Vera - 01.03.1988, Side 24

Vera - 01.03.1988, Side 24
Andrea Gylfadóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1962, fluttist fljótlega til Akureyrar og þaðan til Akraness 7 óra, þar sem hún byrjaði að nema það sem hún er nú þekktust fyrir . . . þ.e.a.s. tónlist. Reyndar byrjaði hún ekki ó söngnum fyrir alvöru fyrr en hún að óeggjan Guðmundu Elíasdóttur, sem hún segir hafa gefið sér mikið, fór í Söngskólann í Reykjavík. Andrea lauk þaðan lokastigi í fyrra, um leið og hún var að stíga sín fyrstu skref með hljómsveitinni Grafík. Vera sótti Andreu heim í líki nöfnu hennar til að glugga í þessi ólíku (?) söngmól og annað það sem hugsanlega bæri ó góma. „Hafði ekki meiri áhuga á rokki en hver annar...“ ,,Ég er eiginlega í biöstööu núna . . . annars er ég dálítið að fást við að syngja djass, eftir klassíkina og poppið, og vil gjarn- an halda því áfram. . . Grafík er hætt að starfa, að minnsta kosti tók ég því þannig. Mörgum finnst synd að þessi hljómsveit skuli leggjast niður og það voru reyndar skiptar skoðanir innan hljómsveitarinnar um það en samþykkt að lokum.“ — Hvað fannst þér sjálfri? ,,Ja, mér finnst þetta dálítið endasleppt, gæti alveg hugsað mér að starfa áfram í rokkbandi, en tímabundið reyndar. Það er mjög lýjandi — maður vinnur þegar aðrir eru að skemmta sér. Ég varð til dæmis alveg hissa hvað það er mikil áreynsla að koma fram . . . maður syngur svona í klukkutíma hvíldarlaust, og oft lengur, kófsvitnar, og svo er allt búið eins skyndilega og það byrjaði . . . sjálfur er maður dauðþreyttur, en hátt stemmd- ur — mjög skrítin tilfinning. Og svo er fleira samfara þessu sem ég hafði ekkert hugsað um áður, eins og að fylgjast meö vin- sældalistum og hlusta eftir hverskonar lög fólk vill heyra . . . ég þurfti að setja mig inn i svona mál. Áður en ég byrjaði í Grafík hafði ég ekki meiri áhuga á rokki en hver annar . . . eiginlega minna en það — ég átti ekki einu sinni plötuspilara og á ekki enn — bara kasettutæki og ómerkt- ar kasettur. Aðalsamskipti min við svona tónlist hafa verið þau að ég byrjaði snemma að syngja með útvarpinu og hef ennþá þann ósið — þurfti alltaf að radda allt sem ég heyrði . . . hef 24 alltaf átt auðvelt með að læra laglínur, en fór ekki að hlusta sérstaklega eftir textunum, fyrr en nú i seinni tíð.“ —Hefurðu aldrei átt þér neinn uppáhaldsflytjanda — mér dettur t.d. í hug að Nina Hagen gæti hafa haft áhrif á þig. . . ? ,,Ég hef alltaf haft gaman af Ninu en skil nú ekki að okkur skuli líkt saman — það eina sem við eigum sameiginlegt er að hafa lært klassískan söng. Annars hef ég mjög víðan músik- smekk — það er til bæði falleg og leiðinleg tónlist á öllum sviðum — hundleiðinleg ekkert síður í klassísku deildinni en annars konar músik. Eina tegundin sem hefur ekki náð til mín er diskóið." — Nú hefur þú bæði sungið klassík og dægurlög — er annað formið auðveldara viðfangs en hitt? ,,Nei, þetta getur allt verið erfitt, en auðvitað er munur á hverju formi. Klassiskur söngur er agaðra form, fágaðra og jafn- framt afmarkaðra — eftir vissri formúlu. í rokki, djassi eða blús er leikið meira að rödd og laglínu —söngvarinn stjórnar ferðinni meira sjálfur — í klassíkinni fer hann eftir hefðum. En það er svo auðveldara að fela það í annars konar söng en klassískum ef maður er illa upp lagður." — Hvað finnst þér um þá fordóma sem unnendur klassiskrar tónlistar hafa oft gagnvart rokki og öfugt? ,,Ég hef ekki orðið vör við þannig fordóma gagnvart sjálfri mér, en held að þeir stafi af þekkingarskorti — öll músik er

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.