Vera - 01.09.1990, Page 33

Vera - 01.09.1990, Page 33
mæta til starfa. Varpað var fram þeirri spurn- ingu hvort Kvennalistinn yrði ekki aö fullnægja bæði þörfum þeirra kvenna sem vilja fá skemmtilegan félagsskap og þeirra sem vilja vera í pólitík. Spurt var hvort eymdarpóiitíkin væri alveg að ná tökum á Kvennalistakonum og hvort það væri e.t.v. hluti af henni að kvarta undan því að erfitt sé að vera í kvennahreyf- ingu? Er ímynd Kvennalistans orðin of nei- kvæð? Ef svo er er það kannski afleiðing af starfi hans þar sem Kvennalistakonur hafa vakið rnáls á ýmsum neikvæðum þáttum, s.s. ofbeldi gagn- vart konum, sem voru til staðar áður en þagað yfir? Konur voru sammála unt að umræðan væri of neikvæð og yrði að sýna fram á það að konur vilja gera eitthvað og geta það. Konur eru ger- endur í lífi sínu, ekki einungis þolendur. Brýnt að vinna áfram Hansína Einarsdóttir hristi enn frekar upp í fundarkonum nteð erindi sínu urn konur og völd á Norðurlöndum. Hún tók fyrir goðsögn- ina um hinar sterku og sjálfstæðu íslensku kon- ur sem gengur ljósunt logum á hinum Norður- löndunum (Kvennafrídagurinn ’75, forseta- kosningarnar ’80, kvennaframboðin ’82 og ’83, nafnahefðin, galdrafárið og hve margar konur fara út í nám). Hansína sýndi fram á, með samanburði á stöðu kvenna í ýmsum störfum á Norðurlöndunum fimm, að þegar betur er að gáð hafa íslenskar konur það síður en svo hetra en aðrar norrænar konur. Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist verulega hér á landi, íslenskar konur eru hetur menntaðar en áður en meðallaun þeirra eru aðeins 50—60% af meðallaunum karla. Félagsleg aðstoð er ntun verri hér en á hinum Norðurlöndunum: Hér eru færri dagheimili, aðeins 7 veikindadagar á ári vegna barna á móti 80 dögum í Svíþjóð, fæð- ingarorlofið er mun styttra, skólafríin skapa aukin dagvistunarvandamál og svo er vinnu- tími lengstur liér. Þessar upplýsingar sýna, að mati Hansínu, hversu brýnt er að vinna áfram að bættri stöðu kvenna. Hansína benti á að hér á landi skortir upplýsingar urn stöðu kvenna (bæði jákvæðar og neikvæðar). Auk þess vantar upplýsingar um allt sem Kvennalistinn hefur gert. Hún lagði ntikla áherslu á að innbyrðis santbandsleysi milli kvenna sem starfa, eða hafa starfað, með Kvennalistanum yrði að laga og upplýsingun- um yrði að koma út til fjöldans. Hugmynda- fræðin er of þröng, sagði Hansína og þarf að setja í víðara samhengi. Hún talaði urn ungu konurnar sem eru sinnulausar og telja að bar- áttunni sé lokið. Hún telur ímynd Kvennalist- ans ekki nógu góða og segir Kvennalistakonur vera langt frá hinni almennu konu og því ekki geta sett sig í hennar spor. Hansína talaði einnig um starfsaðferðir Kvennalistans og hvort þær virkuðu í raun. Hún spurði hvernig grasróta- hugmyndin, valddreifingin, útskiptingar, ákvarðanir, skipulag, skipulagsleysi hefði reynst. Hún ítrekaði að Kvennalistinn stendurá krossgötum þar sem hvorki eru merkingar né vegvísar. Til að hjálpa Kvennalistanum úr spor- unum setti Hansína upp þrjá vegvísa: STOI’P — EINSTEFNA — VINNUSVÆÐl. Annaðhvort lætur Kvennalistinn staðar numið hér, fer ein- stefnubraut inn á friðað svæði harðlínufemín- isma eða inn á vinnusvæði og endurmetur hug- myndir og aðferðir. Hansfna lauk orðum sínum svo: „...betur máef duga skal. Við fórum í sam- eiginlegt framboð 1982 því við töldum nauð- syn á sérframboði kvenna til að vekja athygli á stöðu okkar. Nú er forskólanum lokið, eiginlegt skólanám hafið og við verðum að taka prófin líka." Hansínu var þakkað hressandi og vekjandi erindi, nú yrði svo sannarlega að fara að taka til hendinni. Gagnrýni yrði að vera jákvæð og uppbyggileg og ekki mætti gleyma þvf sem vel hefur verið gert. Eftir hádegi hófu María Jóhanna Lárusdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Jóns- dóttir hugstormun um efni dagsins. Þær sögðu að það sem Kvennalistinn þyrfti væri allsherjar tiltekt, en ekki mætti slíta í sundur fortíð, nútíð og framtfð. Þær stöllur drógu vorþingskonur út í góða veðrið og vörpuðu fram nokkrum grundvallarspurningum: Hverju hefur Kvenna- listinn áorkað? Hver er ímynd Kvennalistans? Hvað finnst okkur um Kvennalistann? Við hvað eru konur að berjast? í hvað hefur orka Kvenna- listans farið? Hver eiga forgangsverkefnin að vera? Hvaða aðferðum eigum við að beita? Það er of langt ntál að telja upp allt sem kom frarn, en Kvennalistakonur sýndu að þær geta beitt sjálfsgagnrýni og sjálfshóli og eru alls ekki sam- mála um allt. Að loknu hugflæðinu skiptust konur í fimm hópa og hver hópur valdi fimm forgangsverkefni, hvað skyldi gera, hvernig og hver ætti að gera það. Á sunnudagsmorgninum voru öll forgangs- málin (13 fengu atkvæði) og tillögur að útgáfum (6 tillögur) skrifuð upp. Síðan voru valin fjögur forgangsmál og tvær útgáfur og merkt við það sem Kvennalistakonur ætla að vinna að fram að landsfundi. Hópar voru myndaðir um launa- mál, atvinnustefnu, umhverfismál og EB með sérstöku tilliti til þess hvaða áhrif þróunin í Evrópu hefur á hagi kvenna. Hugað verður að útgáfu upplýsingabæklings um stöðu íslenskra kvenna og að öðrum um atvinnumál kvenna, réttindi og skyldur. Þetta eru því forgangsverk- efni í endurskoðun stefnuskrár Kvennalistans og á að vera lokið fyrir landsfundinn í nóvem- ber. Enn þörf fyrir Kvennalistann Danfríður Skarphéðinsdóttir ræddi að lokum um framtíðina. Hún sagðist vera sannfærð um það eftir þingið að enn væri þörf fyrir Kvenna- listann enda binda margir vonir við hann, bæði utanlands og innan. Hún sagði að Kvennalist- inn yrði að setja sér skýrari stefnu, skýra hug- tök innan lista og utan og drífa sig inn á vinnu- svæðið hennar Hansínu. Hins vegar mætti ekki vera of lengi þar og alls ekki fara með stórvirkar vélar sem rífa allt upp, heldur leggja fljótlega á brattann, vel skóaðar, þar sem yfirsýnin væri meiri. Danfríður kvað í lagi að fara aðeins útaf stígnum en aldrei mætti fara afturábak. „Við verðum að liorfast í augu við það að við erum ntargar og ólíkar, verðum að láta í ljós skoðanir okkar og taka gagnrýni. ...Við höfurn fjöregg í höndunum og ábyrgð okkar er mikil.” Hún lauk orðum sínum á gömlu spakmæli: Allt er hægt á morgun, engin ósk of heimskuleg, ekk- ert takmark of hátt. Þó svo að hljóðið virtist fremur dauft í Kvennalistakonum við upphaf þings var það betra við lok þess. Vorþingskonur töluðu oft um að tiltektar væri þörf innandyra í Kvenna- SAGT Á VORÞINGI: Það setn konur þurfa er að líta á sig sem ein- stakling sem hefur ákveðin réttindi og gera kröfur í samrœmi við það. (Kristín Ástgeirs- dóttir) Við erum kvenvinsamlegar en ekki karlfjand- samlegar. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) Er Kvennalistinn að verða kvennafœla? (Sig- urborg Daðadóttir) Við höfum kraftinn og réttinn okkar megin. Við eigum að vera ísókn en ekki vörn. (Kristín Ástgeirsdóttir) Aðrar konur vilja baða sig í okkar Ijósi, en vilja jafnframt slökkva ijósið. Til að kotna í vegfyrirþað megutn við ekki láta setja okkur undir blœju. (Guðrún Agnarsdóttir) Það er sálarstríð að vera í minnihluta innan Kvennalistans. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) Kvennalistinn er eins og sigti, þœr setn eru ósammála fara, þess vegna er það einslitur hóþursem situr eftir. (Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir) Við tölum of sjaldan utn forréttindi karla, tnœnutn bara á eigin etfið/eika. (Kristfn Ást- geirsdóttir) Kvennalistinn er ekki sautnaklúbbur. Það er ekki hœgt að taka konu utan af götunni og leiða hana inn í umrœðuna strax. Auðvitað eru klíkut; þœr sem hafa reynsluna hljóta að þurfa að rœða satnan um tnál sem ekki kotna öl/utn við. (Guðrún Er/a Geirsdóttir) Krafan utn sameiginlega skoðun innan Kvennalistans var edlileg í uþþhafi þar setn mikið /á við að standa satnan. Nú er þetta orðið eitis og einhver dyggð setn við höfum fest okkur í. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) Við höfutn gengið slóð sem enginn hefurgeng- ið áður. Vegurinn ere.t.v. grýttari en viðgerð- utn okkur grein fyrit: (María Jóhatma Lárus- dóttir) listanum og með hugflæðinu var stefnt að því að lýsa upp innanhússdraugana. Nýjabrumið er e.t.v farið af Kvennalistanum í hugurn margra. Önnur stjórnmálaöfl hafa tileinkað sér margt úr málflutningi Kvennalistans og því er nauð- synlegt fyrir Kvennalistakonur að korna sér- stöðu listans betur til skila. Þær þurfa að skerpa línurnar og efla tengslin bæði út á við og inn á við. Kvennalistinn er á krossgötum, eins og Hansína benti á, hann hefur alls ekki lokið hlut- verki sínu og þarf að halda vöku sinni. Það er ekki til neinn einn hreinn tónn í kvennapólitík, konur eru jafn mismunandi og þær eru margar en til að rödd þeirra heyrist þurfa þær að beita henni. RV 33

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.