Vera - 01.09.1990, Síða 27

Vera - 01.09.1990, Síða 27
úti í 1V2 ár síðast liðin 10 ár enda eignast þrjú börn og kosið að vera heima hjá þeim. Hún byrjaði í læknisfræði og átti eftir eitt próf á fyrsta ári, þegar hún Ieit upp úr bókunum einn daginn, sá sólina og ákvað að þetta væri ekki fyrir hana. Samkeppnisandinn í deild- inni átti ekki við hana en til að nýta námið fór hún í meinatækni. Árið 1983 fór hún með eigin- manni og tveimur börnum til Kanada, hann lærði landslags- arkitektúr en hún sá um heimilið og prjónaði lopapeysur til að drýgja námslánin. Vinir og vandamenn sendu henni lopa eða komu með og hún hannaði sínar eigin peysur sem hún seldi á bændamarkaði í skítakulda yfir veturinn. ,,Ég var alltaf með hnyklana í plastpoka enda mátti aldrei líta af börnunum og peys- urnar voru því prjónaðar við sandkassann eða á markaönum.“ í dag má hún ekki finna lykt af lopa því að hún fékk alveg nóg af honum enda kannski ekki að furða, hún prjónaði tæpar 300 peysur á þremur árum (með smá barnseignarfríi inn á milli). Fljótlega eftir að þau komu heim fór Jóna Björg að sauma barnaföt fyrir ættingja og vini. Hún kynntist Ástu í Ceres og hvatning hennar hafði mikið að segja. Jóna Björg tekur líka að sér verkefni, eins og skírnarföt, en hefur aldrei auglýst starfsemina nema í bakaríinu í hverfinu. Hún fór í nokkur skipti í Kolaportið en gafst upp þegar hún lenti við hlið- ina á hákarlssala! Nú tekur hún á móti fólki í þvottahúsinu þar sem hún á albúm full af myndum af börnum í fötum frá henni en ,,það skemmtilegasta sem ég veit er að sjá börn í flíkunum* ‘. Og það er svo sannarlega gaman að sjá börn íþessum fallegu og velgerðu fötum. Jóna Björg er með nokkrar grundvallarreglur, t.d. verða öll snið að vera mjög víð og þægileg, ísetan á buxum má aldrei vera styttri en skálmlengdin (útaf bleyjunni) og sem minnst þarf að setja yfir höfuðið á barninu. Hún notar sérstaka teygju sem andar og börn fá því ekki exem undan henni og hún setur stroff framan á allar skyrtur. Jóna Björg saumar nú silkiblóm í gríð og erg, enda hægt að gera það fyrir framan sjónvarpið á kvöldin eða úti ísól- inni, og setur eitt blóm á hverja flík, svona nokkurs konar vöru- merki. Hún keypti lengi tilbúin blóm, sem eru handunnin af dönskum körlum, en ákvað svo að hún gæti vel gert þetta sjálf og þyrfti því aldrei að sitja auðum höndum. Þvottaleiðbeiningar eru á hverri flík og eiginmaðurinn hannaði vörumerki, sem er teikn- ing af börnunum þremur. Samfestingar, gallar, kjólar, húf- ur, skór, kragar, smekkbuxur, skyrtur, hnébuxur og síðbuxur í fallegum litum hanga á slá í þvottahúsinu og bíða eftir að vera keypt. Fötin eru öll hönnuð og saumuð í íhlaupum enda lítur Jóna Björg ekki á þetta sem at- vinnu heldur búbót og gleðigjafa. Kannski er þetta líka undirbún- ingur undir annað og meira. Jóna Björg saumar líka allar 20 jóla- og afmælisgjafirnar og hefur því nóg að gera. Nú er hún að byrja að sauma doppótta pollagalla fyrir haustið og svo þarf að huga að jólalagernum. Hún hefur verið sí- saumandi allt sitt líf því að mamma hennar lét hana hafa tuskur sem hún saumaði tölur á „Það skemmtileg- asta sem ég veit er aö sjá börn í tlíkun- um.‘‘ aðeins tveggja ára. Jóna Björg fór þó ekki að sauma af alvöru fyrr en hún átti börnin og nú saumar hún allt á þau: úlpur, kápur, kjóla, jakka, buxur, boli, jogginggalla og hvað þetta nú heitir allt saman. Önnur börn njóta Iíka góðs af sköpunargleði hennar og ég yfir- gaf hana með grænan galla undir hendinni, hver fær hann kemur í ljós. RV 27

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.