Vera - 01.03.1988, Side 43
hatur eöa biturleika, konurn-
ar umgangast þá svona dá-
lítiö í ,,æ-greyin“ tóninum og
Weldon er miklu haröskeytt-
ari gagnvart þeim félagslegu
þjónustustofnunum, sem
eiga að hlaupa í skaröiö
þegar illa árar. Fyrst og
síöast held ég samt aö bókin
sé hrikalegur dómur yfir
stjórnarfari Margrétar
Thatcher og afleiöingum
þess fyrir konur og börn í
Bretlandi. Og þaö er víst
óhætt aö líta sér nær líka.
Gunnlaöar saga
Svava Jakobsdóttir
Útg. Forlagið 1987
Undanfarin ár hefur veriö aö
hefjast einskonar nýtt land-
nám, landnám kvenna. Á
sviði mannfræöi og sögu
hafa til dæmis rannsóknir
beinst æ meir að hlutverki
og menningu kvenna í
fornum samfélögum og
gagngert endurmat fariö
fram á gömlum rannsóknum.
Kenningar um mæðraveldi
og kvennamenningu sem
varö feðraveldi og karla-
menningu aö bráð kannast
allir viö, aö minnsta kosti af
afspurn (sjá t.d. grein Helgu
Sigurjónsdóttur í síðasta
blaði). í framhaldi af þessu
hafa komið fram skáldsögur
sem byggja á þessum hug-
myndum það er að segja
gengið er út frá hugmynda-
heimi kvenna. Bók eftir
Marion Bradley, The Mists
Of Avalon, er skrifuð út frá
sögninni um Arthur konung
og Merlin. Hún er þó frá-
brugðin öörum skáldsögum
um sama efni því hér er
sagan sögö út frá sjónarhóli
og reynslu kvenna.
Samfara þessari leit aö
fegurri fortíð hafa þjóösögur
og þjóðsagnaminni komiö
fram í íslenskri skáldsagna-
gerö ásamt skáldsögu
byggöum á sögulegum heim-
ildum. Mætti nefna höf-
undana Vigdísi Grímsdóttur
og Thor Vilhjálmsson sem
dæmi um þetta. Nú er spurn-
ingin hversvegna rithöfundar
leita í svo ríkum mæli til
fortíöarinnar. Viö þessu er ef
til vill ekkert eitt svar en
sumir hafa talað um áhrif frá
Suður-Amerísku skáld-
sögunni. Gunnlaöar saga er
dæmi um bók af þessum
toga og hún gefur að nokkru
svar við spurningunni hvers
vegna leita þarf aftur í fortíö
og þá jafnvel aftur í for-
sögulegan tíma. Mankyns-
sagan öll er blóöi drifin og
framtíðin ekki björt svo viö
leitum enn aftar að lífvæn-
legu lífsformi, allt aftur í
forsögulegan tíma þvi það
sem mannkynssagan sýnir
okkur er ekkert nema endur-
tekin stríö og valdabarátta
konunga og keisara.
Gunnlaöar saga fjallar um
friö, eöa réttara sagt um þrá
eftir friöi í heimi kjarnorku-
vopna og kjarnorkuslysa.
Maðurinn hefur misst sam-
band sitt við náttúruna í
heimi þar sem efnislegt
verömætamat hefur orðið
ofaná. Sambandiö viö hiö
upprunalega hefur rofnaö og
jafnvægiö milli manns og
náttúru raskast.
Þetta ónáttúrlega ástand
er í báöum þeim heimum
sem sagan segir frá. í heimi
fortíöar, heimi Gunnlaöar, er
þó jafnvægi og allt er gott í
upphafi en viö vitum þegar í
byrjun aö þaö jafnvægi er
ekki varanlegt. Viö vitum það
vegna þess aö heimurinn
okkar í nútíö er jafn slæmur
og raun ber vitni. í nútíö
sögunnar er þaö Dís,
unglingsstúlka sem hefur
annað gildismat en foreldrar
hennar, sem leitar einhvers
meira en þess sem sjáanlegt
er. Foreldrar hennar skilja
hana ekki, þau eru vel stætt
fólk, reka fyrirtækið sitt, eiga
einbýlishús og Bens og
viðbrögö þeirra viö fréttinni
af vandræðum Dísar eru
reiöi. Dís hefur hent fína
armbandsúrinu sínu, afneitaö
gervitímanum og verið staðin
aö verki í Þjóöminjasafni
Dana viö aö stela
forsögulegu gullkeri. Hún
aftur á móti heldur því fram
aö hún hafi verið að endur-
heimta þaö. Kerið skipar
öndvegi í þeirri sögu sem
Dís segir og gefur sem
skýringu á framferði sínu.
Þaö er saga Gunnlaöar
ERTU FÉLAGI í IMEYTENDAFÉLAGI?
Neytendasamtökin byggja á félagsaöild neytenda
og neytendafélaga um land allt.
MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST FÉLAGI
í neytendafélagi á þínu svæöi, eöa í heildarsam-
tökunum þar sem ekki er starfandi neytendafélag
— leggur þú fram skerf til eflingar neytendastarfs
í landinu
— færöu NEYTENDABLAÐIÐ sem kemur út fjórum
sinnum á þessu ári
— geturðu leitaö til skrifstofu félaganna í Reykja-
vík og Akureyri, ef gengiö er á rétt þinn í viö-
skiptum.
Þú getur gerst félagi í neytendafélagi á Akranesi, í
Borgarfiröi, á Hellissandi, í Dalasýslu, á Patreks-
firöi, ísafiröi, Hólmavík, Akureyri, Húsavík, Fljóts-
dalshéraöi, í Vestmannaeyjum, á Suöurlandi og í
Reykjavík og nágrenni.
NEYTENDASAMTÖKIN
Hverfisgötu 59 — 101 Reykjavík — sími 21666
43