Vera - 01.09.1990, Qupperneq 14

Vera - 01.09.1990, Qupperneq 14
Veró )reí MITT EINA VOPN OG ÉG BEITI ÞVÍ >Ctla mætti að konur sem í árarað- ir hafa sjálfar unnið fyrir tekjum og eru ábyrgar í fjármálum fái þjónustu til jafns við karla íbÖnk- um. Svo virðist ekki vera. Kona í stjórnunarstöðu hjá virtu fyrirtæki í Reykjavík, með 150 þúsund krónur í laun á mán- uði, hefur eftirfarandi dæmisögu að segja af auðmýkjandi viðskipt- um sínum við þrjá banka hér í borg. „Fyrir um það bil 15 árum ætl- aði ég að taka 10 þúsund króna víxil í Landsbankanum. Launin mín höfðu þá í mörg ár farið inn á sameiginlegan tékkareikning okkar hjóna þar í bankanum. Ég fékk hinsvegar hreina og klára neitun. Skýringin sem bankinn gaf var að maðurinn væri skrifað- ur fyrir reikningnum og því teld- ist ég ekki fullgildur viðskiptavin- ur. Það skipti engu máli að launin mín höfðu farið inn á reikninginn svo árum skipti. Auðvitað var það athugunarleysi hjá mér að vera með sameiginlegan reikning og ég breytti því. Nýi reikningurinn minn var þó ekki stofnaður í Landsbankanum. Ég vildi ekki eiga mín viðskipti þar eftir þessa reynslu. Annað dæmi gerðist fyrir um 3—4 árum. Þá var ég skilin og bú- in að festa mér íbúð sem ég var viss um að ráða við. Ég var með lánsloforð frá Húsnæðisstofnun upp á eina og hálfa milljón. Þann- ig stóð á að tæpum tveim mánuð- um áður en lánið kom til útborg- unar þurfti ég að greiða 400 þús- und króna afborgun af íbúðinni. Ég fór í eitt útibúa Búnaðarbank- ans sem ég hafði þá verið í við- skiptum við allar götur síðan ég sagði upp viðskiptum mínum við Landsbankann. Ég sýndi útibús- stjóranum lánsloforðið og út- skýrði stöðuna. Svarið sem ég fékk var skýrt. „Heyrðu vinan, peningar vaxa ekki á trjánum hér. Nei!“ Ég varð æf af reiði. Ef ég fengi ekki peninga innan fárra daga færu íbúðakaupin í vaskinn. Auk þess taldi ég mig pottþéttan við- skiptavin. Ég var og er reglusöm í peningamálum, hafði aldrei farið yfir á heftinu og borgað allt á gjalddaga. Ég var góður pappír. En ég var kona. Það hlaut að vera lóðið. Endirinn á þessari stöðu varð sá að ég notfærði mér tengsl við áhrifamenn í stjórnmálum þó ég sé mjög andsnúin því. Þeir tóku upp tóliö og ég sótti lánið fáum dögum seinna. Það var kuldaleg- ur útibússtjóri sem afgreiddi mig þá. Ég sagði samt upp viðskiptum mínum að bragði. I vetur varð ég í þriöja sinn fyrir auðmýkjandi reynslu í bankavið- skiptum. Það var í einum spari- sjóðanna en launin mín höfðu farið þangað í 3 ár. Ég bað um launalán, fékk tilskilið eyðublað og aflaði ábyrgðarmanna. Tilvilj- un réði því að báðir ábyrgðar- mennirnir voru konur. Báðar konurnar eru þó mjög traustar fjárhagslega, önnur rekur stönd- ugt fyrirtæki og hefur gert í mörg ár, hin er áhrifamaður á vettvangi stjórnmála og á eignir í félagi við eiginmann sinn. Það er skemmst frá því að segja að f sparisjóðnum var mér sagt að þessir ábyrgðarmenn væru ekki samþykktir. Ég varð mjög reið og þær auðvitaö líka. í ljós kom að í skrám þeim sem sparisjóðurinn fletti upp íkom einvörðungu nafn eiginmanna þeirra fram, þó svo þær ættu helming allra eignanna. Kannski er skýringin sú að nöfn giftra kvenna séu aldrei tekin gild. Ég neyddist til að fá aðra ábyrgð- armenn og það varð úr að eigin- menn þeirra skrifuðu undir. Ég hafði fullan hug á að segja upp viðskiptum mínum við þenn- an sparisjóð. Það er eina vopnið sem ég hef og ég hafði beitt því tvisvar áður. Þegar ég velti málinu betur fyrir mér komst ég að raun um að vegna tengsla minna í at- vinnulífinu er ég í aðstöðu til að koma þessari reynslu til skila til áhrifamanna innan sparisjóðsins. Ég er að vinna að því núna og ég vona að þeir átti sig á að svona er ekki lengur hægt að koma fram við konur.“ 14

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.