Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 33

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 33
Konur eru í mörgum tilfellum þolendur brota sem lögreglan þarf að hafa afskipti af. Þó svo að þetta hafi verið staðreynd í áratugi hefur lögrealan ekki reynt aö halda í konur sem vinna hjá þeim og konur eiga í erfiðleikum með að komast upp metorðastigann innan lögreglunnar. fall kvenna í hollensku lögregl- unni var þá orðið 12%. Svipaður Qöldi lögreglukvenna er nú í Englandi og Svíþjóð. Lögreglumenning er karlamenning Enginn getur efast um að karla- menning sé ríkjandi innan lög- regluliða hvar sem er í Evrópu. Staríið er frá upphaii mótað af körlum. Stöðutitlar eru margir þar sem hver ræður yfir öðrum. Allsstaðar eru konurnar flestar í neðstu lögunum en minna um þær í toppstöðum. Hins vegar gengur konum betur að klífa met- orðastigann þar sem tekin eru próf til að öðlast stöðuhækkun en svo er ekki á íslandi. Það verður þó að hafa í huga að í flestum rikjum var það ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem farið var að taka konur inn í lögregluna. Kynferðisbrot Það getur verið erfitt að vera „yfirmönnum trú og hlýðin," eins og mælt er fyrir um í skipunar- bréfi lögreglufólks, og vera jafn- framt ósátt við meðferð mála eins og t.d. kynferðisbrota. í slíkum málum hefur reynsla þolenda ekki verið höfð að leiðarljósi og þá vaknar sú spurning hvort sé rétt- lætanlegra að vera sem viljalaust verkfæri eða hlýða eigin rétt- lætiskennd og reyna að vinna hlutina á sinn hátt þrátt fyrir innanhússárekstra. í flestum ná- grannalöndum okkar hefur verið gert átak á rannsóknarstigi. í ný- legri rannsókn í Englandi lýstu um 80% þolenda nauðgunar sig að mestu leyti ánægða með með- ferð rannsóknarlögreglu en hlut- fallið hafði verið öfugt þegar sömu spurningar voru lagðar fyrir þol- endur 10 árum áður. Á íslandi virðist hins vegar vera ótrúleg tregða til að breyta til batnaðar. Sérstaklega hallar á börnin sem eru þolendur ofbeldisbrotanna. Þau rísa ekki eins auðveldlega upp og tjá tilfinningar í orðum eins og fullorðnir einstaklingar. Flöskuhálsar f embættismannakerfinu Þó svo viðhorf innan lögreglunnar hafi breyst talsvert gagnvart kyn- ferðisbrotum hin síðari ár þá kemst tiltölulega lítill hluti mál- anna til dómstóla frá rannsóknar- valdinu, þ.e. rannsóknarlögreglu og ríkissaksóknara. Árið 1991 fengu t.d. einungis 12,5% nauðg- unarmála, sem voru kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins um- íjöllun dómstóla. Hin 87,5 pró- sentin síuðust úr hjá RLR og Ríkissaksóknara. Allur vafi er túlkaður sakborningi I vil. Er virkilega ekki óhætt að láta dóm- stóla um að ákveða niðurstöður fleiri mála en raun ber vitni? Ekkert skal fullyrt um viðhorf þeirra herramanna sem taka ákvarðanir um örlög málanna á rannsóknarstigi. En það hlýtur að vera erfiðara fyrir karl að setja sig í spor konu og öfugt. Þolendur brotanna njóta enn ekki opinberrar réttaraðstoðar þrátt fyrir að þingskipuð nefnd hafi gert um það tillögur fyrir rúmum þremur árum. Neyðar- móttaka hefur heldur ekki litið dagsins ljós og ríkissjóður ábyrg- ist ekki greiðslu skaðabóta þrátt fyrir tillögur sömu nefndar. Nú hafa loks verið gerðar breytingar á almennum hegning- arlögum, þ.e. kafianum um kyn- ferðisbrot sem hafði verið óbreytt- ur í 52 ár. En lagabreytingar duga skammt ef viða eru flöskuhálsar í embættismannakerfinu. íslenskar lögreglukonur Frá 1973 hafa konur verið teknar reglulega inn í íslenska lögreglu- liðið. Þrátt fyrir það eru konur aðeins 4% heildarinnar. Um 40% kvenna sem hafa útskrifast úr lögregluskólanum hafa hætt, en hvergi í Evrópu eru afföll meiri. Þessar konur hafa hætt eftir 7 til 8 ára meðal starfsaldur, fiestar eftir barnsburð. Aðalástæðan sem þær gefa upp er óheyrilega langur vinnutími sem þær hafi ekki fengið styttan. Víða í Evrópu eru hluta- störf heimiluð innan lögreglunnar og aukavinna er lítil. Yfirleitt eru það foreldrar sem gefst kostur á hlutastarfi. Á íslandi eru það einungis 55 ára og eldri sem gefinn er kostur á hlutastarfi og sá hópur getur einnig fengið sig leystan undan vaktavinnu. ísland er eina ríki Evrópu sem tilgreinir ekki þær forsendur fyrir hlutastarfi að þar skuli foreldrar eiga í hlut. Engar konur i seðstu stöðum í mars 1992 var 641 lögreglumað- ur á launaskrá í öllu landinu, þar af voru konur 27 eða 4.21%. Af 32 lögreglufulltrúum er ein kona eða 3.12%. Af 70 rannsóknarlögreglu- mönnum eru tvær konur eða 2.85% Af 105 varðstjórum er ein kona eða 0.95%. Af 295 lögreglu- þjónum eru 23 konur eða 7,79% Hlutfallslega eru ílestar lög- reglukonur í lögreglunni í Kópa- vogi, þá Reykjavík en síðan RLR og Keflavík. í öðrum stærri bæjum hafa konur enn ekki verið fast- ráðnar i lögreglustarf. Konur fyrir- finnast hvergi í æðstu stöðum lög- reglunnar. Það er illskiljanlegt hvers vegna konur eru ekki fleiri en tvær af sjötíu í rannsóknar- lögreglunni. Sögulegar heimildir í nokkrum ríkjum Evrópu var farið að ráða konur til liðs við lögregl- una upp úr siðustu aldamótum. Þær voru þá í sérverkefnum en ekki almennum störfum. Fýrstu konurnar voru líklega ráðnar til liðs við lögregluna í Stokkhólmi árið 1908. Þeirra starf var: 1) að gæta kvenna og barna sem færð höfðu verið á lögreglustöðina vegna einhverra afbrota eða misgjörða, 2) að leita á konum ef það taldist nauðsynlegt, 3) að sinna nauðstöddum eða heimilis- lausum konum eða börnum ef þau komu á lögreglustöðina og veita fullnægjandi hjálp ef það væri mögulegt. í Noregi byrjaði fyrsta konan 1910 og í Hollandi 1911. Þessar fyrstu lögreglukonur voru á lægri launum en lögreglukarlar og voru í afmörkuðum verkefnum. í Englandi og Wales byijuðu fyrstu lögreglukonurnar 1914. Það voru sjálfboðaliðar sem tóku við störf- um karla sem börðust í heims- styijöldinni fyrri. í Frakklandi byij- uðu lögreglukonur 1914 en unnu einungis við vélritun. í síðari heimsstyijöldinni var svo talsvert af kvensjálfboðaliðum í frönsku lögreglunni. Þær unnu launalaust og viku fyrir körlum er þeir komu til baka. Konur í lögregluna Enn eru konur í miklum minni- hluta innan lögreglunnar hér á landi og þær haldast illa í starfi. Lítið virðist gert til að koma til móts við þær og reyna að halda þeim þó að dýrt sé að mennta hvern lögregluþjón og koma hon- um á götuna. Skólastjóra sænska lögregluskólans þótti rétt og eðli- legt að konur væru í svipuðu hlut- falli innan lögreglu og þær eru í þjóðfélaginu. Fleiri hafa tekið í sama streng. Komið því í lögregl- una, kæru kynsystur. Það er þörf fyrir ykkur. Dóra Hlín Ingólfsdóttir 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.