Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 32

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 32
ÓSKAST! Eflaust finnst mörgum lögreglu- starf fráhrindandi og ekki við hæfi kvenna. Þar þurfi iðulega að beita valdi og sé þess vegna vettvangur þeirra sem því vilja beita. En það er þörf fyrir konur í lögreglunni. Lögreglustarflð er orðið mjög fjöl- breytt og fólk sérhæft við hinar ýmsu deildir. Lögreglukonur hafa myndað með sér samband í Evrópu og á þess vegum eru haldnar ráðstefn- ur reglulega og gefið út fréttabréf. Evrópusambandið hefur reynst kjörinn vettvangur til að miðla reynslu og þekkingu milli lög- reglukvenna og til að skapa gagn- kvæman stuðning. Innan lögregluliða þar sem áhrifa kvenna hefur gætt að ein- hveiju marki er viðurkennt að þær komi inn í stéttina með ný viðhorf og aðrar áherslur. Lögreglukonur eru frekar taldar talsmenn þol- enda afbrota sem oftast eru konur og börn, a.m.k. hvað varðar ofbeldisbrot svo sem kynferðisbrot og heimilisofbeldi ýmiss konar. Samskipti lögreglufólks eru nefni- lega ekki síður við þolendur afbrotanna en við brotamennina. Er hægt að búast við því að mál fái hlutlausa meðferð ef viðhorf kvenna fá ekki hljómgrunn? Stjórnvöld grípa í taumana Hollenskar lögreglukonur fengu mikla hvatningu árið 1985, þegar ríkisstjórn Hollands setti það markmið í jafnréttisáætlun að kon- ur verði orðnar 25% stéttarinnar áirið 1995. Við upphaf áætlunar- innar var hlutfallið svipað og á íslandi eða um 4%. Til að ná þessu markmiði hafa hlutföll milli kynja við nýráðningar lögreglunema oft verið svipuð undanfarin ár. Eftir að þessi mikla fjölgun hófst stofnuðu hollenskar lög- reglukonur með sér félag. Reynd- ist félagsskapurinn þeim svo mikil hvatning að þær fóru fljótlega að ráðgera að færa út kvíarnar og tengjast stöllum sínu í Evrópu nánar. Eftir ráðstefnu í Hollandi árið 1989 beittu þær sér fyrir stofnun Evrópusambandsins. Tíu ára áætlunin hafði borið þann árangur í ársbyrjun 1992 að hlut- Ijósm.'. Anna F'sóia Gístadóttu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.