Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 6

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 6
„ALIT NEMA PÍKUPOPP, VÆLUKÁNTRÍ OG PERMANENTROKK" SEGJA STELPURNAR í KOLRÖSSU KRÓKRÍÐANDI Þó aö margar íslenskar stelpur leggi stund á tónlistarnám, þá hefur sorglega lítiö boriö á þeim í rokktónlist. Þaö er helst aö sjá eina og eina söngkonu í hljómsveitum, sem aö ööru leyti eru skipaðar strákum. Til eru undantekningar eins og hljómsveitirnar Risaeölan og Sykurmolarnir, þar sem stelp- urnar gegna lykilhlutverki í tónlistinni. Einnig hafa verið til kvennahljómsveitir. Sú fyrsta var Grýlurnar, sem Ragnhildur Gísladóttir stofnaöi, síöan vöktu Dúkkulísurnar athygli þegar þœr sigruöu í Músíktilraunum Tónabœjar fyrir níu árum. Þaö var ekki fyrr en í vor aö kvennahljómsveit tók aftur þátt í þeirri keppni. Þaö var Kolrassa Krókríöandi, sem vann keppnina í apríl síöastliönum. Sú staðreynd, aö í bœöi skiptin sem kvennahljómsveit tekur þátt í keppninnni ber hún sigur úr býtum, varö til þess að skœðar tungur sögöu aö þœr heföu unniö vegna þess aö þœr voru stelpur. Eftir aö hafa heyrt þœr spila, sannfœröist ég um aö sú vœri ekki raunin. Þcer spila seiðandi en um leiö þétta tónlist, söngkonan er kraftmikil og vœlandi fiöluleikur hennar fullkomnar myndina. Þaö má hins vegar til sanns vegar fœra aö þœr hafi sigrað keppinautana út á þaö aö vera ööruvísi, hafa sérstöðu, sem er m.a. sú staðreynd aö þœr eru kvenkyns. í hljómsveitinni eru fjórar stelpur úr Keflavík, allar fœddar kvennaáriö 1975. Þeir heita Elísa Geirsdóttir, sem syngur og spilar á fiðlu, Sigrún Eiríksdóttir gítarleikari, Esther Ásgeirsdóttir bassaleikari og Birgitta Vilbergsdóttir lemur húöirnar. Ég spurði stelpurnar hvaðan nafn hljómsveitarínnar værí fengið. - Nafnið Kolrassa Krókríð- andi er fengið úr samnefndri þjóðsögu um Ásu, Signýju og Helgu. Þetta er nafnið sem Helga tók sér þegar hún dul- bjó sig, með því að skrýðast sekki og ösku, til þess að kom- ast hjá því að giftast tröllkarli sem ætlaði að fá hana til fylgilags við sig. Nöfn laganna minna einnig á íslenskar þjóðsögur. Þau heita t.d. „Móðir mín í kví, kví“, framhald textans hljómar svona: „ég skal ljá þér duluna mína að hengja þig í...“, „Vögguvisa", „Blóðskömm" og „Hrafn (kallaður Krummi)". - Við semjum texta um það sem er að gerast, þeir eru átakanlegir, við erum þær einu sem sjáum merkingu út úr þessum textum. Þeir eru um það hvernig við sjáum lífið eða einhverja persónu. Impró- viserum fyrst, „Sykurmola- aðferðin", þ.e. við semjum allt í sameiningu. Hvenær byrjuðuð þið að spila saman? - Kolrassa var stofnuð í nóv- ember sl. en vorið 1991 vorum við í hljómsveitinni „Menn". Konur eru jú líka menn. Sú hljómsveit spilaði fyrst og fremst lög eftir aðra, en nú erum við bara með frumsamin lög á prógramminu, fyrir utan einstaka nýbylgjulög eftir grúppur sem enginn þekkir svo að allir halda að þau séu eftir okkur! Við hlustum á allt nema píkupopp, vælukántrí og permanettrokk, núna hlustum við mest á hljóm- sveitir eins og My Bloody Valentine, Stone Roses, Ride, Charlatans og íleiri nýbylgju- sveitir. 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.