Vera - 01.03.1988, Side 31

Vera - 01.03.1988, Side 31
Heimsókn hjó Síðastliðið sumar var mikið um heimsóknir til okkar í Kvennahúsið Hótel Vík. Gestirnir voru bæði er- lendir og innlendir, en alveg ótrú- lega mikið af erlendu frétta- og blaðafólki. Ein úr þeim hópi var Joanne Edgar, hún var send til ís- lands af tímaritinu Ms. í Bandaríkj- unum til að skrifa grein um Kvenna- listann og Island. ,,Ms. For a better world“ eöa ,,Fr. Til aö gera heiminn betri“, er tímarit sem kemur út tólf sinnum á ári og hóf göngu sína áriö 1972. Það voru þær Joanne Edgar og Gloría Steinem sem áttu mestan heiöurinn af að kanna móttökur og ráðast i aö gefa út feministablað í Bandaríkjunum og hafa starfað óslitiö viö þaö síðan. Þaö var því mjög eðlilegt aö Joanne heföi áhuga fyrir Veru. Hún lét í Ijós aðdáun sína á útliti blaðsins, en þaö er reyndar nokkuö sem útlendingar er sjá blaðið gera mikið af. Þegar viö fórum að ræöa saman kom í Ijós að sömu málefni eru tekin fyrir i Ms. og Veru. Okkur Verukonur langaöi aö taka viðtal viö Joanne og fá hana til að segja okkur hvernig gengi aö halda blaði eins og Ms. gangandi í Bandaríkjunum og ekki síö- ur til aö heyra hvernig gengi meö kven- frelsismálin þar en þar sem hún haföi að- eins fárra daga viödvöl á íslandi gafst ekki tími til þess. Nú vildi svo til að ég var á leið til Banda- ríkjanna og ætlaöi aö stoppa þrjá daga í New York og því var ákveðið aö ég færi í heimsókn til Ms. og tæki viðtalið þar. Ms. er til húsa á 18. hæð í gamalli byggingu sem er verið aö standsetja viö 40. stræti rétt hjá Modern Museum of Art. Þegar ég kom út úr lyftu hússins blöstu viö mér á stórum glervegg stafirnir Ms. Ég fór inn og spuröi stúlkuna í móttökunni hvort Joanne Edgar væri viö. Hún spuröi hvort ég ætti pantað viðtal við Ms. Edgar en þegar ég sagöi aö svo væri ekki, sagöi hún mér kurteislega aö sér heföi verið gefin ströng fyrirmæli um aö ónáöa ekki Ms. Edgar þar sem hún væri mjög önnum kafin um þessar mundir. Þetta leit ekki sem best út, daginn eftir var ég aö fara heim til íslands, auðvitaö heföi ég átt að hringja strax og ég kom til New York og mæla mér mót viö Joanne, þaö var bara það aö tíminn hafði hreinlega flogið frá mér í þessari stóru borg sem hefur svo sannarlega margt upp á að bjóöa fyrir feröamenn. Þó svo ég næöi ekki tali af Joanne baö ég stúlkuna að hringja í hana og athuga hvort ég mætti ekki skoða mig um á blaðinu eða hvort hún gæti talað við mig seinna um daginn. Það var eins og viö manninn mælt um leiö og Joanne vissi af mér var hún komin fram og tók innilega á móti mér. Hún bauð mér inn og fór með mig um húsakynni Ms., þarna vinna fjöru- tíu manns þrjátíu og sjö konur og þrír karl- ar. Viö fórum fyrst inn í stærðarinnar fund- arherbergi þar sem haldnir eru starfs- manna- og ritnefndarfundir, fundir meö fjölmiðlafólki eru haldnir einu sinni á ári en þeir farafram annars staðar vegna þess að það fólk rúmast ekki allt í þessu herbergi þótt stórt sé. Síðan gengum viö herbergi úr herbergi, þarna erstórt ,,layout“ herbergi meö öllum hugsanlegum áhöldum til slíkr- ar vinnu. Viö litum viö á tveim skrifstofum þar sem fólkiö sem sér um viðskiptahlið Ms. hefur aðsetur, gengum fram hjá skrif- stofu þar sem kona sat önnum kafin viö aö vinna á tölvu, Joanne sagði mér að hún ynni viö að setja efnið sem ætti aö fara í desember blaðið, þetta var í september. Síöan lá leiðin inn í, aö því er mér fannst, stórt bókasafn og herbergi þar sem voru hillur frá gólfi upp í loft meö gömlum Ms,- blöðum snyrtilega röðuðum eftir árum og mánuðum, næst komum við inn í pósther- bergið en þar voru tvær Ijósritunarvélar og ein frímerkjavél. Þetta var oröin löng ganga og ég var satt að segja mjög fegin þegar Mary Thom ein úr ritnefnd Ms. bauð mér sæti inni hjá sér, viö röbbuöum saman dálitla stund á meö- an Joanne ræddi viö tvær stúlkur sem voru önnum kafnar viö aö opna pakka er inni- héldu alls konar varning svo sem greiður, sólgleraugu, penna, sokka, regnhlifaro.fi. o.fl. Fólk sendir þeim þetta til að fá umfjöll- un um þessa hluti í blaöinu, annað hvort vegna þess að það er ánægt meö hlutinn eöa ekki, líka er þetta gert til að koma á framfæri upplýsingum um nýjar vörur. Að lokum fórum viö inn í lang minnsta her- bergið en þar hafa Joanne og Gloría skrif- stofu saman, Gloría var á fyrirlestrarferö um landiö þegar þetta var svo ég hitti hana ekki, en Joanne fór aö segja mér frá Ms. og kvenfrelsisbaráttunni í Bandaríkjunum. Ein og hálf milljón lesendur Ms. er gefið út mánaöarlega í fimm- hundruð þúsund eintökum, áskrifendur eru milli þrjúhundruö og áttatiu og fjögur- hundruö þúsund. Áætlað er aö ein til ein og hálf milljón manna lesi blaöiö. Upphaf- lega var Ms. rekið sem hlutafélag en það fékk einnig styrk aö upphæð einni milljón dollara frá öflugu útgáfufélagi sem Joanne nafngreindi ekki, síöan 1979 hefur þaö hins vegar veriö rekiö sem stofnun er hefur þaö að markmiði sínu aö fræöa lesendur um ýmis réttindamál þeirra ekki síst hvaö Man-Junkie Factor Compals|veSf,opi;0r ^t'^oking/Ug Ws- Sorvoy Resu„s 3 GHda Rodner Ho°ked 0nFome

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.