Vera - 01.03.1988, Qupperneq 22
„Konur sætta sig ekki lengur
viö það að horfa upp á eða láta
bjóða sér þær kennsluaðferðir
sem hafa viðgengist og EIGA
að vera fyrir allar manneskjur,
en virðast miðast við og taka
tillit til reynslu karlmanna og
stráka, Þetta verður sífellt aug-
Ijósara. Því hefur víða, m.a. á
Norðurlöndunum verið unnið
að verkefnum og könnunum,
þar sem gerðar eru tilraunir
með nýjar og manneskjulegri
kennsluaðferðir, þar sem
gengið er út frá reynslu, óskum
og kröfum kvenna." Þessi við-
horf liggja að baki þema frétta-
bréfs BRYT samnorræna jafn-
réttisverkefnisins Brjótum
múrana, í október. „Kvenna-
kennsla" er yfirskrift þemans
og birtir fréttabréfið fjölda
mjög athyglisverðra greina um
þetta efni. Meðal þeirra má
nefna eina um gagnrýni á
kennslustefnu vinnumarkaðar-
ins, aðra um karlkyns kennara
og kvennakennslu, enn eina
um kynskipta kennslu og er þá
ekki allt talið, Ýmist annað efni
er í fréttabréfinu, einkum af
störfum og verkefnum BRYT,
ráðstefnur sem á döfinni eru
o.fl. Fréttabréfið er í tfmarits-
formi og hið myndarlegasta og
kemur út 2svar til 3svar á ári.
BRYT fór af stað árið 1985
og er fjögurra ára verkefni Nor-
rænu ráðherranefndarinnar.
Tilgangurinn er að þróa og
prófa aöferðir til að brjóta nið-
22
ur kynskiptingu á vinnumark-
aðnum. Annar tilgangur BRYT
er að norrænu þjóðirnar skipt-
ist á reynslu en það gerist ein-
mitt gegn um fréttabréfið og
með skýrslum og ráðstefnum.
Vert er að benda áhugafólki um
jafnrétti og kvenfrelsi á frétta-
bréfið en það er hægt að fá
ókeypis á skrifstofu BRYT hér-
lendis, Kaupvangi v/Mýrarveg
á Akureyri. STminn er (96)
26845. Það er Valgerður
Bjarnadóttir sem er verkefnis-
freyja hérá landi en auk hennar
starfar Guðrún HallgrTmsdóttir
sem ritari á skrifstofu BRYT á
Akureyri og það eru jafnh-amt
þær sem þýða og sjá um ís-
lenska útgáfu fréttabréfsins.
Hvaö er aö gerast
hjabrjotummúrana?
Finnland.
Þar er BRYT verkefnið að
koma af stað tveggja ára nám-
skeiði um jákvæða mismunun
fyrir konur, með þeim starfs-
mönnum ráðuneytisins sem
sjá um starfsmenntunarmál.
Einn fulltrúi frá hverju vinnu-
málasvæði tekur þátt T nám-
skeiðinu. Það hófst með undir-
búningi fyrir ráðstefnu BRYT
verkefnisins T Hásselby T des-
ember s.l., en þátttakendur
fóru saman þangað. Nám-
skeiðið verður sföan uppbyggt
af þremur námsstefnum á ári
og verkefnum á milli þeirra.
Noregur.
Stelpur T karlastörfum — er
BRYT á réttri leið?
2500 stelpur og 2500 strák-
ar sem fóru í iðnnám fyrir 5 og
10 árum verða spurð um
náms- og starfsferil sinn til
dagsins Tdag. Könnunin veröur
gerð af SSB (norsku hagstof-
unni) T maT 1988. Með könnun-
inni verða einnig unglingar sem
tóku þátt T aðgerðum vinnu-
málayfirvalda sem miðuðu að
þvT að fá stelpur til að velja
óhefðbundin störf.
Svfþjóð.
Þar er veriö að skipuleggja
starfsmæðrakerfi fyrir konur
sem eru að fara útí4ra ára nám
á tæknibraut. Konur í atvinnu-
ITfinu sem hafa þá menntun
sem konurnar eru að afla sér,
veita 2—3 konum aðstoð sTna
einu sinni á önn. Þann 27.
október hittu konurnar starfs-
mæðurnar. Auk þess hittast
þær allar að kvöldlagi einu
sinni á önn. í haust var það
þann 18. nóvember.
ísland.
Á íslandi hefur meðal annars
verið kennaranámskeið um
stöðu kynjanna T skólum.
Grunnskólunum á Akureyri
var boðið að senda 3—5 kenn-
ara á 216 dags námskeið T nóv-
ember. Þaö var Menntamála-
ráðuneytið, Endurmenntunar-
deild K.H.Í. og Brjótum múrana
sem stóðu að námskeiðinu. 14
kennarar tóku þátt.
Danmörk.
Meðal þess sem þar hefur
verið bryddað upp á eru nám-
skeið f fyrirtækjarekstri fyrir
KONUR HÓPAST
TIL OSLO
Um mánaðarmótin júlT—
ágúst munu þúsundir nor-
rænna kvenna fylla götur,
tjöld, sali og garða Oslóborg-
ar. Þar verður haldin mikil
kvennaráðstefna sem hlotið
hefur heitið Nordisk forum.
Á kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna sem haldin var
T Narobi T Kenýa á lokaári
kvennaáratugsins 1985, var
ákveðið að skora á konur T
ýmsum heimshlutum að
halda verkinu áfram og hittast
á minni ráðstefnum. Norður-
landakonur eru ekki vanar að
láta sitt eftir liggja og nú T
sumar verður látið til skarar
skríða.
Á Nordisk forum verður allt
mögulegt á dagskrá sem
snertir ITf og starf kvenna. Þar
verður rætt um konur og
verkalýðsmál. launamálin,
konur. Þetta eru þrenns konar
námskeið, öll helgarnámskeið:
— Stutt 20 tTma „á ég/á ég
ekki" námskeið.
— Kynningarnámskeið 80
tfmar.
— Framhaldsnámskeið 120
tfmar.
23 konur luku kynningar-
námskeiði fyrri hluta árs 1987.
Af þeim stofnuðu 6 fyrirtæki,
10 eru að vinna að stofnun, 4
eru óákveðnar, en 3 eru hættar
við. Kynningarnámskeiðin eru
á vegum Teknologisk Institut
(Iðntæknistofnun), sem mun
gefa út skýrslu um fyrsta nám-
skeiðið T byrjun árs 1988.
Fyrirtækjanámskeiðin halda
áfram 1988 og 1989. BRYT
fylgist með þátttakendunum
allan tfmann.
Þessar fréttir eru meðal þess
sem fram kemur T nýjasta
fréttabréfi norræna BRYT
verkefnisins.
vinnuaðbúnað, þar verður
starfandi friðartjald þar sem
allar hliðar friðarmálanna
verða ræddar og settar fram
tillögur sem varða framtTðina.
Hvers kyns listir verða T há-
vegum hafðar, fyrirlestrar
verða fluttir og erlendar
merkiskonur munu koma T
heimsókn. Þar má t.d. nefna
lækninn Helen Caldicott sem
er heimsfræg vegna starfa
sinna að friöarmálum. Von
mun vera á Isabelle Allende
og þannig mætti lengi telja.
FortTð — nútTð og framtTð
verða skoðaðar frá ýmsum
hliðum og eins og nærri má
geta verður glatt á hjalla. Ekki
mun vanta söng og dans.
Frá þvl T haust hafa hópar
Tslenskra kvenna unnið að
undirbúningi að hálfu íslands.
Búist er við þátttöku
hundruða íslenskra kvenna
en það fer væntanlega
nokkuö eftir kostnaði hver
þátttakan verður. Ef ÞÚ hefur
áhuga geturðu haft samband
við verkalýðsfélagið þitt (þau
eru mörg hver með í ráðum)
eða fengið upplýsingar hjá
Guðrúnu Ágústsdóttur starfs-
manni Nordisk fórum hér en
hún hefur aðsetur á skrifstofu
Jafnféttisráðs. Sjáumst í Osló
T sumar.
K. Ástg.