Vera - 01.09.1990, Síða 28

Vera - 01.09.1990, Síða 28
HÚN HAFÐI KJARK AD REYNA NÝJAR AÐFERÐIR OG FANN LEIÐ AÐ BETRA LÍFI Rœtt viö Guðnýju Guömundsdóttur, húöráögjafa og for- mann Mígrensam- takanna. Starfsorkan og framkvæmdagleð- in geislar af Guðnýju Guðmunds- dóttur. Hún virðist vera heil- brigðið uppmálað og engum dett- ur í hug að hún þjáðist um árabil af mígreni, magasári, húðsjúk- dómum og fleiri kvillum. Hvað þá að hluti ævi hennar hafi verið ganga á milli lækna og að hún hafi jafnvel legið undir ámæli um ímyndunarveiki og leti! f dag er hún laus við mígrenið og önnur veikindi sem háðu henni í svo mörg ár. Hún lifir gerbreyttu lífi og reynir sem húðráðgjafi og for- maður Mígrensamtakanna að hjálpa öðrum konum að finna leið út úr veikindunum, eins og hún gerði sjálf. Leið Guðnýjar til bata byggist ekki á neinum hefðbundnum að- ferðum og það er ljóst að hún þurfti að taka líf sitt og lifnaðar- hætti til gagngerar endurskoðun- ar í leit að lækningu. Mér dettur í hug að blómin sem einu sinni voru í stofunni hennar segi ef til vill sína sögu um þá ákveðni og staðfestu sem hún hefur þurft að hafa til að losa sig við hugsunar- hátt og sjúkdóma sem komu í veg fyrir að hún gæti lifað því lífi sem hún óskaði. „Einu sinni átti ég 63 blóm hér inni, mörg stór og mikil. En svo uppgötvaði ég hversu mikið af tíma mínum fór í að sinna þeim svo ég losaði mig við þau smátt og smátt.“ Það er einmitt eitthvað af þessu fordómaleysi gagnvart nýjum hugmyndum og aðferðum sem Guðnýju langar til að koma inn í starf Mígrensamtakanna samhliða þeirri starfsemi sem er þar þegar í gangi. „Það hefur verið lögð mik- il áhersla á hvað vísindin gætu gert, og læknar hafa reynst okkur ómetanlegir í starfinu. Ég hafði þó gaman af að kynna svolítið meira af svo kölluðum „alterna- tívum“ aðferðum, því ég held að við verðum að leita allra leiða til að ná bata. Það má einfaldlega ekki setja dæmið upp þannig að það verði spurning um annars- vegar beinhörð vísindi eða dul- hyggju hins vegar eins og svo oft er gert hér á landi. Það er margt þar á milli.“ Guðný leggur áherslu á að engin ein undralausn sé til og að hennar vinna við að lækna sjálfa sig hafi tekið mörg ár. Þegar hún talar um ævi sína velur hún að skipta henni í tvo spretti og lýsir þeim fyrri á þennan veg: „Þegar ég var komin undir þrí- tugt var ég búin að ná mér í mígren, bakveiki, svefntruflanir, meltingartruflanir, vöðvagigt, exem, bólur og kýli, ofnæmi, magasár, ristilbólgu, móðurlífs- sjúkdóma, skemmda hálskirtla með tilheyrandi liðagigt um tíma, svima, yfirlið og Guð veit hvað. Ég gekk til lækna, en það breytti ekki neinu á meðan magasárin voru ekki opin, því ekki fyrr en maður liggur í blæðingum eða eitthvað greinist á mynd er maður talinn vera löglega veikur. Það sem ég gerði var að reyna að liggja úr mér. Ég tók nánast aldrei lyf, enda fékk ég á mig umtal fyrir ímyndunarveiki og leti, á meðan manninum mínum var hins vegar vorkennt fyrir að eiga slíka konu.“ Guðný rifjar upp hvernig henni leiö á þessu tímabili og meinar að þrátt fyrir köstin hafi daglega lífið verið henni þungbærast. „Maður var svo þreklaus og var hálfpart- inn á því að gefast upp stundum. Eiginmaður minn var alltaf í vinnu, stunduð mánuðum saman úti á landi, og ég var ein með börnin þrjú, þar af eitt mjög heilsulítið. Ég man hvað það gat verið erfitt að eiga við kvíðann, að kvíða alltaf fyrir aðsteðjandi verkefnum og óttast að vera lasin þegar að þeim kæmi.“ Það kom þó að því að Guöný varð ,,löglega“ veik, hún var lögð inn á spítala og fór í aðgerðir fjórum sinnum á tveimur árum. „Verstar voru svæfingarnar. Mér fannst ég forheimskast svo af þeim, því ntinnið skaddaðist verulega. Það var mikið áfall fyrir mig því minnið liafði verið svo skarpt. Ég er komin af skáldum og á heimili mínu þótti það heimska að þurfa að heyra vísu oftar en einu sinni til að geta farið með hana. Mér þótti þetta aldrei neitt 28

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.