Vera - 01.09.1990, Qupperneq 12

Vera - 01.09.1990, Qupperneq 12
sýnist mér hún mjög góð. Það skemmtilega er að bæði karlar og konur hafa tekið við sér jöfnum höndum. ,,Náið þið þá inn fleiri við- skiptavinum úr hópi kvenna en önnur verðbréfafyrirtæki?“ „Fyrir tæpu ári gerðum við grófa athugun á kynskiptingunni í viðskiptavinahópnum, því okk- ur grunaði að konum færi mjög fjölgandi. í ljós kom að tæp 40% af eigendum einingabréfa og skammtímabréfa frá okkur eru konur. Sú staðreynd talar sfnu máli.“ Því hefur stundum veriö haldið fram aö konur hegði sér öðruvísi sem viðskiptavinir en karlar. Hver skyldi reynsla Dagnýar vera af því? ,,Þær spyrja meira og vilja fá nákvæmari svör. Því eru þær ágætlega kröfuharðir kúnnar. Hvort það stafi af því að þær séu einfaldlega óhræddari en karlar við að opinbera vankunnáttu sína með því að spyrja eða þurfi að yfirvinna einhverja óöryggistil- finningu í þessum viðskiptum þori ég ekkert að fullyrða um, en þó get ég sagt að mörgum finnst þægilegra að tala við konur þegar þær eru að byrja að feta sig áfram í þessum viðskiptum.“ Kona á fertugsaldri sem vinnur við ráðgjöf til fyrirtækja á sviði almannatengsla segir f samtali við Veru aö möguleikar kvenna til að hafa áhrif á fyrirtæki með því að stjórna betur við hverja þær skipta séu nær ótæmandi. Vegna viðskiptavina sinna kýs hún að láta nafns síns ekki getið. „Fyrirtækin eru almennt mjög viökvæm fyrir því hvað er sagt og skrifað um þau á opinberum vett- vangi. Með því einu er hægt að hafa áhrif á þau. Á sama tíma fer viöleitnin innan fyrirtækjanna til að styrkja ímynd þeirra bæði út á við og inn á við mjög vaxandi, enda er samkeppnin orðin mjög hörð í mörgum greinum. Það kemur fyrir í minni vinnu að ég verð vör við að sumir þeirra yngri karla sem nú eru að byggja upp fyrirtækin og taka við stjórnar- taumunum hafa allt annan þanka- gang gagnvart konum en kyn- slóðin á undan. Ég get ekki geng- ið svo langt að segja að það sé reglan en dæmunum fjölgar hægt og þétt. Oftast eru þetta velmenntaðir menn sem hafa tileinkað sér ákaf- lega faglegt viðhorf til fyrirtækja- reksturs. En það sem kannski ræð- ur úrslitum er að þeir gera sér grein fyrir að kvenvinsamleg ímynd eykur veltuna þegar upp er staðið. Það er ekki lengra síðan en í morgun að einn viðskiptavina minna sagði mér stoltur frá því að hann hefði nýlega ráðið þrjár konur í störf sem áður voru ein- göngu unnin af körlum. Hann hafði trú á því að með því myndi þjónusta fyrirtækisins viö við- skiptavinina batna. Hinu get ég ekki leynt að konur eru enn mjög langt frá því að komast inn í þennan innsta hring viðskipta og fjármála sem stjórn- ar svo miklu hér. Elskuvinafélög karla sem er sambland af við- skiptatengslum, gagnkvæmri hagsmunagæslu og kammeraderíi eru einfaldlega ekki umhverfi fyr- ir konur. En út á þessi tengsl halda margir sjálfum sér og öörum í bissness og, síðast en ekki síst, þeir veita hver öðrum upplýsing- ar. Meðan konum er haldiö utan við þetta upplýsinganet ná þær ekki neinum teljandi völdum í fjármálaheiminum.* ‘ „Eg verð að skoða allan vinnu- markaðinn ef ég á að ná til mín hæfileikaríkasta fólkinu,“ er haft eftir George B. Harvey, forstjóra bandaríska stórfyrirtækisins Pitney Bowes í tímaritinu Inter- national Business Week sem kom út 6. ágúst síðast liðinn. Fyrirtæk- ið hefur gert áætlanir um að fjölga konum í stjórnunarstöðum og samkvæmt þeim hljóta konur 35% af öllum nýjum ábyrgðar- og stjórnunarstöðum. Þessi kvóti gildir líka um stöðuhækkanir. Það sem olli sinnaskiptum hjá for- stjóranum var að þegar fyrirtækið var ílægð á árunum ’81—’82 varð hann áþreifanlega var við að kon- ur meðal starfsliðsins lögðu mun meira á sig en karlar til að snúa þróuninni við. Þetta er eitt fjölmargra dæma sem tímaritið tilgreinir um ger- breytta starfsmannastefnu ýmissa bandarískra stórfyrirtækja. Fyrir- tæki eins og CBS, Avon, Dayton- Hudson, Gannett, Kelly Services og U.S.West eru þar í fararbroddi og er hlutur kvenna í efri stjórn- unarlögum þeirra yfirleitt á bilinu 25—30%. Tímaritið tilgreinir 18 önnur stórfyrirtæki, þar á meðal IBM, Xerox og American Express, sem hafa gert ráöstafanir til að fjölga konum. Mörg eru með sér- stök starfsmannanámskeið fyrir bæði karla og konur til að ryðja úr vegi þröskuldum á braut kvenna upp metorðastigann. Til dæmis er stórfyrirtækiö Du Pont með nám- skeið sem á að hjálpa körlum sem starfa þar til aö vinna bug á með- vituðum og ómeðvituðum til- hneigingum sínum til að mis- muna konum. Þess eru jafnvel dæmi að bónusgreiðslur til stjórnenda fari eftir því hversu vel þeim hafi gengið að fjölga konum í ábyrgðarstöðum. „Þeir sem efuðust um markmið okkar fengu að finna fyrir því í launaumslaginu,“ er haft eftir einum forstjóranna. Peningarnir tala. Bæði amer- ísku og íslensku. H.J. „Þegar til stóö að auglýsa nýja áskrift að einingabréfum í vor ákváðum við að reyna að höfða meira til kvenna en venjan er... ... Það skemmtilega er að bœði karlar og konur hafa tekið við sér jöfnum hönd- um.“ ÞETTA SKALTU GERA Ef þú verður fyrir því í verslun, banka, þjónustufyrirtæki eða annars staðar að vera með- höndluö sem annars flokks viöskiptavinur eða mismunað á einhvern hátt vegna kynferð- is þá skaltu ekki hika viö að beina viðskiptum þínum ann- að. • Segðu stjórnendum fyrir- tækisins frá því að þú hafir ákveðið að leita annað. • Skýrðu frá ástæðunni. • Segöu jafnframt að þú mun- ir skýra öðrum konum frá reynslu þinni. • Lýstu reynslu J?inni í bréfi til Veru, lesendasíðna dagblað- anna eða á öðrum opinberum vettvangi. Nafngreindu fyrir- tækið sem í hlut á. • Biddu um viðtal við stjórn- endur í því fyrirtæki sem þú snýrð viðskiptunum til og segðu hvers vegna þú fluttir viðskiptin til þeirra. Gerðu J^eim ljóst að þú haldir ekki áfram viðskiptum við þá ef sagan endurtekur sig. • Notaðu þetta vald þitt öðr- um konum í hag. Ef þú fréttir af konu sem er mismunað í vinnu vegna kynferðis, sagt upp vegna barneignar eöa Jiess háttar, hættu þá viðskiptum viö fyrirtækið og fáðu aðrar konur til að gera slíkt hið sama. • Ef J^ú veröur vör við mjög grófa mismunun, jafnvel svo um lögbrot sé aö ræða, hikaöu þá ekki við að gera stórmál úr því. Fáðu aörar konur í lið með þér við að skipuleggja aðgerð- ir og mótmæli. • Beittu valdi þínu líka til að verðlauna fyrirtæki sem standa sig vel. Verðir þú vör viö að konur séu metnar að verðleik- um í tilteknu fyrirtæki eöa að fyrirtækið geri ráðstafanir til að mæta þörfum kvenna, bæði sem starfsmanna og viðskipta- vina, veldu þá það fyrirtæki fremur en önnur Jiegar Jiú ert í viðskiptahugleiðingum. 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.