Vera - 01.03.1988, Page 34

Vera - 01.03.1988, Page 34
 34 Fjármálin í borginni okkar Ekki er um það deilt að hagur Reykjavikurborgar er með miklum blóma. Tekjur borgarinnar eru miklar, enda vinna mikil, skattar háir og fyrirtæki borgarinnr skila arði. Fyrir skömmu var fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1988 afgreidd. Að vanda voru nær allar tillögur minnihlutans felldar, en meirihlutinn hélt sínu bláa striki. Fátt sýnir betur en tillögur meiri- og minnihlutans til fjárhagsáætl- unar hvaða stefna ríkir í borgarmálunum og hvaða stefna ætti að ríkja þar. Fjárhagsáætlunin endurspeglar þá forgangsröð mála sem Sjálf- stæðismenn hafa kosið, en minnihlutinn, sem að þessu sinni stóð sameiginlega að verki, sýndi með sínum tillögum á hvað hann vill leggja áherslu. Heildarrekstur borgarinnar nemur nú um 13.5 mill- jöröum króna eða um 150 þús. kr. á hvern borgarbúa. Af þessari upphæö fara 7,7 milljarðar í gegnum borgarsjóö (afgangurinn fer í fyrirtæki borgarinnar) og er útsvarið sem við greiðum af laununum okkar 3.4 milljarðar kr. Á undanförnum árum hefur útsvarið hækkað umfram ann- að, það hafa orðið hækkanir á öllum gjaldskrám hjá borginni og skattar á fyrirtæki hafa margfaldast. Borgin hefur því úr miklu að spila og væri margt hægt að gera til að jafna aðstöðu borgarbúa og bjóða þeim hóþum betra líf sem lakast eru settir. En það hefur nú aldrei ver- ið hugsjón Sjálfstæðisflokksins að efla félagslega að- stoð meira en allra minnsta nauðsyn krefur. Á því ári sem rétt er hafið hyggst meirihlutinn ausa hundruðum milljóna í minnisvarða þ.e. annars vegar í mjög svo um- deilt ráðhús og hins vegar í enn umdeildara veitingahús uppi á hitaveitutönkunum. Ráðhúsið fær í sinn hlut 340 millj. kr. og veitingahúsið 124 millj. kr. eða samtals 464 millj. kr. Á sama tíma er um 290 millj. kr. varið til menn- ingarstarfsemi þar með er talið það fé sem fer til þorgar- leikhússins, 223 millj. kr. fara til skóla í borginni, 7.5 millj. til heilsugæslustöðva og 1.6 millj. kr. til B-álmu Borgar- spítalans. Til félagslegra verkefna svo sem uppbygg- ingu dagvistarheimila, stofnana fyrir aldraða og kaupa á leiguhúsnæði fara 320 millj. kr. Stórhúsin tvö fá meira í sinn hlut en nokkur annar málaflokkur. Innan borgarstjórnar eru menn sammála um fjölmörg verkefni og ýmsar byggingaframkvæmdir en áherslurn- ar eru misjafnar og misjafnt hversu miklu fé menn vilja veita til einstakra málaflokka. í tillögum minnihlutans var lögð megináhersla á að flytja fjármagn frá ráðhúsinu og veitingahúsinu til félagslegra verkefna, einkum þeirra sem snerta börn, unglinga og gamla fólkið. Minnihlutinn beitti þeirri sjálfsögðu aðferð að færa fjár- magn frá einum lið til annars og lét tekjur og útgjöld standast á, þannig að ekki var um neinn óraunhæfan óskalista að ræða. Börnin Við vitum að um tvö þúsund börn eru á biðlistum eftir dagheimilis- og leikskólaplássum. Reyndar veit enginn hver dagheimilisþörfin er, því foreldrar vita að það er til- gangslaust að skrá börnin ef um fólk í sambúð er að ræða. Forgangshóparnir þurfa að bíða lengi eftir pláss- um eins og ástandið er núna. Sama gildir um gamla fólkið. Hundruð aldraðra bíða eftir plássum á vistheimil- um og sjúkradeildum. Unglingar víða um borgina eiga ekki í neitt hús að venda með félagsstarfsemi sína, enda sýnir það sig um helgar þegar hundruð unglinga hópast í miðbæinn til að sýna sig og sjá aðra. Á þessum málum vildi minnihlutinn í borgarstjórn taka sérstaklega. Reyndar má bæta skólamálunum við, því hverfafundir um alla borg leiddu í Ijós að skólamálin hvíla þungt á foreldrum. Umferðarhættur á leið í skól- ann, aðstöðuleysi, þrengsli, og sundurslitinn skóladag- ur, allt bar þetta á góma ( viðræðum við íbúana. Síðastliðið haust lagði minnihlutinn fram tillögu um þriggja ára átak í dagvistarmálum sem hafði það að markmiði að fullnægja dagvistarþörfinni í borginni. Gert var ráð fyrir því að borgin legði til Vs kostnaðar, ríkið Vz og fyrirtæki V3. Fjárins frá atvinnurekendum átti að afla með hækkun aðstöðugjalda á fyrirtækin. Þessum tillög- um var vísað frá á sínum tíma og nú bendir allt til þess að ríkið sé að draga sig alveg út úr fjármögnun dagvist- arstofnana fyrir börn. Þrátt fyrir það hyggst Kvennalist- inn snúa vörn i sókn og hefur flutt á þingi frumvarþ sem gerir ráö fyrir að lagt verði álag á aðstöðugjöld sem renni í sérstakan dagvistarsjóð. Við afgreiðslu fjárhags- áætlunar lagði minnihlutinn til að framlag borgarinnar til dagvistarmála yrði hækkað verulega eða úr 72 millj. í 174.3 millj. kr. Hvenær skyldi koma að því að eitthvað gerist í dag- vistarmálunum hér í borg? Hvers eiga börnin að gjalda? Það þarf vart að minnast á það i þessu sambandi að for- senda þess að þörfum barna verði fullnægt er að sjálf- sögðu að veruleg bót fáist á launamálum þeirra kvenna sem starfa á barnaheimilum. Unglingarnir Fyrir nokkru var lögð fram skýrsla verkfræðinga sem sýnir að ástand skóla borgarinnar er vægast sagt hörmulegt. Víöa er þörf verulegra viðgerða t.d. er gert ráð fyrir því að Breiðholtsskóli þurfi 24 millj. kr. til við- gerða. Samkvæmt fjárhagsáætlun fær hann 3.4 millj. kr.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.