Vera - 01.03.1988, Qupperneq 17
/ /Z'
Þriðja víddin
Árið 1981 fæddistáAkureyri nýkvennasamstaða, Kvennafram-
boöið, hópur ólíkra kvenna, sem áttu þó sameiginleg grundvallar-
viðhorf. Ýmsum þótti nauðsynlegt að koma okkur fyrir á skalanum
,,hægri — miðja — vinstri", en okkur þótti óhugsandi að við gæt-
um átt heima á þeirri reglustiku. Við kölluðum lifsviðhorf okkar
„Þriðju víddina“.
Sama ár skrifaði Marilyn nokkur Ferguson, rithöfundur og rit-
stýra vestur í Bandaríkjunum, bók sem hún kallar „The Aquarian
Conspiracy" eða ,,samsæri/öndun vatnsberanna“. Bókin fjallar
um hina nýju lifssýn, birtunasem mann/kvenkynið er nú óðum að
uppgötva, og sem skiptir sköpum ef skepnur jarðar vilja eiga sér
einhverja framtíð.
Hún kallar það ,,conspiracy“, samsæri eðasamöndun (upphafleg
merking orðsins), af þvi að orðið conspire á ensku þýðir í raun aö
anda saman, og það segir hún börn jarðarinnar gera í auknum
mæli, í nýja átt. Og hún kallar þau ,,vatnsbera“ eða ,,Aquarians“
vegna þess að spádómurinn segir að eftir myrka öld ófriðar, öld
fiskanna, komi öld vatnsberans, björt og kærleiksrík, þar sem hinn
brennandi eldur og ógurlegi þorsti verður slökktur.
í bókinni vitnar hún i fjölda vísindakvenna/karla, skilgreinda og
óskilgreinda hópa „vatnsbera", bækur og greinar, sem fjalla m.a.
um „þriðju leiðina" eða „þriðju víddina'1, sem hvorki er ti hægri
eða vinstri, hvorki aðferð né stefna, heldur samhengi (context).
Ég held að við Akureyrarkonurnar höfum ekki skiliö til fulls árið
1981 hvað þriðja viddin er, en við vorum meðal þeirra sem höfðu
eygt skimuna. Viö sátum i dimmri gjótu og sáum Ijósið sem féll
inn, leiðina út..., og nú 7 árum síðar hafa svo ótal fleiri séð Ijósið,
einkum konur, en líka karlar. Við gerðum okkur heldur ekki grein
fyrir því þá, að við vorum og erum þátttakendur í hinu mikla al-
heimssamsæri, en það erum við einmitt.
Ný andstaða
Þetta er hið stórkostlega sem ég finn gerast, en svo er það hin
hliðin. Ný andstaða hefur skotið upp kollinum.
Annars vegar er það sú hindrun sem býr í þeim hópi fólks sem
virðist ekkert hugsa, sem svamlar um niðri í gjótunni, með lokuð
augun. Þau tala og tala án þess að segja nokkurn skapaðan hlut,
og þau huga hvorki að fortíð sinni né framtíð.
Hins vegar er Kerfið; i hópi stjórnmálamanna, embættismanna,
vinnuveitenda og verkalýðsforustu er fólk sem mér finnst stund-
um að hafi skilið eitthvað. Fólk sem ég ræði við um mikilvægi jafn-
réttisstarfsins, og sem tekur jákvætt i allt sem ég segi. Þau eru fá
sem tala opinskátt gegn jafnrétti, þau hafa lært að það „gerir
maður bara ekki“.
En málið er látið biða, það er grafiö, ekkert gert... eða því er um-
snúið og það sem upphaflega var ætlað sem aðgerð i þágu
kvenna, er orðið sparnaðaraðgerð eða virkjunarátak, tilgangs-
17