Vera - 01.03.1988, Síða 32

Vera - 01.03.1988, Síða 32
varðar kvenfrelsi. Til blaðsins er vel vand- að og eins og áður segir, ekkert er birt í því sem ekki hefur verið vandlega kannað áð- ur. Joanne sagði mér að áskrifendafjöldi væri alltaf svipaður og kannanir sem gerð- ar hafa verið á kyni og aldri áskrifenda hafa leitt í Ijós að það eru aöallega konur frá tæplega þrítugu upp í um það bil fimmtíu og fimm ára. Þetta er ekki ábatasamt fyrir- tæki en stendur undir kostnaöi. Hvað varðar kvenréttindamálin í Banda- ríkjunum sagði Joanne mér að engin sam- tök kvenna í líkingu við Kvennalistann á ís- landi séu til þar og hún bætir við ,,þið eru langt, langt á undan okkur hvað varðar kvennapólitíkina". í þessu landi frelsisins eru tveir pólitískir flokkar sem ráða ríkjum og fámenn pólitísk samtök eiga enga möguleika þar. Möguleikar kvenna til að hafa pólitísk áhrif eru litlir, þessirtveirstóru flokkar, demókratar og repúblikanar, styðja mjög sjaldan konur innan sinna vébanda til framboðs. í dag er það þannig að tvær konur eru öldungardeildarþingmenn á móti níutíu og átta körlum og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eru tuttugu og fjórar kon- ur á móti fjögurhundruð og ellefu körlum, konur eru þar með 4,9% af þessum hópi en það er mun betra en árið 1971, þá voru þær aðeins 2,1%. Konur auka sem sagt hlut sinn í þessum áhrifaríku stöðum en eins og Joanne sagði ,,afar, afar hægt“ og það segir sig sjálft að þó svo þær séu mjög virtar meðal starfsfélaga sinna og af öðr- um, þá mega þær sín lítils innan um allan þennan karlaskara og raddir þeirra fá held- ur ekki sömu hlustun og raddir karlanna. Ein af þessum konum, Pat Schroder, hefur hug á að gefa kost á sér til forsetafram- boðs, hún er sérfræðingur í varnarmálum og hefur verið í fulltrúadeildinni síðan árið 1972. En þó svo aö hún sé mikils metin í Bandaríkjunum og fólk hlusti á hana, trúa fæstir því aö hún hafi möguleika á að ná kjöri til framboðs, hvað þá heldur forseta- kjöri. Ef hún væri karlmaður og hefði þenn- an bakgrunn væru möguleikar hennar miklir. Feministi Ijótt orð Ég spurði Joanne hverjum augum femi- nistar séu litnir í Bandaríkjunum, hún telur að þeir njóti ekki sömu virðingar og á ís- landi og bætir við að í Bandaríkjunum sé oröiðfeministi álitiö „adirty word“ og i fjöl- miðlum og hjá áhrifafólki sé gert lítið úr þessu sama orði. Og hún heldur áfram, þess vegna þrátt fyrir milljónir feminista í Bandaríkjunum kalla tiltölulega fáir sig það. í júlí blaði Ms. síðasta sumar var birt niðurstaða könnunar á svo kölluðum ,,F“ orðum (fuck), en það kallast klámyrði og sóðalegt orðbragð í Bandarikjunum, þar kom fram að fólk hefur sömu hugmyndir um orðiðfeministi og þessi orð, hversu fár- ánlegt sem manni finnst það þá er þetta staðreynd sem erfitt er að fá breytt. Joanne telur þó að á þeim fimmtán árum sem Ms. hefur komið út hafi töluvert áunnist í kven- frelsismálum, en hún segir að þegar þær fóru af stað með útgáfu blaðsins hafi þeim ekki órað fyrir hversu þungur róður þetta yrði. Almennt hefur það aukist að karl- menn taki þátt í heimilisábyrgðinni, þ.e. barnauppeldi og heimilisstörfum, en samt í allt of litlum mæli. Fyrir fimmtán árum skiptu feður varla um bleyjur á börnum sín- um, það eru þeir þó farnir að gera nú. Á þessu sama tímabili hefur hlutur kvenna í vinnu utan heimilisins aukist mjög mikið en ennþá eru það konurnar sem þurfa að sjá fyrir gæslu fyrir barnið eða börnin sín á meðan foreldrarnir eru í vinnu, ef foreldr- arnir ætla út að kvöldi til eru það mæðurn- ar sem útvega barnfóstruna. Það eru kon- urnar sem sjá um og skipuleggja máltíðirn- ar, karlarnir gera meir af því nú en áður, að kaupa inn til heimilisins, en það eru kon- urnar sem skrifa innkaupalistann. Þeir hjálpa orðið meiratil við húsverkin en áður en þær þurfa að segja þeim hvað á að gera, þeir virðast ekki sjá það sjálfir. Auð- vitað eru undantekningar þar sem báðir aðilar vinna jafnt að þessum störfum, en því miður er hitt hið algenga. Joanne sagði mér að í Bandaríkjunum væri ástandinu í dagvistarmálum mjög ábótavant, hið opinbera gerði sama og ekki neitt á því sviði, konurnar verða sjálfar að ráða fram úr þeim vanda, annað hvort með hjálp einhvers úr fjölskyldunni eða út- vega gæslu fyrir börnin hjá dagmæðrum, en skóladagur barna er samfelldur, í þeim málum er ástandið betra en hjá ykkur á ís- landi bætti hún við. Ab nó til ungu stúlknanna Að lokum berst talið aftur að Ms. og hún sagði mér að þær álitu það mjög mikilsvert að fylgjast vel með því sem er að gerast varðandi konur og kvenfrelsi alls staðar í heiminum og að feministar um allan heim þyrftu að hafa gott upplýsingastreymi sín á milli. Það sé líka áríðandi að ná til ungu stúlknanna sem standa í þeirri trú að jafn- rétti ríkji á öllum sviðum þar til þær reka sig á, og það þvi miður oftast all harkalega, að svo er ekki. Það var nú kominn tími til fyrir mig að kveðja, ég var búin að vera þarna í rúma tvo klukkutíma og þóttist vita að ferðafélagar mínir, maðurinn minn og fimmtán ára sonur okkar væru orðnir óró- legir þar sem þeir biðu mín. Joanne þessi elskulega kona fylgdi mér fram og á leið- inni reyndi ég að svara spurningunni sem allir útlendingar spyrja, það er að segja þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum á ís- landi, „hvernig farið þið konurnar á íslandi að því að ná svona langt í kvennapólitík- inni?“ Eftir að heim kom fékk ég bréf frá Joanne þar sem hún segir mér að tekist hafi samningar milli Ms. og Fairfax útgáfu- fyrirtækisins í Ástralíu um útgáfu blaðsins þar. Ég vona svo sannarlega að það komi til með að ganga vel því Ms. er mjög gott blað sem á erindi við alla og vinnur ötult að jafnrétti og betri heimi. R.E. 32

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.