Vera - 01.03.1988, Page 18

Vera - 01.03.1988, Page 18
laust plagg eöa jafnvel aögerö í þágu karla — gegn konum —, í nafni jafnréttisins! Nornin reiða Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, þessum ,,grímuleik“ sem ég verö hvaö eftir annaö — gegn vilja mínum — þátttakandi í. Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna ég tek þaö svona nærri mér, hvers vænti ég eiginlega? ...Ég vænti þess þó ekki aö það nægi aö ég og mínar líkar blístri, og þá veröi okkur færö virðingin, af- rakstur baráttu mæöra okkar á gulldiski. Ég vænti þess þó ekki að við getum sagt okkur úr samfélagi viö „Kerfiö", baráttunni er ekki lokiö. Þaö er tvískinnungurinn sem truflar mig og þaö kom aö því að sú truflun varð svo sterk aö reiðin tók yfirhöndina og varð hluti af mér, hluti af hegðun minni og mótaöi um tíma allt viöhorf mitt til starfsins míns og þess kerfis sem ég verö að vinna í. Nornin í mér óx, og viö urðum ein, og þaö var svo óumræðilega gott... Eftir aö reiöin haföi fengið aö þróast og upplifa mörg full tungl, haföi nornin fengiö aukið innsæi í sjálfa sig og starfsvettvang sinn. En hvað er þaö sem hefur breyst? í hverju felst þessi nýja, óhöndlanlega andstaða? Lítum aöeins til baka... Hið ríkjandi kerfi Enn á ný hefur Eva bitið í epli af vísdómstrénu. Um síðustu aldamót bjó fólk í okkar heimshluta við ýmis og ólík kerfi og menningu. í hverju ríki sat ,,hæst“ hin ríkjandi stétt sem drottnaði í/meö sínu ríkjandi kerfi, yfir hinum fjölmörgu og ólíku stéttum sem voru undir/kúgaðar. í hinu ríkjandi kerfi var þaö þó aöeins helmingurinn sem átti kerfiö og stjórnaöi þvi. Þaö voru karlarnir. Þaö skiptir litlu í þessu samhengi hver hin ríkjandi stétt var hverju sinni. Þá á ég ekki viö aö allar stéttir séu eins, heldur þaö, aö þeir sem ríktu gátu ávallt átt þaö á hættu aö veröa undir, ef þeir sofnuðu á veröinum. Og aö grundvöllur valdakerfisins var víöast sá sami, þ.e. aö einhverjir töldu sig eiga rétt á, og tóku sér það vald, aö drottna yfir öörum. Konurnar voru undir í öllum stéttum og ég hef þá trú aö þær hafi aldrei gert tilraun til aö snúa því viö. Þeirra markmið var í hæsta lagi aö fá aö vera meö, aö fá sömu réttindi og maðurinn viö hlið þeirra, hvort sem hann var bóndi, verkamaður, húskarl eða herra. Auk þess tóku þær gjarna þátt — með körlum sínum — í barátt- unni fyrir því aö fá sama rétt og hin ríkjandi stétt, eða aö velta einu karlakerfi til aö setja annað karlakerfi í þess stað, í þeirri von að þaö yröi betra. Og baráttan færöi þeim aukin réttindi, þau sem karlar þeirra nutu — á pappírnum —, og auk þess færöi stéttabaráttan körlum og konum í öllum stéttum aukin lagaleg réttindi. Konur fengu kosningarétt, og rétt til sömu launa fyrir sömu störf. Svo fengum viö aö reykja, ganga í buxum, sparka bolta, mennta okkur og jafnvel að hafa ánægju af kynlífi, ef viö geröum þaö þannig aö þaö hentaöi körlunum, okkar körlum og annarra kvenna körlum. Kvenna/karla/kerfi Við aðlögum okkur (og gerum enn) karlakerfinu/hinu ríkjandi kerfi, sem við litum upp til, og viö litum niður á okkar eigin raun- veruleika, eymd okkar og kúgun, okkar kerfi, sem við litum ekki einu sinni á sem kerfi, a.m.k. ekki nothæft kerfi. í hundruðir ára höföum viö hjálpað til viö að grafa kerfi okkar, menningu, verðmætum og reglum gröf, meö jafnréttisstarfinu. Það einkennilega er, að líklegast var það mjög nauðsynlegur þátt- ur í þróuninni, og vissulega voru alltaf konur i hópnum sem geröu sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem lá í aðlöguninni. Auövitaö var andstaða, og er enn, gegn þessari tegund eöa þessum hluta baráttunnar, baráttunni sem færir okkur sem ein- staklinga eða hópa inn í karlakerfið, en það er kerfisbundin and- staða, sem nokkuö auövelt er aö átta sig á og bregðast viö, fyrir þau okkar sem þekkja þetta kerfi. Það er andstaða byggö á rökum og þeim er ávallt hægt aö mæta meö mótrökum. Rökfærslan er eitthvað á þessa leið: ,,Konur geta ekki þaö sama 18 og karlar, við erum ólik; konur fæða börn og eru því fatlaðar miöaö viö karla; konur eru ekki eins sterkar og karlar; ef konur vilja eiga börn, geta þær ekki tekið þátt i atvinnulífinu á sama grundvelli og karlar. Þau sem eru elskuleg segja: ,,Konur geta næstum allt sem karlar geta, þær eru næstum fullkomnar.“ Annars vegar höfum viö karlinn, lausan viö fæðingar, umönnun barna og líkamlega veikleika og hins vegar konuna fæðandi, um- faðmandi og blæöandi. Hver fellur betur inn í Kerfiö? Karlinn, aö sjálfsögðu. Það veröum viö aö viðurkenna. Konur hafa þó fallið vel inn í eigið kerfi meö börnum, mat, umönn- un, hversdagsáætlunum og framtíðarundirbúningi. Þær eru svefnlausar sólarhringum saman þegar börnin eru veik, og matar- lausar ef skortur er á fæöu. Þær bera börnin meö sér hverja stund, í líkama sínum, á mjöðmum sér og í huga sér. Hver segir svo aö konur séu veikar? Þær eru sterkar í sínu kerfi! Kvennasamstaðan Konur eru að uppgötva aö raunveruleikinn er ekki einn og óbreytanlegur. Okkar veruleiki er jafn góöur og karla. Ekki endi- lega betri, en jafn góöur. Betri fyrir okkur. Eftir alla þessa löngu, erfiöu baráttu fyrir aö veröa jafnar körl- um, höfum við nú komist svo langt aö viö getum leyft okkur að staldra viö. Viö dokum, lítum innáviö, finnum okkur skoöanir, aör- ar skoðanir og önnur verömæti en karlar. Og viö höfum fundiö hver aöra undir herklæöunum. Ofur varlega höfum viö ympraö á skoðunum okkar hver viö aðra, og uppgötvað aö viö eigum þær ekki einar. Viö tölum saman, við lesum bækur, sem aðrar hafa skrifað. Viö uppgötvum að viö getum speglaö okkur í öðrum kon- um, og til verður ný og óviðjafnanleg kvennasamstaða, sem nær um ,,heima alla“. Enn á ný hefurEva bitið i epli af visdómstrénu. Einsog áður hef- ur hún boðið Adam bita, hún vill aö hann fylgi sér. En vill hann þaö? Eöa verður henni aftur refsað fyrir forvitni sína og uppreisn. Adam lítur svo á aö nýja kvennakerfið hennar Evu, sé bein ógn viö hans kerfi. Skilningur hans á raunveruleikanum er sá, að upp- risa eins kerfis hljóti aö þýöa fall annars. Vissulega eru þeir karlar til sem vilja fella núverandi kerfi, og

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.