Vera - 01.03.1988, Side 40
Kvennalistafrumvarp
samþykkt
Frumvarp Kvennalistans um breytingu á lögum nr.
33/1983 um bann viö ofbeldiskvikmyndum var sam-
þykkt á Alþingi þann 22. desember sl. Þetta er í fyrsta
sinn sem lagafrumvarp sem Kvennalistinn leggur fram
á Alþingi er samþykkt.
í frumvarpinu var lagt til að gildistími laga um bann við
ofbeldiskvikmyndum yrði lengdur um eitt ár, en í lögun-
um var gert ráð fyrir að þau féllu úr gildi i árslok 1987.
Við birtum hér lögin og greinargerðina sem fylgdi frum-
varpinu.
Lög um breytingu á lögum nr. 33/1983, um bann við
ofbeldiskvikmyndum.
1. gr.: 6. gr. lagannaorðist svo: Lög þessi öðlast þegar
gildi og gilda til ársloka 1988.
2. gr.: Lög þessi öölast þegar gildi.
Samþykkt á Alþingi 22. desember 1987.
Frumvarp þetta er flutt til þess að lög um bann við of-
beldiskvikmyndum nr. 33 frá 23. mars 1983 falli ekki úr
gildi við árslok 1987.
Þau „tímatakmörk eða sólarlagsákvæði“ sem sett
voru í lögin komu til vegna breytingartillögu sem kom
fram við umræður um málið. Forsendur hennar voru
þær aö varasamt gæti verið að beita ritskoöun eða
bönnum í menningarmálum. Slíkt gæti haft alvarleg
áhrif á listsköpun. Einnig var bent á það að hin nýja
myndbandabylting, sem einmitt varð tilefni til flutnings
frumvarps til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum,
byði upp á sérstakar aðstæður þegar meira jafnvægi
kæmist á. Flutningsmenn breytingartillögunnar féllust
þó á það að full ástæða væri til þess að samþykkja slík
lög en rétt værí að endurskoða þau að nokkrum árum
liðnum. Þær forsendur sem lágu til grundvallar þegar
lögin voru samþykkt eru enn í fullu gildi. Jafn rík ástæða
er nú eins og þá til þess að vernda börn og ungmenni
gegn skaðvænlegum áhrifum grófs ofbeldis. Er það
reynsla og álit margra að framboð á slíku efni sé síst
minna nú en þegar lögin nr. 33/1983 voru sett.
Þann 18. febrúar 1985 gerði lögreglan könnun hjá
myndbandaleigum á höfuðborgarsvæðinu með hlið-
sjón af myndbandalista frá Kvikmyndaeftirlitinu. Á hon-
um voru um 70 myndtitlar sem Kvikmyndaeftirlitið hafði
úrskurðað óhæfa til sýningar vegna ofbeldis eða kláms.
í þessari könnun fundust hundruð bannaðra mynd-
banda. Þann 22. desember 1986 var síðan aftur gerö
leit í myndbandaleigum á suðvesturhorni landsins af
lögreglu og dómsmálaráðuneytinu. Voru þá gerð upp-
tæk meira en tíu þúsund myndbönd sem voru ólöglega
innflutt og brutu i bága við lög um höfundarrétt, hegn-
ingarlög eða voru á bannlista Kvikmyndaeftirlitsins
vegna ofbeldis eða kláms.
í Ijósi þess sem að framan er sagt þykir því rétt að lög
þessi haldi enn gildi sínu.“
Öll eigum við fiskinn
Kvennalistakonur tóku virkan þátt í nefndar-
störfum í tengslum viö kvótafrumvarpiö svo-
kallaða og settu fram sínar tillögur í nóvember-
byrjun. Kristín Halldórsdóttir skrifaöi grein í
Morgunblaðið þann 17. nóvember sl. þar sem
hugmyndir okkar komu fram og til ítrekunar var
send fréttatilkynning til allra fjölmiöla um mál-
ið.
Það urðu miklar og langar umræður I þinginu um
kvótafrumvarpið og lögðu kvennalistakonur fram all ítar-
legar breytingartillögur við frumvarpið sem ekki náðu
fram að ganga. í umræðum í efri deild um málið vitnaöi
Danfríður Skarphéðinsdóttir m.a. ígrein Kristínaren þar
sagði ,,Miklu skiptir að gera sér grein fyrir markmiðun-
um með stjórnun fiskveiða og ná sem bestri og víðtæk-
astri samstöðu um leiðir að þeim markmiðum. Mark-
miðin má skilgreina á eftirfarandi hátt: 1. Hindrun of-
veiði. Verndun og uppbyggingu fiskistofna. 2. Aukin
hagkvæmni og minni tilkostnaður bæði við veiðar og
vinnslu. 3. Bætt meðferð sjávaraflans. 4. Hámarksnýt-
ing aflans. 5. Bætt kjör þeirra sem vinna í sjávarútvegi,
bættur aöbúnaður, meira öryggi, hærri laun. 6. Sann-
gjörn dreifing atvinnu og arðs eftir aðstæðum.“ Síðar
segir „Meginatriði nýrrar fiskveiðistefnu verði eftirfar-
andi: 1. Árlegur heildarafli verði eftir sem áður ákveðinn
af sjávarútvegsráðherra að fengnum tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Svigrúm verði til þess að hækka eða
lækka aflamarkið innan ársins ef aðstæður krefjast. 2.
80% þess heildarafla sem ákveðinn hefur verið skv. 1.
liö verði skipt milli byggðarlaga, útgerðarstaða, með
hliðsjón af lönduðum afla síðustu fimm ára. Vilji viðkom-
andi byggðarlag halda sínum hlut miðað við fyrir ár ber
því að greiða fyrir það sem á vantar. 3. Gjald byggðar-
laga fyrir fiskveiðikvóta miðist við ákveðið hlutfall af
meðalverði á afla upp úr sjó og renni í sérstakan sjóð í
vörslu ríkisins sem varið verði til eftirtalinna verkefna: 1)
Fræðslu sem nýtist sjávarútvegi, fiskvinnsluskóla, sí-
menntunar fiskvinnslufólks, sjómannaskóla og öryggis-
fræðslu sjómanna. 2) Rannsókna tengdum sjávarút-
vegi, grunnrannsókna á lífríki sjávar, rannsókna á ónýtt-
um og vannýttum tegundum, vöruþróunar í sjávarút-
vegi, markaðsöflunar og markaðshönnunar fyrir sjávar-
afurðir. 3) Verðlauna til handhafa aflamarks fyrir sér-
staka frammistöðu i nýtingu oog meöferð aflans eða
lofsverðan aðbúnað að starfsfólki.“ Danfríður sagði
ennfremur ,,í þeirri umræðu sem fram hefur farið að
undanförnu um byggöamál hefur oftlega veriö ítrekuö
nauðsyn öflugs og stöðugs atvinnulífs. Sjávarútvegur
og landbúnaöur eru þær greinar sem halda uppi byggð
á mörgum stöðum úti á landsbyggðinni. Þær hafa á
undanförnum árum gengið í gegnum mikið breytinga-
skeið endurnýjunar og skipulagningar sem hefur valdiö
mikilli röskun á byggðamynstrinu. Til að tryggja stöðug-
leika í þessum greinum er nauðsynlegt að við allar
breytingar sé tekiö mið af byggðasjónarmiðum. Rauði
þráðurinn í þeim hugmyndum og tillögum sem hér hafa
verið kynntar varöandi sjávarútveginn er sá að litið sé á
fiskinn í sjónum sem eign okkar allra og með því að veita
byggðarlögunum veiðiheimildir en ekki einstaklingum
gefst tækifæri til aö skipuleggja sjávarútveginn með til-
liti til aðstæðna á hverjum stað þannig aö hvert byggðar-
lag fái að blómstra á sínum eigin forsendum."
Ný Kvennalistamál
Hér að framan hefur mest verið fjallað um viðbrögð
kvennalistakvenna við frumvörpum ríkisstjórnarinnar.
Það er kannski eðlilegt því að eitt af hlutverkum ábyrgr-
ar stjórnarandstöðu hlýtur að vera að spyrna við fótum
þegar ríkisstjórnin stefnir að stöðugt meiri skattaálögum
á almenning og óstjórn í ríkisrekstrinum. En það er ekki
þar með sagt að kvennalistakonur hafi ekki lagt fram sín
eigin mál í þinginu. Hér verður farið hratt yfir sögu, rétt
til að gefa ykkur ágætu lesendum innsýn í málin þ.e. þau
mál sem ekki hefur verið þegar fjallað um hér á þing-
málasíðum Veru.
Ef við tökum þingsályktunartillögurnar fyrst þá er það
í fyrsta lagi tillaga um að ríkisstjórninni verði falið að
gera nauðsynlegar ráðstafanir í því skyni að launakostn-
aður starfsfólks í mötuneytum framhaldsskólanna verði
greiddur úr ríkissjóði.
J