Vera - 01.09.1990, Qupperneq 21
RANNVEIG
LÖVE
konur og við systurnar fórum
snemma að hjálpa til. Ef við vor-
um að kvarta yfir verkunum, t.d.
veigruðum okkur við að fara inn-
an í vambir, sagði hún: Hendurn-
ar eru bestu verkfæri sem okkur
hafa verið gefin, þú færð ekki
betri verkfæri en hendurnar á þér
og þær hafa þann kost að í hvert
skipti sem þú hefur þvegið þær þá
eru þær jafn góðar. Það er allt og
sumt, sagði hún, ég hlusta ekki á
ykkur. Þetta lærðum við og fórum
eftir því. Og ef við vorum að
kvarta yfir því að eitthvað væri
leiðinlegt sagði hún: Ekkert verk
er öðru verra. Öll þau verk sem
þarf að vinna eiga virðingu skilið
á og það á að gera þau vel. Aldrei að
líta niður á eitt verk, neitt starf.
Það á að vinna af alúð.
Eg held að mamma hafi ekki þráð
að eignast dreng, en hefði eflaust
ekkert haft á móti því ef það hefði
orðið. Hún átti sjálf bræður og
vissi vel hvað það var að vera með
stráka. Hún sagði oft að þetta væri
miklu þægilegra, fyrst börnin
væru svona mörg, að þau væru af
þessu og sama kyni. Við systurnar
eigum allar fá börn, kannski feng-
ið nóg af barnmergðinni. Þetta
fyrsta tímabil ævi manns er algjör-
lega undir handleiðslu og háð
vilja og stjórn foreldra. Þannig
var það a.m.k. þegar ég var að
alast upp. Það getur vel verið að
það sé þannig enn þann dag í dag.
Samt finnst mér að það hafi losn-
að um það vegna þess hve börnin
sem nú koma í skólana eru örygg-
islaus og óróleg. En við höfðum
mikið öryggi og vorum mjög sátt-
ar og rólegar og glaðar. Enda
hafði mamma aðra uppeldisað-
ferð líka, hún var mjög skemmti-
leg kona. Hún kunni lifandis
feikn af málsháttum, vísum og
þulum. Og hún ól okkur upp með
þeim. Hún lét okkur syngja mikið
og ef það var einhver óróleiki í
okkur þá fór hún með þulur. Og
við lærðum þcssar þulur, vísur og
málshætti. Mér fannst málshætt-
irnir oft erfiðir. Hún sagði stund-
um: Sannleikurinn er sagna best-
ur. Og ef maður sagði einhvern
tíma satt það sem kom sér illa að
segja, þá sagöi hún: Oft má satt
kjurt liggja. Við skyldum það
nokkurn veginn, það var ekki
ástæða til að segja alltaf alveg satt.
En stundum sagði hún líka:
Gakktu fyrir hvers manns dyr og
segðu aldrei nema satt og þú
munnt hverjum manni hvimleið-
ur verða. Þá fór ég að verða svolít-
ið rugluð: Sannleikurinn er sagna
bestur. Stundum má satt kjurt
liggja. Segðu aldrei nema sann-
leikann og þú verður hverjum
manni hvimleiöur. Þetta var alveg
voðalegt, þetta voru eintómar
þversagnir, að mér fannst þá. Það
var margt sem ég vildi fá nánari
skýringu á. En aðrir málshættir
sem hún notaði mikið voru mér
auðskildari. Eins og þegar hún
var að hvetja okkur til vinnu og
við vorum latar, þá sagði hún:
Drífið ykkur því að hálfnað verk
þá hafið er. Þegar hún vildi að við
vönduðum okkur sagði hún:
Vandið ykkur, það kernur fram í
seinna verkinu sem gert er í því
fyrra. Einnigsagði hún oft: Það er
betra að veifa röngu tré en öngu,
þ.e. það er betra að gera eitthvað
heldur en ekki neitt, þó svo að
það sé ekki akkúrat það rétta. Það
pirraöi okkur oft hvað hún kunni
margar vísur. Við sögðum þá viö
hana: Oj bara þú svarar okkur
aldrei þú ferð bara með vísu. Þú
kannt vísu við öllu og þú segir
21