Vera - 01.09.1990, Page 2

Vera - 01.09.1990, Page 2
TIIX/IARIT UIX/I KOIMUR OO KVENFRELSI K onur hafa geysilegt vald. Ég held þær geri sér enga grein fyrir hve mikið það er,“ segir stjórnarformaður Hagkaups í viðtali við Veru. Hann hefur rétt fyrir sér. Við- skiptalífiö nærist á konum. Þær eru kaupendur, neytendur og viðskiptavinir. Konur gætu sett hvaða fyrirtæki sem er á hausinn og æ fleiri fyrirtæki gera sér grein fyrir því að ímynd sem er konum vinsamleg eykur veltuna. Það liggja mikil völd í innkaupa- körfunni. Skákum í því valdi og beinum viðskiptum okkar til fyrirtækja og verslana þar sem komið er fram við konur sem fyrsta flokks starfsmenn og viðskiptavini. Það er gífurlegt vald sem við getum beitt í krafti peninganna og það er vald sem allir skilja. RV ALETTA JAKOBS Aletta Jacobs var hollensk kvenréttindakona og læknir (1854—1929). Hún var læknisdóttir og vildi sjálf veröa læknir, sem var ekki hlaupið aö fyrir konur á þessum árum. Faðir hennar var lítt hrifinn af þessari ákvöröun hennar en hún fór sínu fram þrátt fyrir það. Hún tók fyrst lyfjafræöi og fékk síðan leyfi til að fylgjast með framhaldsnámi pilta í fteðingarbæ sínum. Þegar hún komst að því að próf í Iyfjafræði gæti veitt inngöngu í læknadeild hafði hún samband við forsætisráðherr- ann, sem var frjálslyndur. Þar sem ekki var um formlegt bann við há- skólanámi kvenna að ræða, gaf ráðherrann henni leyfi til að hlusta á fyrirlestra í deildinni. Leyfið gilti þó aðeins í einn vetur, jiví að forsætisráðherrann vildi fylgjast með jiví hvort nærvera hennar hefði óæskileg áhrif á piltana. Þar sem ekkert virtist benda til þess var leyfið endurnýjað. Aletta lauk jiví námi og varð læknir 1879. Hún stundaöi barna- og kven- lækningar í Amsterdam. Hún beitti sér fyrir kynfræðslu og átti t.d. samvinnu við danskar kven- réttindakonur um þau mál. Aletta hóf baráttuna fyrir kosningarétti kvenna í Hollandi með Jjví að krefjast Jiess árið 1883 að vera sett á kjörskrá. Þessu var hafnað og staðfest með dómi 1887 að aðeins karlkyns ríkisborg- arar gætu kosið. Arið 1894 voru stofnuð Samtök um kosningarétt kvenna. Samtökin stóðu fyrir sýningu um vinnu kvenna en voru mjög varkár í allri starfsemi sinni. Þeim óx þó fiskur um hrygg eftir að Al- þjóða kosningaréttarsambandið (IWSA) hélt ráðstefnu í Amsterdam 1908. Aletta Jacobs var for- maður samtakanna frá 1903—1920. Miklar deilur voru innan samtakanna um hversu víðtækur kosningarétturinn ætti að vera og 1899 sögðu konur úr röðum sósíaldemókrata skilið við sam- tökin og stofnuðu sín eigin. Samtök um kosningarétt kvenna börðust fyrir kosningarétti handa konum á sömu forsendum og fyrir karla, Jj.e. að aðeins þeir sem borguðu tiltekinn skatt hefðu kosningarétt og kjörgengi. Nýju samtökin vildu afnema skattaákvæðið og svo virtist sem þeim tækist Jjað en þá braust fyrri heimsstyrjöldin út og málið tafðist um nokkur ár. Hollenskar konur voru kjörgengar 1916, fengu kosningarétt 1919, og full stjórnmálaréttindi 1922. Hollenskar konur hafa verið lítið virkar í stjórnmálum fram á Jiennan dag. Þær fóru seinna út á vinnumarkaðinn en aðrar evrópskar konur og Holland var lengi eina EF landið sem skrifaði ekki undir ákvæði Rómar samningsins um jöfn laun karla og kvenna. Samkvæmt lögum frá 1919 mega hollenskar konur alls ekki vinna fyrstu sex vikur eftir fæðingu barns en barnseignarfrí voru lengi einkamál kvenna og atvinnurekenda. Það var ekki fyrr en um 1950 sem reglum um skírlífi kvenna hjá hinu opinbera var breytt. Aður voru konur sem giftu sig yngri en 45 ára rekn- ar! 4/1990 — 9. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboö í Reykjavík. Sími 22188 Mynd á forsíóu: Anna Fjóla Gísladóttir Ritnefnd: Elísabct Þorgeirsdóttir Anna Ólafsdóttir Björnsson Sigríður Lillý Baldursdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hildur Jónsdóttir Starfskonur Veru: Bjiirg Árnadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Útlit: Kicki Borhammar Ábyrgö: Ragnhildur Vigfúsdóttir Setning og filmuvinna: Prcntþjónustan hf. Prentun: Prentbcrg Bókband: Bókagerðin Plastpökkun: Vinnuhcimilið Bjarkarás. Ath. c ireinar í Vcru cru birtar á ábyrgð höfunda sinna og cru ckki cndilcga stcfna útgefenda. 2

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.