Vera - 01.03.1988, Page 13
Já einmitt og viö kunningjarnir tölum líka um börnin hvaö þau
eru farin aö segja mörg orð og hvaö þau hafa tekið margar tennur
og slíkt.
Hvað Finnst þér vera Fullkomið Fjölskyldumynstur?
Ég er ekki sáttur við mitt fjölskyldumynstur. Viö eignuðumst
barn meðan viö vorum bæöi í námi. Hún tók sér frí og ég kláraði.
Síðan eignuðumst viö annaö barn skömmu seinna sem varö til
þess aö hún var endanlega negld heima. Hún er enn í námi en er
þó aö Ijúka því núna. Þannig má segja að viö séum enn í gamla
„idealinu" ég vinn úti en hún er heima meö börnin. Ég held að það
sé ekki algengt lengur.
Kannski er þetta eitthvaö í þeim
Heldurðu að það sé ekki algengt að konurnar séu heima með
börnin?
Þær vinna mikið úti nú orðið. Konur eru ekki ánægðar meö að
vera heimavinnandi. Kannski voru þær það einhvern tímann. En
náttúran tekur inn í, ekki get ég gefið barninu brjóst. Eiginlega er
það verra, ef þær vinna úti því þær lenda T því að gera húsverkin.
Einhverra hluta vegna taka þærmeira til hendinni heima. Kannski
erþetta eitthvaðTþeim? Égerekki nógu duglegurí húsverkunum.
Mér Finnst alltaF svo skrítið að heyra karla segja að þeir séu
siappir í húsverkunum eins og það sé eitthvað sem þeir ráða ekki
v/ö. Það er eins og Fullorðnir karlmenn verði sumir svo heimskir
með aldrinum að þeir geta ekki lært einFöldustu verk. Samt eru
börn mjög Fljót að læra að taka til og smám saman læra þau að
gera verkin vel.
Ég geri ekki eins miklar kröfur hvað þetta varðar og konan mín.
Ég get verið heima í nokkra daga og safnað óhreinu leirtaui í vask-
inn án þess að láta það fara í taugarnar á mér. Mér er alveg sama
þó svolítið drasl sé í kringum mig.
En tekurðu þá í gegn þegar það Fer í taugarnar á þér?
Ég er alinn upp í sveit og í sveitinni er meiri verkaskipting á milli
kynjanna. Ég lærði ekkert um heimilisstörf. Aftur á móti þegar ég
fóríháskólann þurfti égað standa á eigin fótum.Við bjuggum þrír
saman og þaðgekk bara vel. Viðsáum um okkursjálfirog þreifuð-
um okkur áfram með húsverkin. Síðan eignaðist ég konu og þá
voru þessi vinnubrögð allt í einu ómöguleg, þvotturinn krumpað-
ur og of mikill gusugangur við uppvaskið og þess háttar. Þá má
segja að ég hafi farið á mótþróaskeið.
Þegar annað hjóna vinnur úti allan daginn þá verður oft meiri
verkaskipting maður færist undan því að gera húsverkin og segir
til dæmis ,,þú varst nú heima í allan dag" og þess háttar.
HúsmóðurstarFið er líka erFitt og kreFjandi starF, maður verður
líka þreyttur á að sinna því?
Ég veit. Mér finnst margar konur gera sér það erfiðara en það
þarf að vera. Það væri hægt að fara meira, gera meira það er
öþarfi aðeinangra sig heima. Þaðeru aðrarkonursem eru heima-
vinnandi það væri alveg hægt að heimsækja þær og gera þetta
skemmtilegra. Mér finnst margar konur vera hugmyndalausar
þeim dettur ekkert í hug. En að konur séu að gefast upp á körlum
sem ástvinum held ég að sé full mikið sagt. Ég held að það sé mjög
iangtíþað. Ástvinatengsl, þau bönd halda fólki saman. Fólk ræðir
viðkvæm mál sín á milli. Vinahóþur okkar ræðir t.d. oft opinskátt
um kynlíf og það veröur til þess að rætt er heima um ýmislegt sem
betur mætti fara. Ég held að Tslenskar konur láti ekki bjóða sér
kalda tilfinningalausa karlmenn. Þær fara frá köldum mönnum.
Enda held ég að slfkum mönnum haldist ekki á neinni konu. ís-
lenskar konur láta frekar bjóða sér misrétti heima en ekki tilfinn-
ingaleysi.
Heldur þú að það sé ekki til óánægja meðal kvenna á íslandi?
Jú hún er eflaust til en ekki meðal ungra kvenna. Við vitum að
fólk yfir fimmtugt ræðir til dæmis ekki kynlffsmál. Eldra fólk er lok-
aðra.
Þetta er geggjaö þjóöfélag
Hvernig myndir þú vilja haFa það. hvert er Fyrirmyndar Fjöl-
skytdumynstrið?
Að bæði geti unnið úti og karlaryrðu þá að fara inn í kvennastörf
þ.e. bæði hjónanna taka til hendinni á heimilinu. Segjum aö við
ynnum sleitulaust til fimm og færum sfðan bæði T húsverkin. Þetta
er í rauninni geggjað þjóðfélag.
Mér heyrist ekki mikið pláss Fyrir börnin í því samFélagi, bara
vinnu?
Ef við værum sterkrík þjóð og bæði gætu verið T hálfu starfi og
skipst á að sinna heimilinu og börnunum, það væri auðvitað best.
Myndirðu skipta um hlutverk við konuna þína, sjá um heimilið
og hún yrði Fyrirvinnan?
Nei. Konurnar eru meira heima þvf karlarnir eru með hærri laun.
Ef ég hefði ekki klárað mitt nám og hún væri með menntun sem
gæfi eitthvað af sér þá kannski yrði ég heimavinnandi. En konan
mTn hafði áhuga á menntun sem gefur ekkert af sér.
Konur eru ekki nógu harðar
Er það þá þess vegna sem karlar vilja ekki hækka laun kvenna?
Eru lágu launin þá til þess að halda konum niðrí?
Nei, konureru bara ekki nógu harðaraf sér. Það er hægtað hafa
upp úr þvf að vera félagsráðgjafi. Til dæmis er félagsráðgjafi hér
T bæ sem vinnur við það að fara með börn til þess foreldris sem
ekki hefur forsjá yfir þeim. Þessi félagsráögjafi er í þessu á eigin
vegum og vegna þess að enginn annar fékkst í þetta fær hann vel
borgað. Það vill svo til að hann er karlmaður. Svona væri hægt að
hafa það en konur eru ekki nógu harðar.
Ertu viss um að þetta starF haFi staðið kvenFélagsráðgjaFa til
boða?
Ég veit það ekki. Laun ráðast af þrennu, hefð, menntun og fram-
boði og eftirspurn. í starfi félagsráðgjafa er hvorki hefö né næg
eftirspurn fyrir hendi. Það er svo mikið framboð af félagsráðgjöf-
um og eftirspurnin svo ITtil og þar af leiðandi eru launin svo lág.
Ef hægt væri að venja fólk á að leita til félagsráðgjafa þegar eitt-
hvað bjátar á alveg eins og fólk leitar til lögfræðinga til að inn-
heimta skuldir þá myndi eftirspurnin aukast og launin hækka.
EFvið lítum á þetta útFrá umönnunarstörFum almenntþá ernóg
aFgömlu Fólki til að líta eFtir og nóg aF börnum. Það er mikil eFtir-
spurn eFtir Fóstrum og nóg aF vandamálum sem Fólk á í erFiðleik-
um með aö leysa. Hverjir eru það sem stjórna eFtirspurninni?
Fólk kemst einhvernveginn út úr þvT ef aldraðar mæður þeirra
þurfa ummönnun. Þaö er vandamálið, fólk leysir þetta á annan
hátt. Hvers vegna veit ég ekki.
Gott samstart á léttum nótum
Það kom Fram í könnun Share Hite að 92% karía tali niðrandi
til kvenna (tali niður til kvenna). Heldurðu að það eigi við hér á ís-
landi líka? Tala íslenskir karlar niður til kvenna?
Ég vinn á stórum vinnustað og þar er gott samstarf milli kynj-
anna, samstarf á léttum nótum. Við höfum rætt um svona mál og
ég held að þessi umræða um kynferðislegt ofbeldi á vinnustöðum
sé út T hött. Það er sko allt kallað kynferðislegt ofbeldi sem fer T
taugarnar á konum. Létt grín og daður er bara gaman. Konurnar
á mTnum vinnustaö kunna líka að meta tvíræða klámbrandara þær
eru ekki viökvæmar.
Nú ersagtað konurskilji við karlana sína aFöðrum ástæðum en
þeir við þær. Þeir skilja við konurnar sínar þegar þeir haFa Fundið
nýja en konurnarþegar þær eru búnar að geFast upp á að ná sam-
bandi við þá, jaFnvel þó svo þær elski þá ennþá?
Þetta á ekki við hér. Fólk skilur þegar ástin er ekki lengur fyrir
hendi.
Að iokum ÓlaFur eru íslenskar konur þá ekki reiðar?
Ef litið er á könnunina þá svöruðu 4500 konur af 100.000 kon-
um. Fjóraraf hverjum 100 konum hérá landi eru örugglega reiðar
út T karlana sína. En það eru líka örugglega 4 af hverjum 100 körl-
um reiðir út í konurnar sínar. En aö konur haldi framhjá T leit að
tilfinningalegri nálægð held ég aö sé vitleysa.
bb
13