Vera - 01.05.1988, Page 4

Vera - 01.05.1988, Page 4
Að þessu sinni fengum við eitt bréf sem flokkast getur undir persónulegt vandamál, og feng- um við Kvennaráðgjöfina til að svara því fyrir okkur. En eins og við sögðum frá í síðasta blaði munum við reyna að leita svara fyrir lesendur í flestum þeim mál- um sem snerta lögfræðileg, félagsleg og fjárhagsleg mál. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 22188 eða skrifa okkur, heimilisfang er: Vera póst- hólf 1685 Hlaðvarpanum Vestur- götu 3 101 Reykjavík. Kæra Vera! Ég er búin að vera gift í nokkur ár. Ekki hefur nú allt gengið að óskum í hjónabandinu, án þess aö ég ætli að fara eitthvað nánar út í það hér. Mig langar einungis að fá svar við einfaldri spurningu, sem skýst alltaf upp annað slagið, og hún er svona: Ef ég vil skilja við manninn minn, hvert á ég þá að snúa mér? Ekki er þar með sagt að ég geri það, en gott þætti mér að vita örlítið um þessi mál, ef ske kynni að úr þessu yrði. Bestu kveðjur. Út frá þessum litla bréfastúf, höfum viö gengiö út frá því sem vísu, að um giftingu hafi veriö aö ræöa, en ekki sé um aö ræöa slit á sambúö, þvíað efað svo væri myndu ekki þau svör sem hér koma á eftir koma aö sama gagni, en þaö fyrsta sem þú þarft að gera er: 1) Fariö er til prestsins, og erþar feng- iö sáttavottorö. Ekki þurfa báðir aöilar aö fara í einu, og er nægjanlegt að ann- ar aðilinn óski eftir skilnaöi. Hins vegar er ekki ólíklegt aö presturinn reyni að leyta sátta I svona málum, en ekki er hægt að neyta um sáttavottorð. 2) Fariö skal með sáttavottoröiö til Borgardómara, ef búiö er I Reykjavík, (úti á landi skal fara með sáttavottorðið til bæjarfógeta eða sýslumanns), og sækir þú þar um skilnaðinn. Þar er gengiö frá skiptingu eigna og forsjá barna. Skilyröi fyrir skilnaöi er frágangur eignaskipta og forsjá barna. Mikilvægt er, aö samningur um eignaskiptin sé skýr og nákvæmur. Ná- ist ekki samkomulag um eignaskiptin fer málið til skiptaréttar, sem skiptir eignunum. Sú leið er þó frekar dýr og oft seinvirk. Til að tryggja rétt sinn er vissara aö hafa lögfræðing meö í ráð- um þar. 3) Náist ekki samkomulag um forsjá barna, úrskuröar dómsmálaráöuneytiö um þaö, aö fenginni umsögn barna- verndarnefndar. Þessi leiö er þó neyö- arúrræöi. Forsjádeila er oftast erfiö og sársaukafull fyrir alla aöila, einkum barniö, og teljum viö mikilvægt að for- eldrar komist að samkomulagi um for- sjána og umgengnisrétt barnsins, við þaö foreldri sem það býr ekki hjá. Þau svör sem hér hafa verið gefin, eru mjög almenn eðlis, þar sem við þekkjum ekki til aöstæðna, sem gætu komiö upp ef um skilnað yröi. Einnig er rétt aö taka fram að helmingaskipta- reglan á eignum gildir í flestum svona tilfellum, nema sérstaklega hafi veriö samiö um annað viö stofnun hjúskapar eöa síöar. Okkur finnst rétt aö benda konum á aö koma í Kvennaráðgjöfina,til þess að fá nánari upþlýsingar, og eins til þess aö ræöa almennt um skilnaöinn, svo og þá samninga sem gera þarf. Þessi ráö- gjöferkonum að kostnaðarlausu, og er Kvennaráögjöfin starfrækt í Hlaðvarp- anum á þriöjudagskvöldum milli kl. 20—22, og eru þar lögfræöingar og félagsráögjafar sem annast þessa ráö- gjöf, ásamt nemum í þessum fögum. Einnig er rétt að benda á bækling Kvennaráögjafarinnar, sem fjallar um skilnaöi, og er hægt aö nálgast hann á skrifstofu Kvennaathvarfsins í Hlaö- varpanum, en Kvennaráögjöfin er meö sameiginlega skrifstofu með þeim. Við vonum að eitthvað af þessum upplýsingum komi aö gagni. Bestu kveöjur Brynhildur og Guðrún

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.