Vera - 01.03.1988, Qupperneq 15

Vera - 01.03.1988, Qupperneq 15
þessum breytinga tímum veröur maður oft var viö þaö aö ef ein- hver kona ætlar aö ná langt á vinnumarkaöinum þá eru þaö ekki endilega karlmennirnir sem taka því verst heldur aörar konur. Meinardu að samstaöa kvenna sé ekki nóg? Nei, ég er ekki að tala um samstöðuna heldur fordóma og skort á umburðarlyndi. En svo má maður ekki vera meö fordóma út í fordómana og mér finnst þessi barátta kvenna vera aö mjög miklu leyti barátta fyrirgóðum málstaö. En þetta er sjálfsagt slagur og sá sem stendur í slagnum verður oft að halda fram öfgafullum skoöunum til aö fá á sig hlustaö og þó svo aö aðrir séu ekki sam- mála veröur þaö til þess aö þeir fara aö velta þessum skoöunum fyrir sér. Ef þú skoðar þjóöfélag sem er í föstum skorðum og hver hefur sitt ákveöna hlutverk og veit hvar hann eða hún stendur þá er plúsinn viö slíkt þjóðfélag öryggiö. Nú á þessum miklu breyt- ingatímum skilur maöur vel aö ekki síst konum finnist vanta þetta öryggi og fasta punkta því þeir eru ekki til. Fyrirmyndarfjölskyldan Hvernig FjölskyldulíF FinndisF þér ákjósaniegast? í svipuðu formi og er víöast í dag. Ég tel æskilegt aö börn alist upp hjá báöum foreldrum og aö mestu leyti á heimilunum. Nú er ég ekki að segja aö einstæðir foreldrargeti ekkigefið börnum sín- um jafn gott heimili og auðvitað er gott heimili þar sem er aðeins annaö foreldri mikið betra en slæmt heimili meö báöum foreldr- um. Markmiöiö ætti þó aö vera þetta hefðbundna heimili þar sem eru báðir foreldrar. En konur sem sjá ekki fram á aö giftast eiga fullan rétt á aö eignast börn og geta alið þau upp án fordóma og meö aðstoð þjóöfélagsins. Þaö ætti aö vera eðlilegasti hlutur, mér finnst mjöggott þaö sem ég heyrði einu sinni haft eftir breskri pip- armey, hún sagöi ,,Það þarf góöan eiginmann til að vera betri en enginn". Hvernig er þitt FjölskyldulíF? Mitt fjölskyldulíf er þannig aö konan mín er heimavinnandi, með stóru V. Hún er þó aö fást viö ýmislegt annað og gaf til dæmis út Ijóðabók nú fyrir jólin sem hún lagði mikla vinnu í. Hún hefureinn- ig unniö mikiö í hinum og þessum sjálfboöastörfum, en slík störf eru mjög æskileg og mikils viröi fyrir þjóöfélagiö. Sjálfur hef ég þjösnast á heimilislífinu, hef oft verið í mjög krefjandi störfum, þegar ég vann í samningamálunum kom ég oft ekki heim fyrr en þrjú og fjögur á nóttunni og var svo farinn aftur átta og níu á morgnana. Þá var ég líka formaöur Sambands ungra Sjálfstæðis- manna og í kosninga- og prófkjörslag. Þessu og starfinu sem ég er í núna heföi ég aldrei getaö sinnt ef konan mín heföi ekki viljað aö ég stæöi í þessu og veitt mér þann gífurlega stuðning sem hún hefur gert. Karlar vilja gefa konum tækifæri Ræöa karlar jaFnréttismál sína á milli? Já, ailavega T mínum vina- og kunningjahópi. Þeim finnst sorg- lega mikiö um fordóma en þaö eru líka Ijósir punktar. Karlar eru mjög viðkvæmir fyrir jafnréttismálum. Eru þeir hræddir? Nei, þá langar aö gefa konum tækifæri og ráöa þær til dæmis í ábyrgðarstöður. Konur sem standa sig í slíkum stöðum eru ekki síðri en karlar og njóta mikils trausts og eru mjög eftirsóttar T til dæmis félagsstörf. Hitt er svo annað mál að konur eru ekki nógu duglegar aö koma sér á framfæri og hella sér út T karlaheiminn. Þegar ég var formaöur S.U.S. fannst mér alltof fáar stelpur sækjast eftir að komast t stjórnina og reyndi mikiö til aö draga þær inn í starfið. Hentar uppbygging starFanna eF til vill ekki konum ? Jú, T pólitTsku félagsstarfi eru haldnir fundir utan vinnutTma, ef svo stendur á eru börnin tekin meö, á vinnumarkaöinum skarast fundir yfirleitt viö vinnutímann svo aö þaö ætti ekki að vera til fyr- irstöðu. Eiga konur erFiðara með að taka orðið? Það er mjög misjafnt. Þaö eru engu sföur kjaftaskar T hópi kvenna en karla. Eru karlar tilFinningalega kaldari en konur? Nei, það held ég ekki en þeir fá annað uppeldi og tala ekki um ákveöna hluti, bæla frekar tilfinningar sfnar og láta hlutina þegj- andi yfir sig ganga. Heldur þú að samband Feðra og sona sé ólíkt sambandi mæðra og dætra? Ég held aö þaö sé að mörgu leyti ITkt. Þaö getur verið sterkt til- finningalegt samband milli fööurs og sonar og þeir leita til hvors annars ef um erfiöleika er aö ræöa. Ég held þö aö synir ræöi ekki ástamál sín viö feður sfna, þaö held ég aftur á móti aö dætur geri frekar viö mæöur sTnar. Mlnir synir eru nú aöeins nTu og tveggja ára og ég Tmynda mér að þeir leiti jafnt til mfn og mömmu sinnar. Þurfum aö treysta á frjálsa markaðinn Að lokum, Finnst þér hin svokölluðu heFðbundnu kvennastörF metin réttilega til launa ? Þaö er erfitt aö fóta sig á hugtakinu réttlæti. Sjónarmiö fólksins með lágu launin eru mjög skiljanleg. Sem foreldri vildi ég gjarnan hækkuð laun til dæmis kennara og fóstra en ég get ekki séö aö hægt sé aö taka einhverja hópa út úr. Laun kvenna sem vinna T fiski, í verslun og á sauma- og prjónastofum þyrftu þá ITka aö hækka. Hvað er til ráða? Treysta á frjálsa markaðinn frekar en rfkið, losa uppeldis-, mennta- og sjúkrastofnanir aö einhverju leyti undan ríkisforsjá og auka fjárhagslegt- og stjórnunarlegt sjálfstæöi þeirra. Gera þær aö hluta til ríkisreknar og aö hluta til sjálfstæðar. R.E. 15

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.