Vera - 01.03.1988, Side 36

Vera - 01.03.1988, Side 36
 S'M/ 681240 ^utunibo^ ‘ ReyKJAVÍK VILTU BÚA í VERKÓ? Húsnæðismál hér á landi verða að teljast til eilífðarmálanna. Ár eftir ár og áratug eftir áratug er verið að glíma við það hvernig eigi að koma þaki yfir höfuð landsmanna. Eigna- stefnan hefur verið alls ráðandi og sú hugsjón að allir hljóti að þrá að EIGA steinsteypu sem hlífir þeim fyrir veðri og vindum. Eins og flestum sé ekki sama bara ef þeir búa við öryggi. í tæplega 60 ár hefur veriö til félagslegt kerfi viö hlið sjálfseignastefnunnar, hinir svokölluöu verkamannabústaðir. Þeir voru baráttumál verkalýöshreyfingarinnar og áttu aö stuðla aö því aö koma fátæku fólki upp úr kjöllurum og ofan úr risum í sómasamlegt húsnæöi. Félagslega kerfiö byggir á þeirri staöreynd aö þaö er langt í frá aö allir ráöi viö kaup á frjálsum markaöi. Því þurfi aö bjóöa upp á betri kjör. Einnig liggur aö baki sú hugsjón aö ööru vísi eigi aö standa aö málum, en þannig aö fá hverjum og einum hamar í hönd og segja: byggöu. í allri þeirri umræöu sem fariö hefur fram um húsnæöismálin hefur varla veriö minnst á verkamannabústaöina. Þaö fólk sem þar slæst um hverja einustu íbúö á sér fáa málsvara og mætti verkalýðshreyfingin huga betur aö þessum hópi í framtíöinni í staö þess aö semja t.d. um lækkun á bílverði. Ég ætla hér á eftir aö draga upp mynd af ástandi mála í Reykjavík eins og þaö kemur mér fyrir sjónir eftir eins og hálfs árs setu í stjórn Verkamannabústaðanna í Reykjavík. Til aö fá íbúö í verkamannabústaö þarf aö uppfylla ákveðin skilyröi. Fólk þarf aö hafa lögheimili í Reykjavík, umsækjendur mega ekki eiga íbúö fyrir og til aö koma til greina mega þeir ekki fara yfir ákveöiö tekjumark. Þessar reglur takmarka mjög hópinn sem kemur til greina, og skapar vissa erfiðleika, því frá tekjumarkinu og aö því aö geta keypt á frjálsum markaöi er bil sem hvergi er brúaö. Sá hópur sem þaö fyllir á engra kosta völ. Á síöasta ári voru umsækjendur 760 talsins en 260 íbúöir til úthlutunar (þess ber aö geta aö inn í þessum tölum er fólk sem sækir um flutning innan kerfisins þ.e. til aö komast í annaö hverfi eöa til aö stækka/minnka viö sig alls 100 nú í ár). Nú rétt í þann mund sem úthlutunarvinna er aö hefjast liggja fyrir 845 umsóknir en íbúöir til úthlutunar eru um þaö bil 160 sem sagt 100 36

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.