Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 9

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 9
HVAÐ ER ÞAÐ SEM ALLIR VILJA VERÐA EN ENGINN VILL VERA? Myndin hér viö hliöina sýnir á mjög glöggan hátt hvernig lífshlaup kvenna er annaö en karla. Líf konunnar snýst um börnin á meðan karlmaöurinn einbeitir sér að starfs- framanum. Þegar hann er oröinn ráösettur maður í atvinnulífinu er hún aö hugsa um barnabörnin og svona heldur lífiö áfram þar til bceöi eru orðin gömul. Þá verður karlinn einn og yfirgefinn en konan ekki vegna tengsla hennar viö börnin. Tímarnir hafa breyst síöan myndin var gerö og margar gamlar konur eru jafn einmana í dag og karlinn á myndinni. Margar þeirra búa einar og enginn hefur tíma til aö sinna þeim. Sú þjónusta sem konur inntu áöur ókeyþis af hendi hefur nú fœrst yfir á sveitarfélögin. Ýmislegt er gert fyrir aldraða á meöan þeir eru vel frískir. Hinsvegar er mikill skortur á þjónustu fyrir þá sem eru hœttir aö geta séö um frumþarfir sínar. Konur eru í meirihluta aldraöra og öldrunarþjónusta er því mikiö kvennamál. Þaö er betra aö vera karl en kona, ungur en gamall og því er augljóst aö þaö hlýtur aö vera verst að vera gömul kona. Öldrun er óumflýjanleg, en hún er ekki eingöngu þarátta viö hrörnun og sjúkdóma heldur einnig tími skemmtunar og sköþunar. Margar konur þyrja rithöfundaferil sinn þegar þœr eru komnar á efri ár. Aðrar hafa þyrjaö aö mála, fariö í skóla eöa ferðast til draumalandsins. Auövitaö eru möguleikarnir til aö láta drauma sína rœtast háðir efnum og aðstœðum, en einnig ímyndunarafli. Efri árin spanna off tuttugu til þrjátíu ár og ef fólk heldur heilsu og hefur þá þjónustu sem er þeim nauösynleg til aö geta lifaö lífinu lifandi gerir þaö þaö. Hingaö til hefur kvennahreyfingin ekki sett málefni aldraöra á oddinn. Það er von ritnefndar aö eftirfarandi greinar vekji umrœöur, en þœr fjalla m. a. um aldursfordóma, kynlíf aldraöra, öldrunarsjúkdóma, umönnun aldraöra og lífskjör gamalla kvenna á Norðurlöndum. ÞB 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.