Vera - 01.03.1988, Qupperneq 30
þorpinu um þau hjón: „Hvernig skyldi Villi, þessi ístrubelgur, hata
náðíhana Lóu, þennan líka myndarkvenmanninn. Þykkt, hrokkið
hárið stóð út í loftið og bólugrafið andlitið var rautt og þrútið.
Hann var lítill og samanrekinn og virkaði því mun feitari en hann
var.
Lyktin í Villabúð var sérstök; allt blandaðist saman, lykt af
kryddi, kexi, kjöti, harðfiski og hákarli auk ýmiss annars góðgætis.
Krökkunum fannst hún góð og á sunnudögum þegar bíópening-
arnir komu, settust þeir í gluggann í Villabúð og drukku appelsínu-
límonaði og borðuðu Kónga.
Hann leit upp þegar hurðin lokaðist á eftir henni.
— Hvað vantar þig Dísa mín?
— Viltu kaupa Frelsið?
Hún leit niður á gólfið, sparkaði með tánni f ímyndaöan stein,
svolítið samviskubitgerði vartviðsig, en hún átti bara fimm blöð
eftir og langaði að skila á undan Gerðu, vinkonu sinni.
— Kostar ennþá tvær krónur, er það ekki?
— Jú. Júú. Bara tvær krónur, sagöi hún og tvísteig svona til að
sýna honum að hún væri að flýta sér.
Hann brosti til hennar.
— Hvernig hafa foreldrar þínir það, Dísa mín? Eru þau ekki vel
frísk? Einhver sagði mér að þið væruð að flytja suður.
— Já, við skreppum fyrst í sumar til að skoða. Hún slakaði að-
eins á. Svo flytjum við kannski í haust.
— Jæja, ég missi þá einn af mfnum ágætu kúnnum? Svona er
það, fólk kemur og fer, kemur og fer. En heldur þú að þau hafi það
eitthvað betra þarna fyrir sunnan, Dísa mín. Er þetta ekki bara
tfskualda að æða svona suður?
— Ég veit það ekki. Dóra vinkona segir að það sé gaman að búa
fyrir sunnan. Ég verð f sama skóla og hún ef við flytjum.
— Jæja, tátan mín. Þetta er þá eitt af síðustu skiptunum sem
þú kemur í búðina. Ég ætti aö bjóða þér uppá límonaði og súkku-
laði. Sestu inn í kaffiskonsuna og svo held ég þér smá kveðju-
veislu.
Hún varð hálf vandræðaleg, en settistinn íkaffiskonsuna. Henni
dattíhugaðsegja honum að frúin hefði verið búin að kaupa blað-
ið, en ákvað svo að hinkra þangað til hún væri búin með límonaðið
og súkkulaðið.
Hann kom inn eftir stutta stund með góðgætið og setti fyrir
framan hana.
Kompan var þröng; tvær hillur með alls konar dóti; kaffi, mjólk,
kexi, súkkulaði. Svo var borðið og tveir kollar sem þau sátu á.
— Þú ert að verða stór, Dfsa mfn. Já og farin að þroskast svolít-
ið. Hann strauk henni um vangann. Bráðum fullorðin, hélt hann
áfram.
Það fór um hana ónotaleg tilfinning og hún þrýsti sér nær
veggnum til að losna við hendina.
— Þú þarft ekki að vera hrædd, tátan mín. Ég ætla bara að vera
þér góður. Þú ferð bráðum að yfirgefa okkur.
Hann lyfti henni upp á hné sér.
— Ég ætla að sitja undir þér, svo þú eigir auðveldara með að
ná upp á borðið, tátan mín. Svona, svona, nú áttu að ná.
Hann raulaði lagstúf, strauk henni um kinnina og hossaði fætin-
um. Hendur hans voru þykkar og sveittar og færðust yfir líkama
hennar, undarleg hljóð heyrðust frá honum öðru hvoru. Hún
reyndi að ýta höndunum frá sér og láta sig renna af hnjánum en
hann herti þá takið um mitti hennar.
— Hættu! Ekki gera þetta. Þetta má ekki. Hættu. Þetta er vont.
Hættu.
Hún kjökraði.
— Svona tátan mín. Ég vil bara vera þér góður. Hann andaði
slitrótt. Ekki vera hrædd, ég gef þér fullan poka af gotti á eftir, full-
an, brúnan poka.
Hann stundi.
Hún reyndi að ýta höndunum burtu en hann herti fastar að með
hinni hendinni.
Hún var byrjuð að gráta.
— Svona, svona tátan mín. Vertu róleg, annars verð ég vondur.
Já, mikið vondur. Heldurðu að ég viti ekki að þú varst að reyna að
selja okkur blaðið tvisvar. Ég ætti að kæra þig.
Hún þorði ekki að hreyfa sig, sat máttlaus og reyndi að hugsa
um eitthvað annað.
Hann var orðinn svo skrítinn; andlitið þrútið, slefa lak niður hök-
una á honum, alls konar hljóð brutust uppúr honum.
— Mátt ekki — vont — hættu!
— Gott, tátan mfn, gott. Vertu góð við mig, tátan mín.
Hann dró buxurnar niður um hana, eitthvað kom við hana, hann
stundi og svo fann hún eitthvað blautt renna, sogandi hljóð kom
frá honum og svo varð allt hljótt. Hann var hættur að hreyfa sig
og hafði losaö takið um magann á henni. Hún reyndi aö toga bux-
urnar upp um sig en hendurnar runnu máttlausar niður með hlið-
unum.
Hann stóð upp, hífði þær upp um hana í einum rykk svo að bol-
urinn og peysan stóðu uppúr.
— Þú kjaftar ekki. Þá kæri ég þig. Ef þú kjaftar þá trúir þér eng-
inn. Þú veist það. Enginn myndi trúa þér og ég meiöi þigef þú vog-
ar þér að minnast einu orði á þetta.
Hann fór fram íbúð, kom til baka með stóran, brúnan poka, full-
an af sælgæti.
— Þú vildir þetta, er það ekki? Jú. Þú vildir að ég væri góður við
Þ'g-
Hún stóð ennþá á miðju kompugólfinu, starði á vegginn, andlit-
ið tómt, augun starandi — eitthvert.
Hann setti pokann í aðra hendina á henni, blöðin undir hand-
legginn, svo tók hann tvær krónur upp úr vasanum og tróð f vettl-
inginn. Hann tók um axlirnar á henni og ýtti henni út úr búðinni
um leið og hann tók úr lás.
Hún stóð skjálfandi fyrir utan búðina með blöðin íannarri hend-
inni og brúna pokann f hinni. Hún fann ekki fyrir kuldanum, horfði
í átt að beituskúrnum eins og hún hygðist fara þangað, en tók svo
allt í einu á rás niður í fjöru. Lengi sat hún á steininum, horfði út
á sjóinn, þorði ekki að hugsa neitt. Henni var orðið kalt, sælgætis-
pokinn lá við fætur hennar. Hún stóð upp. Hún byrjaði að traðka
á pokanum, öskrið braust út, hún öskraði, sparkaði, stappaði,
öskraði.
Brúni pokinn og gottiö tróðust niður í sandinn.
Svo rölti hún af stað til að skila því sem eftir var af Frelsinu.
30