Vera - 01.03.1988, Side 25

Vera - 01.03.1988, Side 25
einfaldlega ekki eins, — fólk er bara gjarnt á aö alhæfa og setja alla dægurtónlist undir einn hatt eöa þá klassík." — Ertu ánægð meö plötuna sem þú söngst inn á meö Grafík? ,,Já, aö mörgu leyti . . . hún er fjölbreytt hvað varöar leik, söng og lagauppbyggingu, en þrátt fyrir að lögin séu ólík er á henni heildarsvipur. Kannske heföi hún þó orðið betri ef ég heföi verið búin aö syngja meira með hljómsveitinni . . . ég byrjaði aö syngja meö þeim í stúdíóinu — lenti strax í plötuupp- töku. Þá var ég líka i lokaprófi í Söngskólanum, að Ijúka áttunda stigi — þaö má segja að það jafngildi stúdentsprófi. Þetta var dálítið erfitt og mér finnst þaö koma fram á plötunni . . . kannske er klassíska áferöin óþarflega mikil sumsstaðar. Annars eru skiptar skoðanir á því — sumum finnst flott aö fá í Þetta klassískan tón, öörum asnalegt.“ — Þú þóttir hinn efnilegasti sellóleikari — hefuröu alveg lagt hljóöfæraleik á hilluna? ,,Eg hef ekki komiö nálægt sellói í 3 ár — á ekki selló sjálf, og Þar að auki var meira en nóg aö gera í Söngskólanum. Ég byrjaði reyndar á aö læra á sýlófón, 7 ára, en man lítið eftir þvi — og lærði svo á fiðlu, sem er gott fyrir tóneyrað. En ég hef alla tiö verið syngjandi. Ég er elst af 7 systkinum og var sífellt aö stjórna þeim í söng — það er til dæmis gott ráö viö bilveiki aö láta fólk syngja, a.m.k. hreif það vel á halarófuna í rúgbrauöinu okkar. Annars segir mamma aö ástæöan fyrir aö ég er sú eina af systkinunum sem haldið hef áfram í tónlist sé sú aö ég hafi drepið niður áhugann og viljaþrekiö hjá þeim af því aö ég hafi gagnrýnt þau svo mikið og verið svo hörö og nákvæm, en þaö held ég að hljóti að vera bull og vitleysa. Fjölskylda min býr nú í Noregi — fór þangað 1980, en ég varö eftir hér í Reykjavík . . . eignaðist son tveim árum síðar, 18. apríl . . . var jafngömul og þegar mamma átti mig . . . ætli þetta erfist ekki til hans?“ — Er rokkið alltaf jafn mikill karlabransi? ,,Ja, ég bjóst aldrei viö ööru svo aö það kom mér ekki á óvart . . . allar aðstæður eru einhvern veginn sniönar fyrir karlmenn, en mér finnst þaö svo sem ekki skipta máli þegar maður er aö vinna aö einhverju sem er áhugavert hvort unniö er meö körlum eöa konum — en ég held að þaö hljóti aö vera ööru vísi að vinna meö kvenfólki — þaö væri örugglega öðruvisi mórall í hljóm- sveit þar sem væri karlkyns söngvari og kvenkyns hljóöfæra- leikarar. En af einhverjum ástæöum endist kvenfólk ekki eins lengi í þessu og karlmenn — kannske er þetta bara svona lífseig hefð.“ — Heldurðu að enn sé talað um söngkonur í hljómsveit sem ,,bara söngvara", sem nokkurs konar aukaliðsmenn? — Ég veit ekki, en þaö vakti a.m.k. fönguö á Borginni einu sinni eftir Grafíkur-konsert þegar ég kom fram og söng eitt lag við eiginn gítarundirleik. Fólk talaði mikiö um þetta, en þaö varð aldrei úr aö ég endurtæki það . . . en talandi um karlamóral er 25 Ljósmynd: Elin Rafnsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.