Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 35

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 35
HEÐAX OG I» \II V\ gagnrýna lýsingu á félagslegri reynslu og misrétti meðal ná- tengdra kvenna. Hann telur að í huldufólkssögum sé að finna greiningu og endurmat á fram- lagi vinnukvenna til fram- leiðslu og frjósemis. Einnig eru sögurnar vitnisburður um gagnkvæma samúð giftra og ógiftra kvenna, sem færðu ólíkar fórnir til altaris þess skipulags sem setti völd, eignir og ábúðarrétt ofar ástinni og kynlífinu. KONUR OG BYGGÐAÞRÓUN „Konur .og byggðaþróun" er heiti á norrænni ráðstefnu sem verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði dagana 12—13 október n.k. Fyrirlesarar koma frá (lllum Norðurlöndunum og í hópvinnu verður rætt um byggðapólitík á Norðurlönd- um, þýðingu stjórnvaldsað- gerða fyrir konur í dreifbýli og hver sé æskileg framtíðarþró- un frá sjónarhóli kvenna. Nánari upplýsingar veitir Kristín Árnadóttir hjájafnrétt- isráði, s: 622665- SUNNLENSKAR KONUR OG ATVINNUMÁL Dagana 23- júní til 1. júlí s.l. var sunnlensk atvinnusýning á Selfossi, Bergsveinn 1990 (nefnd eftir landvættinum í skjaldarmerkinu, risanum sem fór fyrir suðurströndinni). Iðnþróunarsjóður Suðurlands stóð fyrir sýningunni sem var liður í atvinnuþróunarverk- efni í kjördæminu og hafði það markmið að koma á framfæri og kynna starfsemi sunn- lenskra fyrirtækja til að sýna umfang atvinnustarfsemi á svæðinu. Sýningin var í Fjöl- brautaskóla Suðurlands og var í hefðbundnum atvinnusýn- ingastíl, hægt var að smakka hitt og þetta og sanka að sér bæklingum um aðskiljanleg- ustu efni. Starfsfólk var sérlega almennilegt og gerði enga at- hugasemd fyrr en börnin kornu að biðja um sjötta ísinn! Við fórum þrjár vinkonur til að kynna okkur hvað konur á Suðurlandi eru að gera, og komumst að því að þær eru að gera ýmislegt. Eina ,,hreina“ kvennafyrirtækið sem við fundum þó er Landkostir h.f. sem Elín Erlingsdóttir land- fræðingur rekur. Landkostir h.f. mæla og gera uppdrætti og kort af ýmsu tagi, auk annarrar landfræðilegrar þjónustu. Samband sunnlenskra kvenna var með heilt herbergi og sýndi ýmsan heimilisiðnað. Á einum vegg voru kynntar niðurstöður skýrslu Landbún- aðarráðuneytisins um konur í landbúnaði og sýndar ljós- myndir af konum við ýrnis störf. I fyrra vor var sendur spurningalisti til um 2000 bændakvenna þar sem þær voru beðnar um að svara 24 spurningum sem gefa til kynna viðhorf þeirra, stöðu og óskir. Urn 700 svör bárust (sjá greinar í Veru, sept. 1989). Niðurstað- an er að dulið atvinnuleysi er mikið meðal sveitakvenna og auknir tekjumöguleikar með fjölþættari atvinnu eru betri trygging búsetu en flest annað. Á þessari litlu sýningu sést að sunnlenskar konur eru upp- fullar af góðunt hugmyndum og hafa hrint mörgum í fram- kvæmd. Karen Jónsdóttir á Ormsstöðum í Grímsnesi er söðlasmiður og á sýningunni voru tvö gullfalleg beisli eftir hana. Ásthildur Sigurðardóttir í Birtingarholti breytti hænsnahúsi í saumastofu og saumar þar útigalla og sloppa fyrir einstaklinga og stofnanir. Elinor á Seli í Grímsnesi, sem er einn af frumkvöðlum í ferðaþjónustu, er nýbúin að byggja hús fyrir gesti sína. Eins og þessar konur hafa eflaust reynt, þá er ekki nóg að fá góða hugmynd, fólk þarf líka ráðgjöf, styrki og fjármagn. Slíkt hefur ekki legið á lausu hingað til. Reyndar hefur verið til umræðu hjá Byggðastofnun að veita styrki eða lán til srnærri verkefna. Það er „ein- dreginn vilji“ stofnunarinnar að stuðla að auknum verkefn- um í strjálbýli og vonandi að hún sýni hann í verki. Iðnráðgjafi Suðurlands og formaður sýningarstjórnar segir m.a. í sýningarskrá að til- gangur verkefnisins hafi verið ,,að efla samhug starfandi fyr- irtækja, markaðssetja Suður- land sem framtíðarstað fyrir öfluga nýsköpun og fá starf- andi fyrirtæki til að flytja starf- semi sína alla eða að hluta til Suöurlands". Þess má geta að þetta er alveg í anda þings- ályktunartillögu Kvennalist- ans um nýja atvinnumöguleika á landsbyggðinni (sem var samþykkt með orðalagsbreyt- ingum) urn fjarvinnustofur sem m.a. Landkostir h.f. á Sel- fossi tekur þátt í. Fyrir utan að vinna hjá öðrum (t.d. á prjóna- stofu, í fiski eða í búð) reka sunnlenskar konur hunda- hótel, rækta íslenska hunda, hanna og prjóna ullarvörur og reka söfn. Þær lausnir sem sunnlenskar konur eygja í at- vinnumálum var það áhuga- verðasta á Bergsveini 1990. Atvinnusýning eins og þessi á að hvetja fólk til dáða og því hefði farið vel á því að gera þessu frábæra framtaki sunn- lenskra kvenna ýtarlegri skil. 19. JÚNÍ UM LAND ALLT Þann 19. júní s.l. héldu ís- lenskar konur uppá 75 ára af- mæli kosningaréttar á ýmsan hátt. Konur í Gnjúpverja- hreppi fóru í sína árlegu 19. júní reið um sveitina og end- uðu í grillveislu að vanda. Á Sauðárkróki var stofnuð kvennasmiðja, sent á að vera menningar- og fræðslumið- stöð fyrir skagfirskar konur á öllum aldri. Konur á Akureyri gerðu sér glaðan dag og grill- uðu fjallalömb við Nausta- borgir. Á Selfossi og Egilsstöð- um voru nokkrar konur heiðr- aðar og auk þess fjölmenntu konur á útimarkaðinn á Egils- stöðum. í Reykjavík var farið í skrúðgöngu um miðbæinn og endað á Austurvelli, Alþingis- húsið skoðað og um kvöldið var hátíðarfundur í fslensku óperunni. Þátttaka var góð, t.d. taldi lögreglan að um 8000 manns (flest konur) hafi tekið þátt í göngunni í Reykjavík og urn kvöldið var troðfullt í íslensku óperunni. 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.