Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 3

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 3
V E R A Á G Ú S T ÞRÖNGT SKORINN STAKKURINN Stutt er síðan Vigdis Finnbogadóttir var endurkjörin forseti lýðveldisins i fjórða sinn. Við það tækifæri var því mjög haldið á lofti í fjölmiðlum að nú sitja þrjár konur í æðstu embættum lýðveldisins, þar sem forseti hæstaréttar og forseti sameinaðs þings eru einnig konur. Ég fór að velta því fyrir mér hvaða þýðingu þetta hefði fyrir okkur hinar óbreyttu. Þvi miður komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega þýddi „æðstu“ ekki það sama og „valdamestu" í þessu samhengi. Þessar „æðstu“ embættismenn þjóðarinnar hafa ekki möguleika á að bæta stöðu kvenna að öðru leyti en því að auðvitað er alltaf gott fyrir ungar stúlkur að hafa góðar fyrirmyndir. Fátt styrkir sjálfsmyndina meira en að vita að hægt er að gera allt sem maður vill, jafnvel verða forseti. Skemmtilegt er til þess að hugsa að ef til vill er forsetaembættið frekar orðið draumur stelpna en stráka á íslandi, eftir tólf ára setu Vigdísar á forsetastóli. Ég fór einnig að hugsa um það að kannski væru þessar konur táknrænar fyrir stöðu kvenna á íslandi í dag, þær eru sýnilegri en áður en hafa enn sem komið er lítil áhrif á það samfélag sem þær búa í. Kvennabaráttan undanfarna áratugi hefur þó vissulega verið háð af miklum krafti á ólíkum vígstöðvum. Hún hefur t.d. fært okkur Kvennaathvarfið og Stígamót, þar sem fórnarlömb ofbeldis eiga athvarf. Kvennalistinn heldur uppi merkjum kvenna á þingi og sú staðreynd að æðstu embættismenn þjóðarinnar eru konur er eílaust heldur engin tilviljun. Konur verða samt að vara sig á þvi að kvennabaráttan verði ekki einungis bundin ákveðnum stofnunum. Lifandi kvennabarátta sem sprottin er úr þeim raunveruleika sem konur búa við er það eina sem getur skilað okkur áfram. Grundvallarforsenda kvenfrelsis er rétturinn til að ráða yíir eigin líkama. Þó er réttlátari meðferð nauðgunar- og siíjaspells- mála ekkert í umræðunni hjá þeim sem valdið hafa. Úrval getnaðarvarna er fábreytt, eriltt er að nálgast þær og þær eru lika alltof dýrar. Of margir efast enn um rétt kvenna til frjálsra fóstueyðinga eins og kom fram í skoðanakönnun nýlega þar sem 25% þátttakenda kváðust andvígir fóstureyðingum. Könnunin var að vísu meingölluð þar sem hvergi var getið um úrtaksstærð né þátttökuhlutfall svarenda en lilýtur samt að gefa einhverja vísbendingu um hug fólks í þessu viðkvæma máli. — Eins og allir vita hefur félagsleg staða kvenna ekki batnað mikið síðastliðinn áratug. Laun þeirra eru að meðaltali mun lægri en karla, þær vinna meira og ábyrgðin á fjölskyldunni og umönnunin hvilir fyrst of fremst á þeirra herðum. Þessar staðreyndir breytast ekkert þó við reynum að leiða þær hjá okkur og gera eins og samfélagið býður, eignast nokkur börn og vinna hálfan daginn. Þær breytast ekki nema konur og þá sérstaklega ungar konur láti til sín taka og krefjist öðruvísi framtíðar. Við verðum að láta til okkar heyrast á vettvangi kvennabaráttunnar, finna upp nýjar aðferðir, nýjar áherslur, ný sjónarhorn. Við getum ekki verið þöglir áhorfendur, kvartað yfir því að ekkert breytist eða visað til þeirra stofnana innan kerfisins sem þjóna hagsmunum kvenna, til marks um hvað hefur áunnist. Konum hefur alltaf verið þröngt skorinn stakkurinn við að móta eigið líf, en aðstæðurnar hafa efiaust aldrei verið eins góðar og nú. Við höfum fyrirmyndirnar, reynsluna og tækin, við þurfum bara að bretta upp ermarnar og fara að vinna. Hin síðari ár hefur umræðan um málefni aldraðra færst i aukana og í kjölfarið hefur margt verið fært til betri vegar. En enn er langt i land og það er konum í hag að þrýsta á um framfarir. Eins og málum er háttað í dag býr ijöldi kvenna við þrefalt vinnuálag. Þær sinna eigin fjölskyldu, vinna úti og annast aldraða ættingja vegna ónógrar þjónustu við þá. Öldruðum Ijölgar sífellt og meirihluti þeirra eru konur sem flestar búa einar. Markmið öldrunar- þjónustu hljóta því að verða að taka mið af stöðu þessara kvenna. Þvi miður hefur kvennahreyfingin hefur sett málefni gamalla kvenna á oddinn, en eins og greinarnar í VERU að þessu sinni sýna er sannarlega ástæða til. Konur eru í meirihluta þeirra sem veita og |ággja þjónustu ætlaða öldruðum og ættu því að hafa áhrif á mótun hennar. Það er ekki nóg að fá sendan heim mat öðru hverju og að boðið sé upp á hand- og fótsnyrtingu, spilakvöld eða gömlu dansana. Það liggur fyrir okkur öllum að eldast og það er þvi okkar hagur að þrýsta á um breytingar ef við eigum einhvern tíma að búa við þá þjónustu sem við þurfum til að halda sjálfsvirðingu okkar og til að eiga möguleika á því að gera það sem hugurinn stendur til. ÞB I ÞESSARI VERU: „ALLT NEMA PÍKUPOPP, VÆLUKÁNTRÝ OG PERMANENTROKK" 6 Viðtal við liðskonur hljómsveitarinnar Kolrössu Krókríðandi EFRI ÁRIN 8-25 Þema blaðsins fjallar um efri órin, aldursfordóma, kymíf aldraðra, umönnun aldraðra og margt fleira. MIÐBÆJARMÚSIN FER í BORGARSTJÓRN 26 Viðtal við Guðrúnu Ögmundsdóttur, hinn nýja fulltrúa Kvennalistans í borgarstjórn. LÖGREGLUKONUR ÓSKAST 32 Dóra Hlín Ingólfsdóttir KONUR OG VELFERÐ 34 Lóra Björnsdóttir JODIE FOSTER 36 Þrítug en samt... barnastjarna með framtíð. AÐ TAKA MÁLIN í EIGIN HENDUR 38 Elsa Guðmundsdóttir segir fró róðstefnu ó Akureyri um atvinnusköpun kvenna. EES-SAMNINGURINN 30 er ekki vegabréf fyrir konur, Kristín Einarsdóttir reifar mólið. Drífa Hrönn Kristjánsdóttir 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.