Vera - 01.03.1988, Side 28
EG VAR
KOMIN
TIL AÐ
SKEMMTA
MÉR
Þokan vefur sig um fjöllin og regniö skellur á götunni. Drullu-
pollarnir mynda tjarnir sem búa sig undir aö grafa sér leið og sam-
einast ánni sem rennur eftir miöju þorpinu oní sjó. Heldur ein-
manalegt er um aö litast, ekki sála á ferli enda klukkan farin aö
halla í níu og fréttirnar í sjónvarpinu rétt byrjaðar.
Ég rölti eftirgötunni, sparka steini á undan mér og laet minning-
arnar rúlla í gegnum huga minn; hlæjandi andlit birtast hvert af
ööru, krakkar á hlaupum niður í fjöru, strákar aö setja út fleka,
krakkar á veiöum meö sveran snærisspotta og stóran öngul
hnýttan við annan endann.
TUTTUGU ÁR. Heil tuttugu ár. Þaö var langur tími.
ígær þegarég vará labbi um bæinn þekkti ég bara fjóröa hvern
mann og þá bara þá sem voru eldri eöa á sama reki og ég. Ég vaföi
regnslánni þéttar að mér og tók stefnu niður í fjöru.
Sara vinkona haföi flutt hingað fyrir þremur árum síöan meö
gömlum skólabróöur mínum héöan og þau létu pússa sig saman
í fyrradag, svo að ég haföi tekið mér frf úr vinnunni til aö heim-
sækja þau og skoöa mig um á æskustöðvunum.
Ég var tíu ára þegar viö fluttum héðan. Pabbi haföi fengiö vinnu
í Reykjavík hjá bróður sfnum sem átti bflaverkstæði og mamma
var guðsfegin aö geta flutt. Hún haföi komið hingaö meö pabba
ung stelpa og aldrei kunnað almennilega viö sig, eignaöist engar
vinkonur og einangraði sig frá umheiminum.
Hrollur fór um mig þegar ég nálgaðist sjóinn, einhver órói greip
mig, minningabrot skutust upp f kollinn á mér, hvert af öðru; grát-
ur, hlátur, grátur, kuldi, feitt andlit, bólugrafiö...
Nei! Ekki hugsa. Ekki núna.
Ég var komin hingaö til að hitta góða vini, til aö skemmta mér
28
en ekki til aö rifja upp óþægilegar minningar, ekki til aö detta niður
í sjálfsmeöaumkvun eins og Palli nefndi það þegar ég gat ekki sof-
iö hjá honum.
Ég tók stefnuna inn eftir fjörunni áleiöis heim. Þetta var löngu
liðin tíö og kominn tími til aö gleyma, ,,læra aö lifa meö þessu" —
eins og Palli sagöi.
Eftir því sem innar dró varö óttinn sterkari, hjartaö barði svo fast
aö mig verkjaði, en eitthvað dró mig áfram, nær staönum.
Hún stóö viö steininn, renndi hendinni eftir honum annars hug-
ar, regnið rann niöur úr hárinu, niöur andlit hennar. Hún var um
þaö bil tíu ára. Ljósiö sem yfirleitt er í augum barna var slokknað
og hún tók ekki eftir neinu í kringum sig. Viö fætur hennar lá
brúnn, lítill poki, söndugur.
Ég lokaöi augunum, opnaöi, lokaöi — en hún var þarna enn.
Blóðið þaut upp f höfuö, allt varö svart, hjartað hamaöist eins og
þaö væri að springa. Minningarnar tróöu sér fram... TÁTAN MÍN,
rigningin, kuldinn, tátan mf...
Þaö rigndi. Hún haföi fengið nokkur bæjarblöð til aö selja og
skokkaði nú alsæl eftir drullupollunum. hús úr húsi, meö blöðin
undir hendinni.
Salan gekk vel. Þetta var fjölmennasta blaöiö í bænum því að
flestir voru á sömu skoðun í pólitík, voru á sömu skoöun og Villi
í búðinni því aö hann var ríkasti maöurinn í bænum. Þeir sem ekki
studdu hann voru kallaðir ,,kommar" og voru aumustu letingjar
eöa „sértrúarsinnar" — þeirra á meðal var pabbi hennar.
Klukkan var tólf og fólk farið aö tínast í mat, nema nokkrir karlar
sem notuöu matartímann til aö ræöa verkalýðsmál og aöra pólitík
utan viö beitingaskúrinn hans Gauja gamla. Hún tók stefnuna