Vera - 01.03.1988, Síða 12

Vera - 01.03.1988, Síða 12
I Nú valda þessi mál mikilli togstreitu á milli kynjanna. Hvað er til ráða? Það er náttúrlega fyrst og fremst að það fari fram umræða um þessi mál sem vfðast, t.d. í skólum, og svo að við ölum okkar börn betur upp en við erum alin upp sjálf. Raeða karlar sín á milli þessi mál sem við höfum veríð að ræða ? Það held ég aö sé nú ofsalega lítið. Það er líklega vegna þess hvaö þeir eiga erfitt með að ræða tilfinningar. Ég held að það sé mjög sjaldan að karlar hringi hverí annan og ræði barnauppeldi og heimilisstörf. Við erum ekki aldir upp við þennan hugsunar- hátt. / könnuninni kemur fram að konur séu orðnar haría þreyttar á aðgerða- og áhugaleysi karla ogjafnvet sagt að ,,Nýja konan sitji uppi með úreltan karl". Hvað heldur þú að karlar hafi hugsað sér að gera í þessari stöðu? Þessi niðurstaða er náttúrlega algjört sjokk. Ég held að karlar verði að taka á sig rögg og sýna þessu máli meiri rækt en þeir hafa gert. Það verðurekki hjá þvíkomist. Viðskulum leyfa þeim körlum sem eru eldri eða vilja ekki viðurkenna vandann að daga uppi, en leggja meiri áherslu á þá kynslóð sem er að vaxa upp. Svona breytingar taka tíma, langan tíma, en ég skil vel að konur séu orðn- ar þreyttar á aö bfða eftir þeim. Það hjálpar ekki konu sem býr við vandamálið f dag að hlutirnir verði betri eftir hundrað ár. K.BI./HAL ,,Láta ekki bjóöa sér tilfinn- ingaleysi“ Einn af þeim sem Vera kom aö máli viö er Ólaf- ur Björnsson, 25 ára lögfræðingur, giftur og tveggja barna faðir. Vera spuröi hann um efni síö- asta blaðs, hvort konur sitji uppi meö gamaldags karl- menn sem ekki vilji koma til móts viö þær? ,,Mér finnst efnið áhugavert þó svo ég sé ekki sammála öllu sem þar stendur. Þetta tengist einmitt sögunni sem er fremst í blaðinu um konuna í strætó. í þeirri sögu er það einmitt konan sem er hennar mesti óvinur. Þetta dæmi er lýsandi, þvíkonureru konum verstar. Mér finnst til f þessu með að karlar þurfi ástæöu til að hitt- ast og vera saman en konur hittast bara til að hittast. Ég fer til dæmis og spila brids með strákunum og mikill hluti af tímanum fer í að spjalla um hitt og þetta." Taliðþið um samskipti ykkar við konur, um fjölskylduna, börnin og uppeldi? Við tölum mikið um konur, þó aðallega um þærsem kynferðis- verur. Við tölum um hvort þær séu fallegar, skemrntilegar, hver er með hverjum o.s.frv. Sem sagt kjaftasögur? margir heföu áhuga á þvf eöa treystu sér til þess. Það er nokkuð algengt að konur í sambúð vinni hlutastörf en karímenn vinni mikla yfirvinnu. Nú ætti að vera hægt að jafna þetta út, heldur þú að konur séu tilbúnar til að vinna meira eða vilja karlar ekki sleppa sinni yfirvinnu. Ég held að það sé hvorttveggja. í fyrsta lagi held ég að karlarnir séu ekkert spenntir fyrir aö ráöast inn á heimilismarkaðinn og konurnar ekki tilbúnar til að vinna meira vegna þess að þær sitja uppi meö alla vinnuna á heimilinu. Þær hafa meiri ábyrgöartilfinningu En þar sem sambýlisfólk vinnur jafnlangan vinnudag heldur þú að það sé regla eða undantekning að húsverkin skiptist jafnt? Ég held að það sé undantekning, þó fer þetta eitthvað eftir þjóðfélagshópum. í mínum kunningjahópi er algengt að fólk hjálpist að en þó bera nær undantekningarlaust konurnar ábyrgð- ina á þessum störfum. Þær hafa einhverra hluta vegna meiri ábyrgðartilfinningu, kannski er það uppeldið og fyrirmyndirnar sem viö töluðum um áðan. Það er líka algengt að karlar sinni ákveðnum störfum á heimilinu en ekki öðrum. Þeir kannski elda, skúra, vaska upp, kaupa inn og láta þar við sitja, en þvottavélin vefst fyrir mörgum og ýmislegt fleira. Ég fór til dæmis á útsölu í barnafataverslun um daginn. Þar voru tugir kvenna en ég var eini karlmaðurinn. Það virðist ekki vera karlaverkað kaupa fötá börnin sfn. Óiafur Björnsson Ljósmynd: bb 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.