Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 29
Fóstureyðing er alltaf
erfið ókvörðun. ...Það
mó ekki gleyma því
að þessi mól snerta
orðið hverja einustu
fjölskyldu í landinu.
Fólk skyldi því fara
varlega í að dæma,
þú gætir verið að
dæma þína nónustu
ón pess að hafa
hugmynd um það.
*
Eg trúi því að það geti
þrifist róttæk kvenna-
hreyfing innan
vébanaa Kvenna-
listans, sem er í eðli
sínu mjög róttækur.
Hvers vegna koma svona margar
konur til þín? Bera konur ábyrgð á
eigin lífi eða láta þær reka á
reiðanum?
- Konur bera upp til hópa
ábyrgð á eigin lííi. Þær lenda
kannski í ákveðnum ógöngum,
t.d. konur sem koma til mín og
eru að íhuga fóstureyðingu. Þær
eru á aldrinum 14 til 48 ára, úr
öllum stéttum og hópum. Fóstur-
eyðing er alltaf erflð ákvörðun.
Þetta er ekkert sem nokkur kona
gerir að gamni sínu. Mér flnnst
mikilvægast að konur taki þessa
ákvörðun beinar í baki. Þær bera
fulla ábyrgð. Það skiptir mestu
máli að styðja konur í þeirri
ákvörðun sem þær telja réttasta,
hvort sem það er að fara í fóstur-
eyðingu eða eiga barnið. Þær sem
fara í fóstureyðingu gera það að
vel ígrunduðu máli. Þær hugsa
málin i botn. Meta aðstæður
sínar. Það hvernig við vinnum
málin í dag kemur i veg íyrir að
margar konur verði mjög brotnar
á eftir. Við eignumst auðvitað
allar okkar trega, án tillits til þess
hvaða ákvörðun við þurfum að
taka. Og spurningin er hvernig
við getum látið tregann og
erflðleikana gera okkur sterkari.
Gera okkur að betri manneskj-
um, skilja bæði sjálfar okkur og
aðra betur. Dæma ekki aðra. Hver
hefur forsendur og leyfi til þess að
dæma? Það má ekki gleyma þvi
að þessi mál snerta orðið hverja
einustu Qölskyldu í landinu. Fólk
skyldi því fara varlega í að dæma,
þú gætir verið að dæma þína
nánustu án þess að hafa hug-
mynd um það. Aðgát skal höfð í
nærveru sálar. Þvi miður tala
konur ekki um þessa reynslu
sína, þetta er enn tabú.
Oft heyrist það sjónarmið að
stúlkur eigi frekar að gefa börn
sín en að fara í fóstureyðingu.
Fólk veit ekki hvað það er að tala
um. Ég skynja það stundum sem
hreina og klára mannvonsku að
halda að það sé ekkert mál að
gefa barnið sitt. Það er þvílík neyð
og mikill sársauki.
Hvað með allar unglingamæð-
urnar?
Það er einkennandi fyrir þær
að margar eignast ekki annað
barn fyrr en í fyrsta lagi 35 ára
eða eldri. Þetta var i raun miklu
meiri martröð en þær vilja horfast
í augu við, of mikil ábyrgð. Þeim
var hent inn í ákveðinn heim sem
þær höfðu engar forsendur til að
skilja. Fólk hélt að þær skildu
hann, en þær gerðu það ekki. Mér
flnnst ekki að konur eigi að
eignast börn fyrir tvítugt. Sjálfra
sin vegna og barnanna. Allra
vegna. Maður þarf að vita hvað
maður ætlar að gera við líf sitt
áður en maður eignast barn. Það
er aldrei lögð of mikil áhersla á
getnaðarvarnir og kynlífsfræðslu.
Aldrei. Ég skil ekkert í því að
Sighvatur skuli ekki skera upp
herör. Gott kynheilbrigði, gott
kynlíf án ótímabærra barneigna,
það er eitthvað sem samfélagið
græðir á þegar fram í sækir.
Ný kvennahreyfmg hefur því beðið
þín þegar heim kom.
- Kvennaframboðið var að líða
undir lok þegar ég kom heim. Ég
fór mjög varlega, byrjaði á þvi að
fara í ritnefnd VERU, sem var
mjög skemmtilegt þvi að hópur-
inn var svo góður. Það er svo
skrýtið að ég var eitthvað svo
óörugg og fannst eitthvað ógn-
vekjandi við Kvennalistann. Ég
skil vel konur sem eru ragar við
að koma inn. Það eru svo margar
pólitískt klárar konur í Kvenna-
listanum að okkur hinum flnnst
við þurfa að vera svo ofboðslega
gáfaðar til að hafa einhverju við
að bæta! En það eru svo margar
skemmtilegar konur þarna að
maður verður bara að yfirstíga
eigin vanmáttarkennd. Reynsla
okkar er mismunandi og við höf-
um allar eitthvað að segja um það
í hvernig þjóðfélagi við viljum
búa.
Finnst þér Kvennalistinn hafa
breyst mikið?
- Ég skynjaði það svo vel á
vorþinginu á Seyðisfirði hve mikill
kraftur er í Kvennalistanum. Um-
ræðan var svo málefnaleg og
skemmtileg. Kvennabaráttan er
ekki bara pólitískt tæki hún er
líka ákveðin skemmtileg samvera.
Það má ekki gleymast. Við verð-
um að gera meira óformlegt
saman, því þá verður hugarflug
og einhver orka leysist úr læðingi.
Konur kasta af sér hamnum. Við
gerum þetta alltof sjaldan. Við
reynum alltaf að komast yflr allt
of mikið efni í einu. Við eigum að
standa fyrir ráðstefnum, þema-
fundum og opnum fundum. Ekki
endilega bara með konum úr
okkar röðum heldur að fá aðra
með. Skapa umræður. Kvenna-
listinn er mjög fær um það og við
megum ekki missa sjónar á
þannig starfl og sjá mikilvægi
þess. Þannig náum við til fleiri.
Það er sosum ekkert nýtt
undir sólinni. Margt af þvi sem
Rauðsokkahreyfingin vann að
kemur upp aftur og aftur, bara í
örlítið breyttri mynd. Ég fór til
dæmis út 1976 með Elísabetu
Gunnarsdóttur á festival í Kaup-
mannahöfn þar sem verið var að
ræða um konur í fiskvinnslu á
Norðurlöndunum. Við vorum í
debattjaldi með Grænlendingum
og Færeyingum. Þetta var ekkert
frábrugðið kvennaþinginu sem
verður fyrir austan í sumar. Þessi
hátíð var mikil upplifun. Lesbí-
urnar spruttu úr felum. Fælled-
parken var fullur af lessum! Þær
elskuðust uppi á borðum og
undir borðum - alls staðar. Ég
hafði aldrei séð annað eins. Mig
dreymdi brjóst í marga mánuði á
eftir! Þessi umræða hafði varla
verið hér og ég var eins og sveita-
stúlka í fyrsta skipti í kaupstað!
Þetta var stórkostleg upplifun.
Nei, eins og oft er sagt þá er ekk-
ert nýtt í þessari kvennabaráttu.
Nema að núna erum við farnar
inn í þessar borgaralegu stofnanir
til að reyna að breyta einhverju
þaðan. Áður vorum við bara í
grasrótinni.
Nú finnst mörgum að kvenna-
hreyfingin og þar með Kvenna-
listinn þurfi að vera róttækari.
- Ég trúi þvi að það geti þriflst
29