Vera - 01.09.1990, Page 37

Vera - 01.09.1990, Page 37
ÁVARP SÉRA AUÐAR EIRAR I ÍSLENSKU ÓPERUNNI ÞANN 19. JÚNÍ S.L. Já, hvers vegna skyldi okkur miða svo seint. Hvers vegna skyldu konur ekki hafa þyrpzt til mennta og embættisstarfa þegar lögin leyfðu þeim það árið 1911? Hugmyndirnar binda okkur. Það er svo erfitt að slíta þegar öll jörðin togar á móti, sagði lítil stelpa, sem var að reita arfa. Kvennadansinn er enn þá eins og hringdansinn, sem ég tók þátt í fyrir mörgum árum á al- þjóðlegri kvennaráðstefnu: Tvö skref fram og eitt skref aftur. Tvö fram og eitt aftur. Samt eru 200 ár síðan Mary Wollstonecraft sagði í Eng- landi að dætur ættu að mennt- ast og að börn ættu að fá jafna umhyggju beggja foreldra. Og ekkert okkar veit hvað það er langt síðan Guð sagði: Ég skapa ykkur í minni mynd, karl og konu. HÚN skipti ekki með okkur verkum, við gerð- um það sjálf seinna, án þess að spyrja hana leyfis. Seinna höf- um við séð að við áttum aldrei að láta það gerast. Og við þjöppum okkur saman til að komast aftur þangað sem Guð setti okkur. Við sjáum að vinátta kvenna er kraftur. Við höfum samt velt því vand- lega fyrir okkur hvort vinátta okkur einangri okkur kannski bara í litlum hópum, þar sem við huggum hver aðra yfir valdaleysinu. Og við spyrjum: Verðum við að kenna hver annarri að fara eftir gömlu feðraveldisreglunum um völd og forréttindi? Sum segja að það þýði ekkert annað. En sumar okkar segja að það skulum við ALDREI gera. Við skulum aldrei stjórna ofan frá og niður eftir, ALDREI hætta að bera umhyggju, ALDREI hætta að þurrka tár af smá- börnum og hita kaffi handa þeim, sem eru einmana. Hvað eigum við að velja? f fyrradag var ég í boði með konum, sem sungu og döns- uðu og töluðu um drauma sína, og þær, sem buðu okkur höfðu notað hálfa nóttina til að elda matinn og baka kök- urnar. Þetta er svo gaman, sögðum við. Svo hvort er eiginlega mikilvægara að safna fólki saman til að fylla það nýjum krafti, eða skrifa doktorsrit- gerðir eða eitthvað til að koma okkur áfram svo við getum líka stjórnað? Hvort eigum við að velja hjart- að eða heilann? Okkur hefur alltaf verið sagt að velja hjartað. Við værum hjartað, þess vegna þyrftum við ekki að hugsa um heilann. Það yrði hugsað fyrir okkur. En nú höfum við lengi vitað að við viljum hafa hvort tveggja hjartað og heilann, bæði um- hyggju og völd. Jesús sagði að konungar jarð- arinnar drottnuðu yfir þeim, sem þeir stjórnuðu en vinkon- ur hans og vinir hans ættu að bera umhyggju og foringjarnir vera eins og þjónar. Við töluðum um þetta allt í boðinu og ég sagði við Guð yf- ir kaffibollann: þú veizt við getum þetta aldrei. Ef við ætl- um að komast áfram höfum við engan tíma til að bera alla þessa umhyggju. Elskan, sagði Guð. Ég var ekk- ert að segja að þið þyrftuð að komast áfram. Ég sagði að þið ættuð að stjórna og þjóna — með öllum hinum. Karlar eiga líka að þurrka tár af smábörn- um og hita kaffi handa þeim, sem eru hálf einmana þann daginn. Þið eigið öll að þjóna og stjórna. Útskýrðu þetta nánar, Guð, sagði ég, og hún sagði, lestu 8. kaflann hjá Sakaría. Enn munu gamlir menn og gamlar konur sitja á torgum Jerúsalem og hvert þeirra hafa staf í hendi sér fyrir elli sakir. Og torg borgarinnar munu vera full af drengjum og stúlk- um, sem leika sér þar á torgun- um. Verður það svona gaman, spurði ég. Og Guð svaraði í orðum Sakaría: Já, og þótt það sé furðuverk í augum þeirra, sem sjá þetta, verður það ekki furðuverk í mínum augum, því ég mun frelsa lýð minn og flytja þau heim og þau skulu vera minn lýður og ég skal vera þeirra Guð í trúfesti og réttlæti. Og Guð byrjaði að syngja og konurnar í boðinu tóku undir. Og við, tókumst í hendur og dönsuðum allar saman: Þrjú skref fram — og ekkert aft- ur. BAKÞANKAR UM 19. JÚNÍ í REYKJAVÍK Eg hitti vinkonu mína á leið út úr íslensku óperunni að kvöldi 19- júní og hún spurði hvort mér hefði ekki fundist „æðis- lega gaman“. Þegar ég svaraði því neitandi brá henni og spurði hvað mér hefði eigin- lega fundist að. Tónninn gaf til kynna að það væri aldrei hægt að gera mér til hæfis, sem er ekki rétt því að ég tel mig vera mjög þakklátan og jákvæðan áhorfanda. Ég hitti nógu marg- ar óánægðar konur þann nítjánda júní og dagana á eftir til að sannfærast um, að það var ekki bara ég sem var svona neikvæð og leiðinleg, það var ýmislegt athugavert við há- tíðahöldin og framkvæmd þeirra. Við konur gerum of mikið af því að þusa um hlut- ina heima í eldhúsi í stað þess að tala opinberlega urn það sem okkur finnst vera að. Þess vegna ætla ég nú að viðra ergelsi mitt (eins og Málfríður Einarsdóttir orðaði það) hér á síðum Veru. Þar sem langt er um liðið er best að rifja fyrst upp dag- skrána: Hist var í porti gamla Miðbæjarskólans klukkan hálf fimm e.h. og gengin sama leið og konur gerðu fyrir 75 árum. Á Austurvelli fluttu leikkonur brot úr ræðum frumherjanna og tveir Ieikarar og einn tón- listarmaður á svölum Alþingis- hússins rifjuðu upp atburða- rásina. Þá buðu þingkonur og starfskonur Alþingis konum að skoða þinghúsið og að því loknu fóru sumar heim en aðr- ar út aö borða. Dagskrá hófst á ný í íslensku óperunni klukk- an hálf níu um kvöldið. Guð- rún Árnadóttir formaður Kvenréttindafélags íslands setti hátíðina, þá söng Katrín 37

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.