Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 29
Smásaga
eftir
Stellu Hauksdóttur
þangað því að Gaui keypti alltaf blaðiö. ,,Eg vil fylgjast með öllum
málum," sagði hann, þegar félagar hans stríddu honum á mál-
gagni bæjarbúa.
— Viltu kaupa Frelsiö?
— Já, já, Dísa mín, ert þú byrjuð að selja bæjarblaöið?
— Já, mig vantar pening fyrir Reykjavíkurferðina, ég ætla að
kaupa mér svolítið.
— Já, Reykjavíkurferöina, sagði Gaui, hvenær fariö þiö?
— í sumar, þá bara til aö skoða íbúð, og pabbi vill skoða vinnu-
staðinn sinn, það verður ein vika.
Gaui rétti henni tvær krónur.
— Það er skömm aö láta krakka selja í svona veðri. Þeir heföu
getað frestað söludegi til morguns, því ekki þurfa þeir að óttast
samkeppnina, en þetta er þeim Ifkt, fhaldinu, barnaþrælkun, þaö
er þeirra sérsvið, bara aö peningarnir komi inn, þá skiptir allt ann-
aö engu máli.
— Æi, Jón minn, haföu ekki svona fyrir barninu, hún á eftir aö
mynda sér sína skoðun þegar hún verður eldri, sagði Gaui gamli,
en brosti svo til Jóns. En þetta meö barnaþrælkunina er rétt hjá
þér Jón minn, já, aldeilis rétt.
— Ertu búin aö selja mörg blöö, Dísa mfn? spuröi Jón.
— Jaaneei. Sjö með þessu. Ég á þrettán eftir.
Hún saug upp í nefiö.
— Heyröu Dísa, nú skal ég segja þér nokkuð. Þegar ég var f
þessum bransa, kepptumst við strákarnir við að selja tvö blöð í
sama húsinu, þar sem voru bæði efri og neðri hæð eins og til
dæmis hjá kaupmanninum. Fyrst fórum við upp til frúarinnar og
svo niður í verslun til kaupmannsins. Það brást ekki aö þau keyptu
bæði. Frúin spurði alltaf hvort við værum búnir að fara niður. Við
sögðum .,nei“ og þá keypti hún.
— Ég þori þetta ekki. Þaö gæti komist upp.
— Þau tala ábyggilega aldrei saman. Og þau eiga nógan pen-
ing. Nú, svo styrkja þau bara sig og sína í leiðinni.
Jón hló innilega að eigin snjallræði. Gaui brosti í kampinn, svo
fóru þeir inn I beitiskúrinn.
Hús kaupmannsins var á þremur hæöum; búöin á neöstu hæö,
íbúö hjónanna á miðhæðinni og tvö elstu börnin bjuggu efst uppi.
Einn son áttu þau sem var þroskaheftur og bjó aðeins hjá þeim
yfir sumariö.
Hun hikaði aðeins áöur en hún lagöi í tröppurnar; átti hún aö
þora. Já, ,,allt að vinna, engu aö tapa“, eins og pabbi hennar sagöi
alltaf. Hún saug uppí nefið, beit á jaxl og strunsaði upp tröppurnar.
Ding-dong. Henni fannst heyrastallt of háttf bjöllunni. Það hlyti
að heyrast niður í verslunina. Það heyrðist fótatak að innan, svo
opnuðust dyrnar.
— Viltu kaupa Frelsiö?
— Ertu búin aö fara niður? Henni fannst frúin horfa í gegnum
sig. Ósjálfráttsetti hún handarbakið yfir enniö eins og til aö strjúka
burt bleytu.
— Neiii, nei.
Frúin fór inn til aö ná í peninga.
— Geröu svo vel, Dísa mín. Gangi þér vel aö selja.
Hún tróð peningunum ofan í vettlinginn hjá hinum, ákvað svo
aö fara i húsin í kring, áöur en hún færi til kaupmannsins.
Hann stóö viö afgreiðsluborðið og viktaði kremkex í eins kfló
poka. Snöggvast kom þaö upp í huga hennar hvaö talað væri í
29