Vera - 01.09.1990, Page 5
SPENNANDIAD ATHUGA
KVENÍMYNDIR
Á SVIÐINU
Konan í meöförum
íslenskra leikskálda,
viötal viö Lilju Gunn-
arsdóttur leikhús-
trœðing.
Ein þeirra sem hkiut kvennarann-
sóknastyrk í ár er Lilja Gunnars-
dóttir til að rannsaka konuna í
meðförum íslenskra leikskálda.
Lilja lærði við nýja Sorbonne há-
skólann í París og lauk Matrise
(MA) í leikhúsfræðum 1986. Það
voru tvær aðrar íslenskar konur
við deildina um leið og Lilja.
Önnur þeirra, Ragnheiður Ás-.
geirsdóttir, hefur nú lokið fyrsta
hluta doktorsins og auk þess sett
upp Galdra Loft viö mjög góðar
undirtektir. Að námi loknu kom
Lilja fljótlega heim, eins og flestir
aðrir íslenskir námsmenn. Hún
hefur aðallega unnið sem blaða-
maður en getur nú loksins farið
að vinna við sitt fag, a.m.k. í tvo
mánuði.
Lilja hefur setið við í heilan mán-
uð og lesið leikrit en hún ætlar sér
að fara í gegnum öll íslensk leikrit
frá því um 1860 til dagsins í dag.
Hún gaf sér þó tíma til að hitta
blaðakonu Veru á kaffihúsi
skammt frá bókasafninu til að
fræða lesendur um verkefnið.
, ,Það er staðreynd að konur eru
mun duglegri að sækja leikhús en
karlar,“ segir blaðakonan (sem er
fyrrverandi sætavísa í Iðnó) er
það af því að það sem er á sviðinu
endurspeglar raunveruleika okk-
ar, eða er j?að enn einn flóttinn frá
hversdagsleikanum?“ ,,Það er
spurning hvort hægt er að fá ein-
hverja mynd af stöðu kvenna út
frá leikritum" segir Lilja, ,,því við
höfum mun fleiri karlhöfunda en
kvenhöfunda og fleiri karlhlut-
verk en kvenhlutverk. Það er
mjög spennandi að athuga þær
kvenímyndir sem konur sjá á
sviði. Sjáum við okkur sjálfar á
sviðinu? Konur eru yfirleitt svo
fullar af sjálfsgagnrýni, við höf-
um lítið sjálfsálit og gleypum því
kannski við því sem sagt er á
sviði? Hvaða hlutverki gegna
konur í leikritum? Hve margar eru
þær og hvernig er þeim lýst?“
Lilja ætlar sér að fara í saumana á
kvenhlutverkum leikritanna,
fjölda aðal- og aukahlutverka,
skiptingu hlutverka á milli kynja,
mikilvægi kvenhlutverka og
ímynd kvenna í verkunum.
Eru konur kannski gamaldags í
leikritum karla? spyr blaðakonan,
taka þeir nægilegt tillit til þess að
þjóðfélagsstaða okkar hefur
breyst? ,,Það er spennandi að sjá
hvort íslensk leikritun gefi til
kynna breytingar á stöðu, ímynd
og viðhorfi til kvenna í íslensku
þjóðfélagi á 20. öld. Við erum
kannski týpur frekar en mann-
eskjur í leikritum karla. Áður
voru konur oft málpípur guðsrík-
is á jörðu, við erum englar, djöfl-
ar eða fífl. í leikritum nítjándu
aldar voru konur síprjónandi
með guðsorð á vör, en í nútíma
leikritum taka þær sauma heim og
raula þjóðvísur!“
Lilja einblínir á textann eins og
hann er frá höfundar hendi, þ.e.
hvernig höfundur lýsir persónum
sínum. ,,Ég tek stykki sem eru
upphaflega skrifuð fyrir leiksvið.
Ég tek bæði leikrit eftir konur og
karla. Ég fann eitt og eitt verk eftir
konur frá því um aldamót, í raun
fleiri en ég bjóst við. Það er
spennandi að sjá hvort kvenhöf-
undar eru með fleiri konur og í
öðruvísi hlutverkum en karlar.
Hvaða hlutverk eru konum ætluð
og hvert er mikilvægi þeirra?
Einnig er fróðlegt að sjá hvaða
tegund af leikritum þrífst en víða
eru leikhús það fyrsta sem er
bannað. Ætli leikhúsið sé ,,sak-
laust“ hér?
Eftir að hafa komið víða við, í
Útilegumönnunum og Haust-
brúði, bárust umræðurnar að
námsárunum í París, þessi
áhyggjulausi tími á sögufrægum
bókasöfnum þegar allt virtist vera
mögulegt heima. Þegar heim
kemur horfa málin oft öðru vísi
við og fæstar virðast geta látið
draumana rætast heldur lenda í
hinu venjulega brauðstriti. Þær
sem streðast við í fræðimennsk-
unni kvarta aðallega undan ein-
angruninni. Kannski lausnin sé
fólgin í því að fræöikonur komi
sér upp sameiginlegri vinnuað-
stöðu, þar sem hægt er að fara
með öðrum í kaffi, ræða verkefn-
ið og fá örvun? Svo er það nátt-
úrulega „peningaspursmálið", en
Lilja er hólpin íbili. ,,Það er mik-
ilvægt að fá þetta tækifæri til að
vinna, þetta þýðir það að ég
kemst af stað með verkefnið. Það
er ekki bara mikilvægt að rann-
saka konur í íslenskum leikritum,
heldur í leiklistarsögunni yfir-
leitt.“ Hér er enn einn óplægði
akurinn og við óskum Lilju góðs
gengis og fjölda styrkja og bíðum
spenntar eftir niðurstöðunum.
RV
5
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson