldumynstur ætti að vera?
Forsenda fyrir því aö það komi einhver manneskjubragur á
þjóðfélagið er að þessari vinnuþrælkun linni og að fólk geti lifað
af dagvinnu. Draumurinn gæti verið sá að hvor aðili ynni sex tíma
utan heimilis. Svo finnst méraðfólkeigi aðskipta með sér heimil-
isstörfunum. Þeir sem vilja ættu að geta verið heima hjá litlum
börnum sínum f einhvern tíma.
Dreymir karla um það?
Vissulega eru til karlar sem dreymir um það, en þeir hafa bara
ekki tækifæri til þess. Ég væri til dæmis til í að vera heimavinnandi
um einhvern tíma ef ég eignaðist annað barn en ég veit ekki hvort
11