Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 26

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 26
Guörún Ögmundsdóttir stend- ur Ijóslifandi fyrir mér meö barnavagn niöri í bœ á fyrsta maí 1978. Þaö sást varla í strákinn fyrir Forvitin Rauð og merkjum Rauösokkahreyfing- arinnar. Guörún dreifði blöðum og merkjum og hvatti sölu- konur til dáöa á sinn einstaka hátt. Þá var Gunna búin aö vera virk í Rauðsokkahreyfing- unni frá 1975 og í Fylkingunni þar á undan. Þaö var upp- sveifla í kjölfar Kvennaverk- fallsins og Rauðsokkahreyfing- in iðaðl af lífi, Seinna hvarf Gunna af landi brott og þaö var ekki laust viö aö viö ungu stelpurn- ar söknuðum þessarar snagg- aralegu konu sem umgekkst okkur sem jafningja þó aö viö heföum vart slitiö barnsskónum og vœrum lítt pólitískt meö- vitaöar. Nœst hitti ég hana á ritnefndarfundi VERU rúmum áratug seinna. Hún var komin heim og á kaf í kvennabar- áttuna. Lét gamminn geysa, hló jafnmikiö og fyrr og hafði enn skoðun á öllum málum. Nú í september tekur Guö- rún sceti í borgarstjórn. Elín G- Ólafsdóttir, sem hefur veriö borgarfulltrúi Kvennalistans undanfarin 6 ár, baöst undan aö sitja lengur af persónu- legum ástœöum og því fer Guörún inn. Hún varí ööru sceti á lista fyrir síöustu kosningar og hefur setiö í stjórn Borgarspítal- ans og í Félagsmálaráði. VERA fór einn sólskinsdag í báru- járnshúsiö viö Smiöjustíg og hitti Gunnu sólbrennda á striga- skóm, nýkomna úr Bláa Lóninu. 26 IVUQPDRQ D\Q\i OUUV VUJSQti

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.