Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 4

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 4
LESENDABRÉF F R Á Á S T Narrabri, Ástralíu 14. júní 1992 Kæra Vera, Má tll með að senda þér línu því að ég hef verið að lesa gífurlega athyglisverðar bæk- ur undanfarið sem ég vil eindregið hvetja þig til þess að lesa. Vil ég fyrst nefna Marilyn French: „Stríð á hendur konum" (War Against Women) sem kom út í ár. Einkar vand- virknislega unnin bók og auð- veld aflestrar. Ég er sannfærð um að þú hefur heyrt um bókina - jafnvel lesið hana nú þegar. Efast ekki um að þú hafir lesið hinar bækur Mari- lyn. Bara að þessi nýjasta verði þýdd á íslensku sem íyrst. Þessi bók á erindi við sérhverja konu. Við lestur bókarinnar hlupu tilflnningar mínar upp og niður allan skalann. Ég varð miður mín, döpur, fjúkandi reið, hneyksl- uð og allt þar á milli. Bókin er skelfllegri en kvikmyndin „Lömbin þagntí', meira spenn- andi en nokkur glæpareyfari en hið skelfilegasta af öllu er þó að þetta eru allt saman staðreyndir. Allt saman sannleikur. Geysileg rann- sóknarvinna liggur að baki verkinu. Kerflsbundnar aðferðir gegnum aldirnar og fram á þennan dag til þess að kúga konur - líkamlega, andlega, menningarlega - alla vega. Dæmi og tölur um himin- hrópandi óréttlæti.misrétti og misþyrmingar alls staðar að úr heiminum, ekki síst frá Bandaríkjunum. Menningar- og sögulegt hyldýpi milli þjóða, gjörólíkur bakgrunnur, trúarbrögð - allt þetta og miklu, miklu meira verður augljósara við lestur bókar- innar. Baráttan er í raun rétt að hefjast. Staða íslenskra kvenna er það góð, miðað við aðstæður kvenna meðal ann- arra þjóða, að við verðum að leggja eins stórt lóð á vogar- skál jafnréttis og réttlætis og okkur er framast unnt. Menntun kvenna, samstaða og samhugur eru mikilvægari en flest annað að mínu áliti. Á bókarkápu segir Carolyn Heilbrun: Ef einhver spyr þig hvers vegna konur séu enn að kvarta, segðu þeim að lesa þessa bók. Bókin lýsir stöðu kvenna heims í dag - og staðan er umsátursástand. Ef einhver spyr hvað konur vilji, segðu þeim að lesa „Siríð á hendur konum". í öðru lagi er það bókin „And- spyrna“ (Bakslag) - Óyfirlýst stríð á hendur konum (Back- lash - The Undeclared War Against Women) eftir Susan Faludi. Mikið umtöluð hér í fjölmiðlum. Hana hef ég enn ekki náð í en hún virðist vera á sömu nótum og Marilyn French. Bókin hefur verið verðlaunuð og gríðarlega vel tekið af konum. Susan Faludi er þegar með aðra bók á pijón- unum. „Fegurðargoðsögnin" (The Beauty Myth) eftir Naomi Wolf kom út 1990 og er þar tekist á við fegurðarimynd kvenna, kvennaglansblöðin, fegrunar- skurðlækningar, megrun og fleira og fleira. Einnig hér hef- ur mikilvægt rannsóknarstarf verið unnið. Kaflinn um kvennaglansblöðin er frábær. Við sjáum okkur sjálfar í nýju ljósi við lestur bókarinnar, hvernig fegurðargoðsögnin stjórnar lifi okkar leynt og ljóst. Þá bárust mér tvær fyrstu bækurnar af þrem í trilogiu Herbjargar Wassmo: Húsið með blindu glersvölunum og Þögla herbergið. Herbjörg Wassmo er norsk skáldkona sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir verkið árið 1987. íslensk þýð- ing Hannesar Sigfússonar er einstök. Þessi sagnabálkur um Þóru er í senn átakanlegur og fagur. Ógleymanleg lesning. A L í U Bið ég nú með óþreyju eftir þriðju og síðustu bókinni. Enn er bókastaflinn hár sem ég vildi segja frá en þetta verður að duga í bili. Mig langar að segja þér frá nokkr- um áströlskum bókum líka ef þú hefur áhuga. Að búa hér uppi í sveit í Nýju Suður Wales er eins og að hverfa áratugi aftur í tímann. Svo ólíkt er líf kvenna hér miðað við það sem ég átti að venjast heima á íslandi. Ef til vill viltu heyra nánar um það? Hér færðu dæmi: Á einni kránni hér í þorpinu (7000 íbúar) hangir skilti þar sem stendur (lauslega þýtt): Fjórir hlutir sem kona verður að vita: 1. Hún verður að klæða sig eins og stúlka. 2. Hún verður að haga sér eins og dama. 3. Hún verður að hugsa eins og maður. 4. Hún verður að vinna eins og hestur. Þetta á að vera fyndið. Eng- um hér flnnst þetta athuga- vert. Ég verð bálreið í hvert sinn sem ég kem þarna inn, sem er til allrar hamingju ekki oft. Ég held að ekki sé mögu- legt að láta þessi orð hanga á opinberum stað heima - hvað heldur þú? Með kærri kveðju, Sólveig Kr. Einarsdóttir Vera þakkar ábendinguna um lesefni. í síðasta tölublaði var Jjallað um goðsögnina um fegurðina og starfskonur eru að lesa „stríðsbækurnar". Þeim verður vonandi gerð skil í Veru siðar. Gaman værí að heyra meira um ástralskar konur. Hver eru t.d. helstu baráttumál kvennahreyfmg- arínnar? Hvað varðar skillið, þágæti það nú líka verið hugsað sem áminning um þær óheyrilegu kröfur sem gerðar eru til kvenna í dag. 20 ÁHRIFAMESTU KVENNABÆKUR SÍÐUSTU 20 ÁRA Þegar bókatimaritið Publishers Weelcly spurði ameriska bóksala hvaða bækur, sem þeir hefðu selt sl. tvo áratugi, þeir teldu áhrifa- niestar voru eftirfarandi titlar nefndir. The Courage to Heal: A Guide for Survivors of Child Sexual Abuse. Ellen Bass & Laura Davis, i 988. The New Our Bodies, Ourselves, 1973. Rubyfruit Jungle. Rita Mae Brown. 1973. Daughters of Copper Woman, Anne Cameron. 1981. Gyn/Ecology: The Metaethics of Radical Feminism, Mary Daly, 1978. The First Sex, Elizabeth Gould Davis. Dialectic of Sex, Shulamith Firestone, 1970. In a Different Voice: Psycho- logical Theory and Women's Development, Carol Giiligan, 1982. The Work of Common Woman. JudyGrahn, 1978. Ain't I a Woman: Black Women and Feminism, bell hooks, 1981. Their Eyes Were Watching God, Zora Neale Hurston, 1937 (endurútgefln 1981). Sisters Outsider, Audre Lorde, 1984. Brown Girl, Brownstones, Paule Marshall, 1981. Lesbian/Woman. Del Martin og Phyllis Lyon, 1972. Patience and Sarah. Isabel Miller, 1972. This Bridge Called My Back Writíngs by Radical Wornen of Color, ritstjórar Cherríe Moraga og Gloria Áugaldúa, 1981. Sisterhood is Powerful: An Anthology of Writings from the Women's Liberation Movement, rltstj. Robin Morgan, 1970. Of Women Born: Motherhood as Experience and Institution, Adrienne Rich, 1976. Spiral Dance: A Rebirth of the Ancient Religion of the Goddess, Starhawk, 1976. The Color Purple, Alice Walker. 1982. ■ Það er athyglisvert að margar bókanna voru fyrst gefnar út af kvennaforlögum eða öðrum litlum forlögum. l>vi miður hefur aðeins ein þeirra verið þýdd á íslensku, Piu-puraliturinn (The Color Purple). Tvær nýjar bækur. Woman Holering Creek eftir Söndru Cisneros (endurútgefin 1991) og Backlash - The Undeclared War Against Women eftir Susan Faludi, voru taldar eiga eftír að hafa mikil áhrif. 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.