Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 15
Kristín á Vatnajökli.
karlar. Þær taka undir það og
telja að ein ástæðan sé sú að
karlar tengist siður vináttubönd-
um en konur og eigi þvi erfiðara
með að taka upp þráðinn þegar
þeir verða einir. Konur eigi líka
auðveldara með að flnna sér
eitthvað að gera og að hóa til sín
fólki. Karlar kunni oft ekki að
taka á móti gestum.
MÁTTUR BÆNARINNAR
Kristín liflr fyrir trúna á Guð.
Fyrir henni er það líflð, en þetta
jarðneska er aðeins tímabil og
hún segist hlakka til þegar því
lýkur. Pálína bendir henni á hún
verði samt að nota vel þann tíma
sem hún er hérna. „Vissulega,
það er það sem Hann ætlast til.
En ég þakka Guði í öllu mínu lífi,
m.a. með borðbæn, ferðabæn og
kvöldbæn." Sumar höfðu aldrei
upplifað það fyrr en í ferðinni
vestur að beðin væri borðbæn, en
fannst það yndislegt. Rannveig
segir að það komi mér kannski á
óvart hve bænin er þeim mikils
virði. Hún segist oft biðja þegar
hún gengur til náða. Þá færist yfir
hana friður, hún ýtir öllu til hliðar
sem angrar hana og einbeitir sér
að bæninni. Hún segist vera viss
um að ef fleiri gerðu það liði fólki
mun betur.
AÐ VERÐA EKKJA
Það eru mikil viðbrigði að missa
maka sinn. „Ég missti manninn
minn um vor og fór aftur að
kenna um haustið," segir Rann-
veig. „Ég leit yflr hópinn og
hugsaði með mér: Allar þessar
konur sem eru búnar að missa
menn sína á undan mér, enginn
veit nema sá sem lendir í því hvað
það er í raun og veru. Vinkona
mín, sem hafði misst manninn
sinn átta árum fyrr, kom til mín
og spurði hvernig mér liði. Bara
þokkalega, segi ég. Þá segir hún
að þetta fyrnist aldrei, en það
sem henni hafl fundist erfiðast,
þegar hún var orðin ein, var að
finna sjálfa sig. Þegar maður
hefur lifað langa ævi í hjónabandi
er maður orðinn hluti af hvort
öðru. Þegar við erum orðnar
einar þurfum við að leggja
áherslu á það að flnna okkur.
Hver er ég nú þegar ég er orðin
ein? Þessi orð hennar hjálpuðu
mér mikið þvi að mér fannst eins
og ég hefði verið klofin i herðar
niður. En það verður að vinna úr
þessu. Það þýðir ekkert að verða
einsemdinni að bráð. Hún þarf
ekki að verða allsráðandi í lífi
manns og þá gerir maður eins og
Kristín, að fara sjálfur af stað,
eiga frumkvæði."
Þær segjast aldrei hafa velt því
fyrir sér að giftast aftur. „Ég hefði
ekki nennt því,“ segir Rannveig,
„það hefði verið svo mikið álag.
Aðlögunarhæfileikinn minnkar
með aldrinum, þannig að maður
getur best aðlagað sig sjálfum sér
og ferðalögunum. Margar konur
gifta sig aftur og það er ekkert
athugavert við það. En það er
sorglegt hve margar eru í raun að
leita að manninum sínum. “
fCristín minnir á að margar
vilji eignast góða vini til að fara út
með, þó að það sé ekkert kyn-
ferðislegt við það. „Auðvitað væri
gaman að verða ástfangin," skýt-
ur Pálina inn í, „en ég færi að vega
og meta hvort ég vildi láta frelsið
og sjálfstæðið sem maður hefur
vanið sig á.“ Rannveig telur þær
vera orðnar of seinar, þetta verði
að gerast strax og bendir á hvað
karlmenn, sem missa maka sinn,
eru fljótir að ná sér í nýja. Kristín
segir það stafa af þvi að þeir geti
ekki verið einir. Þeir eru svo háðir
hjálpinni, þjónustunni. „Það er
vissulega visst frelsi í þvi að vera
orðin ein og sjálfstæð og þurfa
ekki að taka tillit til annarra sem
hafa kannski alls ekki sömu
áhugamál," segir Pálina.
RV
15