Vera - 01.09.1990, Síða 24

Vera - 01.09.1990, Síða 24
upp á hæli. Hann sagði að ég hlyti aö hafa fengið bakteríuna og það væri óþarfi að setja á mig herkla- prufu. Ég fór því uppá hæli í heimsókn og nákvæmlega sex vikum síðar var ég oröin svo mik- ið veik að mér var ekki hugaö líf. Berklarnir alvæg grasseruðu og ég var sett á hælið líka. Við Guömundur vorum saman á Vífilstóðum í þrjú ár og allt okk- ar líf þar var tilhugalíf. Hann var niðri á annarri hæð en ég var á efri hæðinni með mörgum í herhergi og svo hittumst við og fórum út að spássera! Það var ósköp sætt líf. Það voru nokkur hjón þarna en það kom aldrei til tals að hjón væru saman í herbergi, ekki þá. Dóttir mín og ég misstum hvor af annarri á viðkvæmasta tíma. Hún var hjá ömmum sínum til skiptis á meðan við vorum á hælinu. Hún var „Calmetteruð" þ.e. bólusett gegn berklum og veiktist því aldrei. Lífið á Vífilstöðum var mjög sér- stakt. Þarna var fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, bændur, sjómenn, listamenn, læknar, lög- fræðingar, prestar, húsmæður og síðast en ekki síst mæður. Þetta var þverskurður af samfélaginu. Það var unnið mikið menningar- starf. Þaö voru námsflokkar og sett upp leikrit. Það var innan- hússútvarp og stórt og fínt bóka- safn og við töluðum saman um það sem við vorum að lesa. Það var líka gerð mikil og falleg handavinna. Og það var mikil rómantík, svona ,,svermerí“. Fólkið var ástfangið og það fór saman út að labba og heimsótti hvert annað inn á stofurnar og fékk sér kaffisopa og rabbaði sam- an. Þetta var fallegt allt saman en á bakvið beiö dauðinn. Það voru engin lyf til, en við áttum vonina og trúðum á batann. Þess vegna var um að gera að reyna að lifa eins Ijúfu lífi og mögulegt var. Njóta þess sem notiö varð þarna. Það var ekki til neitt sem heitir óregla eða ólifnaður, það var ekki til, en það var mikið ástalíf og það var afskaplega fallegt líf. Og á sumrin fengum við að reisa okkur tjöld í hrauninu. Það var yndis- legt, fallegt og skjólgott. Það var alltaf biðröð af sjúklingum alls staðar af á landinu svo hraustustu sjúklingarnir voru settir út í tjöld á sumrin og nýir sjúklingar fengu plássiö inni á meöan. Okkur hjónunum var útvegað tjald, með trébotni og tveimur legurúmum í svo við gætum tekið fyrirskipað- an legutíma tvisvar á dag. Við héldum til í tjaldinu milli máltíða eftir að við komumst á fætur og þetta var eins og lítið heimili. Viö löguðum kaffi og fórum stundum með nesti með okkur af hælinu svo heimsóttum við hvert annað í tjöldunum, þetta var annað líf. Þetta var bara önnur veröld. Það voru ekki mikil samskipti við hið raunverulega líf. Þetta var ein- angrun en þetta var samt gott líf miðað við aðstæður. Við fengum bæjarleyfi öðru hvoru og það fengu allir. Það fór þó eftir því hversu smitandi við vorum. Okkur var kennt að um- gangast fólk. Við máttum t.d. aldrei koma nær nokkurri mann- eskju en í armslengd og við áttum alltaf að hafa vasaklút fyrir vitum ef við hóstuðum, aldrei hósta út í loftið, hvort sem við vorum smit- andi eða ekki. Þetta var regla sem gilti fyrir alla: Armslengd og vasa- klútur. Það var líka önnur regla sem gilti fyrir okkur öll, ef við borðuðum annars staðar þá átti að sjóða allt dótið okkar. Við Guömundur máttum aldrei hand- leika barnið okkar, við máttum ekki halda á henni í fanginu. Það var erfitt. Eg fór noröur á Akureyri í höggn- ingu. Ég var orðin svo þreytt á þessu, sárið vildi ekki gróa og mér fannst ég verða máttlausari og máttlausari með hverjum degi. Læknarnir vildu að ég biði en það vildi ég ekki. Ég sagðist ekki ætla í höggningu til að deyja, ég ætlaði í höggningu til að lifa. Ég ætlaði að fara í bæinn og eiga börn. Ég ætlaði að fara heim. Guðmundur fékk að fara með mér norður, við vorum ekki aðskilin þá. En auð- vitað fórum við á eigin kostnað. Við vorum algjörlega háð því að ættingjar okkar gætu látið okkur ýmislegt í té, föt, peninga og ann- að. Foreldrar mínir borguðu far- gjaldiö norður og pössuðu barnið okkar. Ég fór í tvær aðgeröir og það voru bara tekin sex rif úr mér og hálft herðablað. Eg veiktist mikið og mér var ekki hugað líf. En ég lifði. Þegar ég hresstist var ég flutt á Kristnes jiar sem Guð- mundur var. En á meðan á þessu stóð gréri Guðmundur sára sinna og Jíegar við komum suður aftur um voriö, var hann heill heilsu. Viö œtluöum aö muna aö viö feng- um lífiö og vera þakklát fyrir þaö, því aö þaö er ekket sjálfsagt þegar maður veikist aö fá lífið aftur og því vor- um viö svo þakklát fyrir þaö og minnt- um hvort annað oft á þaö. Ég var hins vegar eins og aumingi, öll vafin og með litla fótaferð. Helgi læknir vildi senda Guð- mund á Reykjalund, sem var þá ný tekinn til starfa. Ég var of veik til að fara en vildi ekki láta skilja okkur að. Ég talaði við lækninn en hann sagði að það væri ekki tíma- bært að ég færi. Ég sagði við hann að ef Guðmundur færi þá færi ég líka. Á Reykjalundi giltu Jíær regl- ur að fólk varð að vinna þrjá tíma á dag og ég var ekki komin á nema Jiriggja tíma fótaferð. Það var tal- að við yfirlækninn á Reykjalundi og hann sagði að við skyldum sjá til hvað ég gæti gert. Við fórum 1. maí og það var eins og himnaríki að vera saman í eigin herbergi eft- ir öll þessi ár. Við vorum þarna í tæpt ár. Guömundur fór strax að vinna og ég var alltaf að leita að einhverju nógu auðveldu sem ég gæti setið við. Ég bjó til leikföng úr tuskum. Það gat ég gert í rúm- inu. Ég var voða þreytt. Það breytti lífi okkar mikið að verða berklaveik. Við vorum alveg tekin úr umferð í fjögur ár. Viö lifðum öðru lífi á Vífilstööum og Reykjalundi og vorum alltaf aö bíða eftir því að komast út. Við vissum hvað var fyrir utan, við vorum búin að lifa venjulegu lífi og við vissum að við yröum að aðlagast á ný. Við yrðum að laga lífið að okkur þegar við kæmum út aftur, því að við gerðum okkur ljóst að við gætum ekki tekist á við hlutina af sömu hörku og við gátum meðan við vorum hraust því að við urðum viss tegund af öryrkjum eftir J^etta. Maður getur unnið, en ekki hvað sem er. Og við horfðum alltaf út, eins og í gegnum gler, gler sem var á milli okkar og lífsins sem við þráðum að komast aftur í. Það var aldrei talað um það sem tæki við. Viö vissum að við ætluðum út, en við ræddum aldrei um hvað við ætl- uðum að gera J^egar við kæmum út, aldrei. Við vorum þarna, lifð- um þessu lífi eins vel og viö gát- um og nutum þess sem notið varö, en það var alltaf í bakþank- anum að við vorum á leiðinni f gegnum glerið. Það var eitt sem viö Guðmundur töluðum oft um: Þegar við útskrifumst Jiá ætlum við að muna að vera þakklát fyrir lífið, Jjví að Jtaö er ekkert gefið að eiga það. Við hétum Jwí, ef við lifðum og kæmumst út, að gleyma aldrei öllu unga fólkinu sem dó. Þegar við útskrifuðumst voru 24

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.