Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 31
SÚPUR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI „Yndisleg súpa! Hver kœrir sig um fisk, kjöt eða eitthvaö annaö? Hver gœfi ekki aleigu sína fyrir góöan súpudisk?" spyr Lísa í Undralandi. Hér koma tvœr góðar súpur. Önnur er af spœnskum uppruna og hentar vel ó heitum síösumarkvöldum, Hin er gerö úr gulrótum enda er þeirra tími núna og sjölfsagt að nota þœr sem mest og best. GAZPACHO 6 stórir velþroskaðir tómatar 2 rauðar paprikur 2 meðalstórir gulir laukar 2 stórir skalotlaukar 2 agúrkur 1/2 bolli rauðvinsedik 1/2 bolli ólífuolía 1 1 /2 dós tómatsaíl 3 egg, léttþeytt cayenne pipar framan á hnífsoddi salt og nýmalaður svartur pipar að smekk 1 /2 b ferskt dill 1. Takið kjarnann úr tómötun- um og grófhakkið kjötið (geymið safann), paprikuna og laukana. Flysjið gúrkurnar, takið steinana úr og grófhakkið kjötið. 2. Þeytið saman edik, olíu, tómatsafann (bæði úr tómötunum og dósunum) og egg. 3. Hakkið grænmetið (purée) í mixara, bætið tómatsafanum (2) við. Blandan má ekki verða alveg að mauki. 4. Hrærið kryddinu saman við. Geymið í lokuðu íláti í kæli í a.m.k. 4 klst. 5. Hrærið í súpunni áður en hún er borin fram, smakkið og kiyddið meira ef þarf. Berið fram í köldum skálum eða krúsum. Uppskriftin ætti að nægja 8 manns. GULROTA- OG APPELSÍNUSÚPA 4 msk smjör 2 bollar finhakkaður gulur laukur 12 stórar gulrætur (tæpt kíló), afhýddar og hakkaðar 4 bollar kjúklingasoð 1 bolli ferskur appelsínusafi salt og nýmalaður svartur pipar að smekk fínt hakkaður appelsínubörkur til bragðbætis. 1. Bræðið smjörið í potti. Setjið laukinn í, lokið pottinum, sjóðið við vægan hita í um 25 mínútur, uns laukurinn er mjúkur og gylltur. 2. Bætið út i gulrótum og soði og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann aftur, lokið pottinum, látið sjóða uns gulræturnar eru mjúkar (um 30 mín). 3. Sigtið, setjið grænmetið i mix- ara. Bætið við 1 bolla af soði og hrærið uns blandan verður þykk og mjúk undir tönn. 4. Setjið blönduna aftur í pott- inn, bætið í appelsínusafa og 2-3 bollum af afgangssoði uns súpan verður nógu þykk. 5. Kryddið, bætið appelsínuberki út í. Hitið í gegn. Berið strax fram. Uppskriftin er fyrir 4. Kjúklingasoð Það þarf víst ekki að taka það fram að heimalagað kjúklingasoð er mun betra en það sem kemur úr teningum. Hér er góð grunn- uppskrift. (Má fiysta.) 1 /4 bolli olía 1 kg kjúklingapartar (háls og bak) 4 bollar hakkaður laukur 2 bollar hakkaðar afhýddar gulrætur steinselja 2 dósir kjúklingasoð, vatn eftir þörfum 1 msk þurrkað blóðberg 4 lárviðarlauf 1. Kjúklingabitarnir steiktir við háan hita í 15 mínútur. 2. Laukur og gulrætur settar út í, hrært vel í uns grænmetið fer að brúnast. 3. Afgangurinn settur út í og vatni bætt í þannig að það þekji vel. Soðið hressilega í 15 mín, skánin tekin af, hitinn lækkaður, pottinum lokað og soðið í 2 klst (skánin tekin annað slagið). 4. Soðið kælt smávegis, sigtað (þiýstið vel á grænmetið og kjúkl- ingabitana til að ná sem mestu úr þeim). 5. Geymið í lokuðu íláti í ísskáp yíir nótt. Fjarlægið fltubrák íyrir notkun. % 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.