Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 42
Skáldsaga Líneyjar
Jóhannesdóttur,
Kerlingaslóðir, sem út
kom árið 1976, hefur
verið þýdd á norsku
og gefin út undir
nafninu „Kvinne-
vegar.“ Norræni
þýðingarsjóðurinn
styrkti útgáfuna.
Þýöandi bókarinnar heitir
Sigurd Sandvik og er
skólastjóri. Hann segir frá því
i formála aö útgáfunni, að á
ferö um ísland hafi hann
keypt sér litla nútímasögu,
sem honum geöjaöist einkar
vel. Nokkru siöar komu svo
tveir íslenskir nemendur í
skólann og vildu læra
norsku. Skólastjórinn fékk
þeim Kerlingaslóðir i hendur
og baö þá snara bókinni.
Sjálfur aöstoöaöi hann
nemendur sina og að verkinu
loknu fínpússaöi hann
norskuna og leitaöi eftir
útgefanda.
Líney Jóhannesdóttir er
auðvitað vel kunn hér heima
af verkum sínum, þótt þau
séu ekki mikii vöxtum. Hún
hefur einkum skrifað fyrir
börn og unglinga, en Kerl-
ingaslóöir er önnur tveggja
skáldsagna hennar fyrir
fullorðna, hin er Aumingja
Jens, sem kom út árið 1980.
Barnaleikrit á
kvikmynd
Þegar Vera sló á þráöinn
til Líneyjar til aö óska henni
til hamingju meö þann heiður
sem henni er sýndur meö
útkomu Kerlingaslóða á
norsku og spjalla viö hana
yfirleitt, kom fram í samtal-
inu, aö hún vinnur nú
einkum aö endurskoðun eldri
verka meö tilliti til endurút-
gáfu. í leiöinni gat hún þess,
aö unnið væri að gerö kvik-
42
myndar meö brúðuleikurum
eftir sögu hennar Æöarvarp-
iö. Æðarvarpiö er reyndar
leikrit skrifað fyrir útvarp og
var gefið út meö fallegum
myndskreytingum Barböru
Árnason 1961. Þessi sígilda
bók er nú löngu uppseld. En
Vera gat ekki setið á sér aö
afla frekari upplýsinga um
kvikmyndina og leitaði uppi
einn „kvikmyndageröar-
mannanna“, Ernu Guömars-
dóttur myndmenntakennara.
Kom þá í Ijós aö Erna og
tveir kollegar hennar, þau
Margrét Kolka og Jón Örn
Ásbjörnsson heföu fengið
Þórhall Sigurðsson leikara til
aö gera kvikmyndahandrit
eftir leikritinu en hafa sjálf
smíðað og saumaö brúöur
og leikmynd. „Okkur þótti“
sagöi Erna, ,,full ástæöa til
aö búa til barnaefni á filmu
handa börnum, þar sem
sagan sprytti upp úr íslensk-
um veruleika og töluö væri
íslenska. Ekki veitir af ein-
hverju mótvægi viö allt þetta
erlenda barnaefni." í Æðar-
varpinu segir frá lifsbaráttu
æöarfuglsins, frá dún- og
eggjatökufeðginum, kríum,
rebba og fleirum sem yrkja
íslenska náttúru og er það
tilhlökkunarefni að geta
boðið börnum sínum upp á
þessa sögu í lifandi myndum
og máli. Þrátt fyrir augljósa
kosti hugmyndarinnar aö
festa Æðarvarpið á filmu,
hefur gengiö illa aö fá fyrir
kostnaöi frá þar til gerðum
aöilum. Aö sögn Ernu hafa
þau tvisvar sótt um til kvik-
myndasjóðs en aldrei fengiö
styrk þaðan. Nú standa þó
vonir um stuðning Mennta-
málaráöuneytisins. ,,Viö
höfum víða sótt um styrk,
okkur datt m.a.s. í hug aö
leita til Æðarræktarfélags
íslands og þar komum viö
ekki aö tómum kofanum,
heldur fengum 15000 krónur,
sem er mjög rausnarlegt af
félagi sem kann víst aura
sinna tal."
FAY WELDON:
The Heart of The
Country
Arrow-kilja
Fay Weldon bregst ekki. í
þessari bók, sem kom út á
síðasta ári, segir frá t.d.
Natalie Harris, tveggja barna
móöur, sem býr í fínu
einbýlishúsi meö eiginmanni
sem á fyrstu síöu stingur af
meö fegurðardrottningu
staöarins frá því nokkrum
árum áður, ekki aðeins frá
konu og börnum, heldur
matfrekum hundi, bensín-
frekum bíl og stórfyrirtæki
þar sem vinna 16 manns og
er á hausnum. Natalie
stendur uppi með samvisku-
bit —þetta hlaut aö vera
henni sjálfri að kenna — og
tvær hendur tómar. Eigin-
maöurinn skuldar skatta,
lánin af húsinu, laun starfs-
fólks, skólagjöld barnanna
(þau voru af slíkum toga aö
þau ganga ekki í ríkisskóla
heldur fínan einkaskóla)
. . . m.a.s. Volvoinn er
bensínlaus og svo er hann
reyndar hirtur af Natalie
verandi á kaupleigusamningi,
sem ekki er staöiö viö.
Þar segir líka frá Sonju,
sem reyndar segir söguna
sjálf, þar sem hún afplánar
dóm á geðveikrahæli, því
hún kveikti — alveg óvart —í
Floru, sem kom vikulega til
aö gera hreint hjá Natalie.
Sonja átti líka mann einu
sinni en hann er farinn lika
og hún býr í verkó meö
þremur börnum og er at-
vinnulaus og einmana og
veröur harla fegin nóttina
sem Natalie birtist meö sín
börn eftir að hafa stungið af
úr herberginu sem félags-
málastofnun reddaöi henni til
bráðabirgða eftir aö húsiö
var selt á uppboði. Þar segir
lika frá Jean, lyfjafræöingi
sem vinnur í apótekinu í
bænum en er annars gift
fasteignasalanum Angus sem
heldur fram hjá henni en
henni er andskotans sama
og frá Jane, sem er gift
Arthur forngripasala, sem
heldur fram hjá henni og hún
getur ekki afboriö það. Og
frá Floru fyrrnefndri sem býr
með Bernard í hjólhýsi viö
öskuhauga bæjarins (en þau
elskast alla vega) og lifa á
húsverkum sem Flora gerir
hjá öörum konum og tilfall-
andi „forngripum" af haug-
unum, sem þau selja t.d.
Arthuri. Og svo segir frá
félagsráögjöfum og barna-
verndarnefndarfólki og ööru
starfsfólki velferöarríkis
Margrétar Thatcher. Og
atvinnulausu fólki og fólki
sem er aö gera allt annaö en
þaö ætlaði sér eöa læröi aö
gera vegna þess aö fyrirtæki
fór á hausinn eöa ríkisstofn-
un var lögð niður svo fjár-
magnið gæti streymt til betri
vegar. Og inn á milli falla
gullmolar úr könnunum: lífs-
standard kvenna lækkar um
42% viö skilnaö, 60% karla
sem eiga að greiða meðlög
gera það aldrei o.s.frv. Þetta
hljómar kannski ekkert voða-
lega spennandi en staö-
reyndin er samt sú aö bókin
er bráðfyndin á kolsvartan og
meinhæðinn hátt. Konurnar
eiga það sameiginlegt aö
rokka upp og niður þjóð-
félagsstigann eftir því hvaöa
körlum þær sofa hjá, lægst
standa þær sem sofa einar.
Þaö verður þeim til láns
(nema Floru blessaöri) aö
uppgötva jafnstööu sína
gagnvart karlveldinu og að
fyrsta skrefiö gegn samsæri
karla kynni aö vera aö hætta
aö taka þátt í því sjálfar. Hvörf
in i sögunni veröa þar sem
þær eru búnar að taka aö
sér aö útbúa vagn, sýningar-
vagn nr. 62 í árlegri útihátíð
bæjarins. Vagninn er á
vegum WAEDA, sem er
hvorki meira né minna en
félag fasteignasala héraös-
ins. Þetta á að vera risastór
vagn; einbýlishús á hjólum
meö hina fullkomnu hús-
móöur á bak viö gasalega
lekkerar eldhúsgardínur og á
hliðunum skal standa:
„WAEDA: Besti vinur hús-
mæöra". Úr hátölurunum
skal hljóma eitthvert gamalt,
rómantískt lag — (Natalie
datt í hug lagið „Our House"
meö hljómsveitinni Madness
en stjórnin tók víst ekki vel í
það). Og þaö er sem sagt
viö smíði og sauma þessa
vagns, sem þær ákveöa að
gera uppreisn — og gera
hana. Fórna aö vísu Floru en
þaö var óvart. Drottinn minn
dýri hvaö ég hló! Mér þætti
gaman að vita hvernig strák-
arnir bregðast við þessari
Wedonsku ádeilu! Bókin er
reyndar alveg laus viö karla-