Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 27

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 27
Það var aldrei spurning um þaö að ég myndi stanaa fyrir mínu og verja þá sem væru minnimáttar. Og konur eiga undir höga ao sækja. Hafa alltaf átt það og þannig fann ég minn farveg. Á meðan kajjlð var að trekkjasí var að sjálfsögðu rætt um „ætt og uppruna“ nýja borgarfulltrúans. - Ég er alin upp í barningnum þegar allir voru að eignast meira og er þvi alin upp í öllum bænum. Mér telst til að ég hafi ilutt niu sinnum á bernsku-og unglings- árunum. Ég er algjör Reykvíking- ur og hef búið í miðbænum frá 1974, ef frá eru skilin árin í Kaupmannahöfn. Þannig að ég er svona miðbæjarmús. Ég er kjör- barn, sem segir heillanga sögu. Ég hafði alltaf góð tengsl við þá Ijölskyldu líka, móðurina og syst- kinin, sem er mjög sérstakt. Ég er þvi alin upp við mikla víðsýni auk þess að vera alin upp af eðal- krata. Þannig að það er ekkert skrýtið þó maður hafl verið að puðast í einhverri baráttu um leið og rnaður var kominn úr stíg- vélunum. Ég er fædd 1950 og var ekki i neinum einum mennta- skóla heldur tók ég stúdentspróf i ýmsum greinum sem síðar voru metnar inn i háskólann úti. Ég var þvi ekkert í þessum róttæku klíkum. Það er ekki fyrr en ‘73-4 sem ég fer að verða virk einhvers staðar. Ég var skráð inn í Alþýðu- ílokkinn ómálga og skráði mig úr honum tvítug þegar ég var farin að pæla. Ég fór snemma að vinna, var á dagskrárdeild útvarpsins í mörg ár. Svo var ég að vinna í leikhúsinu, i leikmununum. Seinna fór ég að taka ýmis nám- skeið og fór að vinna með fötluðu börnin í sérdeildunum í Hlíða- skóla. Þaðan fór ég í Greininga- stöðina og þar má segja að ég hafi ákveðið að verða félagsráðgjafi. Mér fannst mikill skortur á þjón- ustu við foreldra fatlaðra barna og taldi að nám í félagsráðgjöf myndi henta mjög vel í það mál. Það verður svona hvatinn að því að ég drif mig út í nám. Síðan fór ég í framhaldsnám í íjölmiðla- fræði. Þannig að þú sérð að það er margt sem hefur mótað mann í gegnum árin. Ég man fyrst eftir þér í Rauð- sokkahreyfingunni. Hvað ertu búin að standa lengi í kvenna- baráttu? - Ég var virk í Rauðsokka- hreyfingunni frá '75 þangað til ég fór út. Svo var ég virk í kvenna- hópunum í Kaupmannahöfn. Það urðu viss þáttaskil í lífi mínu árið 1974. Þá kynntist ég nýju fólki og nýjum straumum. Margir voru ansi róttækir og það má segja að ég hafi allt í einu fundið farveg þar sem Rauð- sokkahreyfingin var. Þegar maður er alinn upp af eðalkrata verður maður feministi. Pabbi var mjög víðsýnn. Hann taldi sjálfsagt að stúlkur gengju menntaveginn. Og mamma vann úti. Ég átti alltaf að standa fyrir mínu, rétt eins og strákarnir. Ég er alin upp sem einkabarn, þannig að ég hef verið hvött eins og best verður á kosið. Það var aldrei spurning um það að ég myndi standa fyrir mínu og verja þá sem væru minnimáttar. Og konur eiga undir högg að sækja. Hafa alltaf átt það og þannig fann ég minn farveg. Hvernig verða konurfeministar? - Ég held að jrað séu ákveðin uppeldisskilyrði. Stundum er það uppreisn, stundum er eitthvað í uppeldinu sem ýtir undir það: Hvað vilt þú? Þú getur allt... Heima var alltaf pólitísk umræða og það skiptir máli. Við pabbi vorum ekki alltaf sammála og hann hafði mjög gaman af því. Hann sagði að ungt fólk ætti að vera róttækt, annað væri óeðli- legt. Svo slípast maður til, breyt- ist og mýkist. Ekki síst í gegnum félagsráðgjöfina. Þar eru svo mörg sjónarhorn að maður getur ekki verið einstrengingslegur. Börn eru ekki byrði. Börn geta verið björgun á vissan hátt. Og svo dreifstu þig í nám til Danmerkur. Fórstu ein? - Ég var skilin þegar ég fór út og var þvi einstæð móðir. Við fórum nokkrar vinkonur urn svipað leyti, ég, Ingibjörg Sólrún, Lis Sveinbjörns og Steinunn Hafstað. Fýrir voru margar góðar konur, til dæmis Ingibjörg Rán vinkona mín og baráttukona. Við bjuggum saman í stórri íbúð fyrsta veturinn ásamt Gísla Víkingssyni og Pétri Jónssyni arkitekt. Síðan misstum við íbúð- ina og þá tvístraðist hópurinn og hver fann sitt. í þessu sambýli byrjuðum við Gísli saman, konur hafa gott af smá rómantík! Þegar ég var búin með félagsráðgjöfina átti hann einn vetur eftir í framhaldsnámi sínu í líffræði svo ég skellti mér í fjölmiðlafræði. Við Gísli bjuggum viða í Kaupmanna- höfn með Ögmund son minn. Þessi ár voru alveg dásamleg. Ég held að allir eigi að fara héðan í einhvern tíma því við það víkkar sjóndeildarhringurinn. Ég fór í raun ekki að gera neitt af viti fyrr en ég eignaðist Ögmund. Börn eru ekki byrði. Börn geta verið björgun á vissan hátt. Ég vissi ekki hvað ég vildi fyrr en ég eignaðist hann. Það var ákveðin ósk að eignast þetta barn og sú ósk yfirfærðist á svo margt annað. Hvað annað ætla ég að gera við lif mitt? Ég ætla ekki aðeins að eiga þetta barn. Hvað langar mig að gera fyrir mig? Því að um leið og ég er að gera eitthvað fyrir mig er ég að gera eitthvað fyrir hann. Börn geta gefið manni mikinn kraft. Margar konur láta reka á reiðanum, eru í sinni vinnu, fara út um helgar, eru alltaf í sömu rútínunni. Svo gerist eitthvað. Það byrja að velta upp ýmsar nýjar spurningar. Og börn eru engin hindrun, þau eru líka hvati. Ef maður er sjálfur öruggur, veit hvað maður er að fara að gera og líður vel, þá er börnunum líka borgið. Margar konur nota börnin sem afsökun. - Já, stór hluti kvenna gerir það til að gera ekki neitt. En ég vil meina að það eigi að nýta þau öfugt. Við höfum alltaf ákveðið val og það er spurning hvernig við notum það. Þess vegna er mjög mikilvægt að styrkja sjálfstraust kvenna. Nú hefur þú verið virk í þremur kvennahreyfingum, er mikill mun- ur á þeim? - Það er alltaf verið að beijast fyrir þvi sama bara á mismunandi hátt. Kvennahóparnir i Kaup- mannahöfn voru beint lramhald af Rauðsokkahreyfingunni. Þar 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.