Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 17
eins og vatni sé skvett á gæs. Ellin
verði úrelt.
„Þú er bara ungleg!"
sagði bekkjarsystir mín við mig á
14 ára ai'mælinu mínu og svo brá
við að við þessi huggunarríku orð
fannst mér ég allt í einu vera
gömul. Hún var ekki orðin 13 ára.
Fordómarnir fylgja okkur allt
lífið!
- Mikið ertu ungleg! segir fólk
enn við mig. Ég verð himinlifandi!
- Mér eru allir vegir færir.
- Ég er í sérflokki og á nú ekki
mikið sameiginlegt með gamlingj-
unum sem ég hitti á síðustu
bekkj arskemmtuninni.
- Maður en nú ekki deginum
eldri en manni finnst maður vera
- eða hvað?
Spegill, spegill, ■
herm þú mér!
Spegillinn verður, þvi miður, ekki
umflúinn. Á sjötugsaldrinum er
hann farinn að gefa svo skýlaus
skilaboð um hvað sé að gerast í
líkamanum að fram hjá því
verður ekki horft - ljós augnanna
dofnar, hrukkunum ijölgar, hárið
orðið hvítt og líllaust, viðbrögðin
hægari, hreyfingarnar ekki eins
fjaðurmagnaðar og vöxturinn -
æi, æi!
Hringrás náttúrunnar lætur
ekki að sér hæða. Við erum óum-
flýjanlega hluti af náttúrunni. Líf
- vöxtur - hrörnun - dauði.
- Tíminn liður og lífsklukkan
tifar, segir spegillinn.
Viðbrögðin við sannleika speg-
ilsins eru margslungin.
- Ótti. Þú þekkir aldursfor-
dómana - ert sjálf haldin þeim.
Verður hætt að taka mark á mér -
horft fram hjá mér eins og ég sé
ekki til eins og ég hef sjálf gert
þegar gamalt fólk hefur átt í hlut?
- Sálarkreppa vegna glataðra
tækifæra.
- Þunglyndi vegna óumflýjan-
legrar hrörnunar.
- Flótti. Þú ert bara ungleg -
hárlitun - andlitslyfting - ofurlítið
silikon hér og þar - fötin skapa
manninn. Það eru bara hinir sem
verða gamlir.
- Vilji til að takast á við það
sem er að koma fyrir þig með
raunsæi og opnum huga, vega og
meta nýja möguleika og takmark-
anir, flnna styrkleika og veikleika.
Aldursfordómarnir
við veginn
Flóttaleiðin er auðveldust, vörðuð
aldursfordómum samfélagsins og
sjálfrar þín. Gallinn er bara sá
spegillinn leyflr þér ekki að
gleyma óttanum, sálarkreppunni
og þunglyndinu þrátt fyrir allar
fullyrðingar um hressileika og
unglegt útlit.
- Hversu lengi getur þú haldið
þessu gangandi?
- Hvern ert þú eiginlega að
blekkja?
Raunsæisleiðin er torrötuð.
Aldursfordómarnir skyggja á
hana. Hvað eftir annað hefur mér
orðið á sú skyssa að segja, þegar
ég hef verið í hópi mér yngri
kvenna, að ég sé orðin of gömul til
að gera eitthvað eða eitthvað sé
ekki við hæfl fyrir konu á mínum
aldri. Þá hefur orðið vandræðaleg
þögn eins og ég hafl sagt eitthvað
óviðeigandi, jafnvel eilítið dóna-
legt. Síðan segja þær hver í kappi
við aðra:
- Hvaða vitleysa er þetta! Og
svo er farið að tala um eitthvað
annað. Það er eins og þær hafl
helst viljað að orð mín væru
ósögð.
- Hvers vegna?
- Er það vegna þess að þau
minna þær á að elli og hrörnun
verður ekki umflúin, eða vegna
þess að þær verða að endurskoða
hugmyndir sínar um mig?
- Hvers vegna þessi afneitun?
Ég á öll þessi ár að bakl og ég vil
ekki týna einu einasta þeirra,
ekki einu sinni þeim sem voru
erfiðust og sársaukafyllst.
- Er ekki hægt að ræða um
aldur minn, hvað ég og minir líkar
getum og getum ekki?
- Er ég farin að bera þess
merki að ég sé byrjuð að týna
sjálfri mér, að komast í hóp
,hinna nafnlausu’, að verða ,kerl-
ingin’ eins og ég var einu sinni
.krakkinn’ og .unglingurinn’, sem
ekkert mark var tekið á. Fer fólk
kannski bráðum að tala um mig
eins og ég sé ekki til staðar eins
og það gerði um mömmu rnína.
- ftíikið lítur mamma þín vel
út! Hvað er hún orðin gömul?
- Finnst þér ekki ermarnar of
langar á henni?
Búðarkonan leit á mig á
meðan mamma horfði á hana
skærum, greindarlegum augum
og ég sá að hún týndi svolitlu af
sjálfri sér og lét mig um að hafa
skoðun á ermalengdinni.
Eigum við ekki að kasta for-
dómunum, fara að horfa í
kringum okkur, sjá gamlar konur
eins og þær eru raunverulega,
lofa þeim að hafa sínar skoðanir á
ermalengdinni?
GÓ módel 1930